Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 11
Þessar fasteignir og lóðir eru til sölu. Frábært tækifæri fyrir fjárfesta, byggingarverktaka og athafnamenn. Allar nánari upplýsingar gefa neðangreindar fasteignsölur. Stórhöfði 34-40 í Reykjavík Um er að ræða mjög stóra lóð á Höfðanum í Reykjavík. Lóðin er skráð 6,0 hektarar (60.000 þús. fm). Um er að ræða óvenjulega stóra iðnaðar- og athafnalóð. Á lóðinni eru talsverðar byggingar og eru þær þessar: Sex stálgrindahús (braggar) byggð árið 1964 og er hvert hús skráð 308 fm. Þessi hús eru nýtt undir lager og verkstæði og eru í þokka- legu ástandi . Góð lofthæð og innkeyrsluhurðir eru á þessum skemmum. Einnig er eitt steinsteypt þjónustuhús á tveimur hæðum byggt árið 1979 sem er skráð 528 fm. Einnig er á lóðinni lítið lagerhúsnæði sem er byggt árið 1984 og er það skráð 79,8 fm. Samtals er húsakostur á lóðinni skráðir 2.455 fm. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggð upp á næstu misserum og byggja mætti á henni frá 10-20 þús. fm atvinnuhúsnæðis. Norðurbakki 7-9 í Hafnarfirði Um er að ræða byggingarlóð undir stórt fjölbýlishús á hafnarbakkanum í Hafnarfirði sem er hluti af nýbyggingar- svæðinu. Svæðið er að mestu leyti uppbyggt nema á þessari lóð. Lóðin er 5.067,8 fm og búið að samþykkja teikning- ar af fjölbýlishúsi með alls 62 íbúðum auk 74 stæðum í bílakjallara. Birt stærð hússins er um 8.110 fm. Gatnagerðar- gjöld eru greidd. Búið er að skipta um jarðveg og steypa hluta sökkla. Ferjuvað 1-3, Reykjavík Byggingarlóð undir fjölbýlishús í Norðlingaholti. Stærð lóðar: 4.218 fm. Byggja má skv. samþykktum teikningum, 30 íbúða hús (stórar íbúðir). Bílakjallari fyrir 18 bíla og stæði á lóð eru 42. Birt stærð byggingar sem reisa má eru 3.418 fm. Sigtún 40 í Reykjavík (Blómavalsreitur) Um er að ræða byggingarlóð á þessum einstaka stað í borginni. Lóðin er skráð 9.383 fm. Upphaflegt skipulag gerði ráð fyrir atvinnuhúsnæði og er lóðin (reiturinn) skilgreind sem miðsvæði. Reiturinn er á milli Suðurlandsbrautar og íbúðarbyggðar í Teigahverfi. Vel hefur verið tekið í að breyta lóðinni í íbúðarbyggð og er þá gert ráð fyrir ca 4ra hæða byggingum með ca 70-75 íbúðum. Staðsetning lóðar er frábær. Engin eignaskipti koma til greina og engin áhvílandi lán eru á þessum eignum. Allar nánari upplýsingar um verð og sýningu eigna, veita neðangreindar fasteignasölur (einkasala). Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Kirkjustétt 4 - 113 Reykjavík - Sími 534 8300 - www.storborg.is Magnús Emilsson löggildur fasteignsali. Hlynur Halldórsson s. 698-2603 Þorbjörn Helgi Þórðarson s. 896-0058 Stefán Hrafn Stefánsson hdl. gsm 895-2049 Íslenska sauðkindin fær heilmikla at- hygli nú um helgina í tveimur lands- hlutum. Þá verða haldnar tvær hátíð- ir tengdar sauðkindinni á landsbyggðinni. Í Borgarnesi verður haldin Sauðamessa og á Hvolsvelli Dagur sauðkindarinnar. Í Borgarnesi hefst dagskráin með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra klukkan 13.30. Verður féð rekið að Skallagrímsgarði en þar verður fjölbreytt dagskrá og markaður yfir daginn. Einnig verður kjötsúpa í boði borgfirskra sauð- fjárbænda. Um kvöldið verður mess- unni slúttað með ærlegu sauða- messuballi. Dagur sauðkindarinnar á Hvolsvelli fer fram í Skeiðvangi og hefst klukk- an 14. Sauðfjáreigendur frá Markar- fljóti að Þjórsá geta komið með um 10 kindur á sýninguna og er fjöl- breytni í litum og önnur sérkenni æskileg. Opinn markaður verður á hrútum og gimbrum og eru fjáreig- endur hvattir til að koma með fé til sölu. Keppt verður um fallegustu gimbrina og uppboð haldið á úrvals- gripum ef þátttaka fæst. Einnig kjósa gestir litfegursta lambið. Þá verður hægt að kaupa sér rjúkandi og góða kjötsúpu og styrkja um leið Skeið- vang og Félag sauðfjárbænda. Sauðkindinni fagnað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hátíð Sauðamessa verður í Borgarnesi og Dagur sauðkindarinnar á Hvolsvelli. Hátíð í Borgarnesi og Hvolsvelli urnar með plötuna. Seinna bættust svo við lög sem mér er annt um og einnig lög sem honum er annt um. Niðurstaðan varð því frekar róleg plata og þess vegna völdum við þetta nafn, Værð. Aðeins eitt lag er svolítið flippað, Minni karla, en við förum nokkuð frjálslega með það,“ segir Svenni og bætir við að þegar þeir fóru af stað með verkefnið hafi fyrsta hugmynd hans verið að gera plötu með vögguvísum. „En svo þróaðist þetta út í að vera að mestu lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn, sem margir þekkja undir nafninu Fjár- lögin. Fjárlögin eru æðisleg. Auk þess syng ég nokkur lög eftir okkar bestu sönglagahöfunda, þá Pál Ís- ólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Björgvin Guðmundsson. Ég vildi gera eitthvað sem væri ekki dæmi- gert fyrir einsöngvara. Vissulega hefði verið auðvelt að gera disk með óperuaríum og taka Gígjuna og Hamraborgina, en mig langaði til að brjóta aðeins upp þá hefð.“ Dúett með Sigríði Thorlacius „Við völdum líka Fjárlögin af því að okkur finnst ástæða til að halda þeim á loft, láta þessi lög lifa. Sum laganna á diskinum kannast fólk vel við, eins og Svanasöng á heiði og Enn syngur vornóttin, en mörg þessara laga finnst okkur heyrast allt of lítið. Til dæmis Þrjár þjóðvísur, sem ég út- setti úr þremur lögum, en þar syngur Sigríður Thorlacius dúett með Svenna,“ segir Hjörtur og bætir við að hann hafi leyft sumum lögunum að vera óbreytt en í öðrum fiktaði hann með útsetningar. „Píanóið er ekki eina hljóðfærið sem kemur við sögu á diskinum, því við fengum nokkra snilldarhljóðfæraleikara til liðs við okkur. Strengjakvartett leikur í tveimur lögum og selló og kontra- bassi í nokkrum.“ Dalakofinn á Títanik? Þeir segja að auðvitað hafi disk- urinn þróast á leiðinni, margt af því sem þeir ætluðu að hafa með upp- haflega hafi dottið út og annað bæst við á síðustu stundu. „Til dæmis lagið Mamma ætlar að sofna, það datt inn daginn áður en diskurinn fór í vinnslu. Útsetningin var gerð á staðnum og það þurfti ekki nema eina upptöku. Það var skemmtilegt,“ segja þeir félagar og játa fúslega að sum lög standi hjartanu nær en önn- ur á diskinum. Svenna er mjög annt um Fósturlandsins freyju sem og lagið Við fjallavötnin, en þau hefur hann bæði sungið mjög oft á tón- leikum. Dalakofinn er aftur á móti í miklu uppáhaldi hjá Hirti. „Þetta er svo fallegt gamalt lag. Það er útlent og ég heyrði einhverju sinni sögu um að Títanik-kvartettinn hefði spilað þetta lag á meðan skipið sökk. Veit ekki fyrir víst hvort það er rétt, en sagan er góð.“ Syngur á Listahátíð í vor Svenni hefur verið að syngja heilmikið úti í Vín þar sem hann býr, en hann lauk námi frá Tónlistar- og sviðslistaháskólanum í Vín fyrir ári og síðan þá hefur hann lifað af söngn- um. „Í fyrravetur var ég mikið á ferð og flugi að kynna mig en ég er með nokkra umboðsmenn og þeir hóa í mig til að syngja fyrir hjá óperu- húsum og öðrum. Núna er ég kominn með minn fyrsta alvörusamning við óperuhús í Linz, þar sem ég syng hlutverk Ferrandos í nýrri upp- færslu á Cosi fan tutte eftir Mozart, og sýningar verða eitthvað fram á næsta sumar. Það er góður stökk- pallur fyrir mig,“ segir Svenni sem kemur oft heim til Íslands til að syngja. Til dæmis söng hann við opn- un Hörpunnar og núna er hann í Töfraflautunni hjá Íslensku óper- unni. Hann syngur með Jónasi Ingi- mundarsyni í Salnum í lok nóvember og um jólin syngur hann á Jóla- tónleikum Björgvins Halldórssonar. Í vor syngur hann á Listahátíð með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ljósmynd/Nadja Meister Vín í sumar Svenni syngur egypskan lögreglustjóra í uppfærslu á nýrri óp- eru sem frumflutt var á sumarhátið í Vín á vegum Opera Sirene. Bellini Svenni tók þátt í uppfærslu á Il pirata eftir Bellini í Basel í Sviss fyr- ir rúmu ári, hér syngur hann á móti Alexöndru Lubchansky í því verki. Núna er ég kominn með minn fyrsta alvöru- samning við óperuhús í Linz, þar sem ég syng í nýrri uppfærslu á Cosi fan tutte. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Pfaff • Grensásvegi 13 • Sími 414 0400 • www.pfaff.is facebook.com/pfaff.is Láttu þér líða vel á Heilsudögum í dag milli kl. 11–16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.