Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Eggert Tónelskir Þeir Sveinn Dúa og Hjörtur Ingvi leyfðu hvor öðrum að flæða frjálst í samstarfinu við gerð Værðar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta fór allt af stað þegar hún Ragnhildur Zoëga hjá útgáfunni Skrjóðu heyrði mig syngja ein- söng á jólatónleikum hjá Karlakór Reykjavíkur um síðustu jól. Hún kom til mín að þeim loknum og sagði að sig langaði til að gefa út disk með mér. Hún stakk upp á að Hjörtur sæi um undirleik og útsetn- ingar en við tveir þekktumst ekkert áður en til samstarfsins kom,“ segir Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór um tilurð fyrstu einsöngsplötu hans, Værðar. „Ég kem úr annarri átt en Svenni. Þótt ég sé vissulega klassískt menntaður hef ég að mestu starfað í poppgeiranum og í djassinum, en við vildum láta þau áhrif koma fram á plötunni, þótt þetta sé meira og minna klassískt,“ segir Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem er meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín. „Við Svenni gáfum hvor öðrum gott frelsi og leyfðum okkur að flæða í samstarf- inu. En þetta var nokkuð ögrandi verkefni því við búum hvor í sínu landinu; ég bý í Amsterdam þar sem ég er í tónlistarnámi og Svenni býr í Vín þar sem hann vinnur við sitt fag, sönginn.“ Vildi brjóta upp hefðina „Við Hjörtur hittumst fyrst í vor einmitt úti í Vín þegar Hjaltalín var að spila þar og þá lögðum við lín- Okkur þykir vænt um íslensku Fjárlögin Íslands eina von, segja sumir þegar þeir heyra tenórinn Svein Dúu syngja. Út er komin hans fyrsta einsöngsplata og með honum þar eru píanóleikarinn Hjörtur Ingvi Jóhannsson, söngkonan Sigríður Thorlacius og nokkrir strengjaleikarar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Þá er komin helgi og margir vilja nýta þann tíma til að dytta að heimilinu. Kannski að mála einn vegg, gera við skáphurðina sem er búin að vera laus í nokkurn tíma eða bara nota tímann til að fegra heimilið. Vefsíða Diy network er frábær fyrir þá sem vilja gera hlut- ina sjálfir heima við. Þar er að finna leiðbeiningar um nærri allt það sem fólki gæti dottið í hug að framkvæma heima fyrir. Á vefsíð- unni er sérstakur vinsældalisti með því sem fólk hefur helst viljað fá aðstoð við. Á honum á t.d. finna leiðbeiningar frá a til ö um hvernig smíða eigi innbyggðar bókahillur. Er útskýrt nákvæmlega hvað til þarf og hvernig skuli bera sig að við verkið. Á listanum má einnig lesa sér til um hvernig best sé að smíða hundakofa fyrir heimilishundinn. Auk þessa má finna ótal margt á vefsíðunni diynetwork.com og er viðfangsefninu skipt í aðgengilega lista. Allt eftir því hvort mann vant- ar leiðbeiningar er varða garðinn, eldhús, gólf eða baðherbergi og þar fram eftir götunum. Sniðug síða til að leita sér ráða og fá góðar hug- myndir að ýmsum lausnum fyrir heimilið. Alls konar hluti heima fyr- ir getur maður nefnilega alveg gert og gert við sjálf/ur gefi maður sér nægan tíma. Vefsíðan www.diynetwork.com Morgunblaðið/Heiddi Lausn Hér hafa skóhillur frá IKEA öðlast nýtt líf í bókahillu. Hundakofi í auðveldum skrefum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Áður auglýstum útgáfutónleikum þeirra Sveins Dúu og Hjartar, í Salnum í Kópavogi á morgun sunnudag, þurfti að fresta vegna veikindi fram í nóvember. Auglýst síðar á salurinn.is. Sveinn kemur fram í dag, laugardag, kl. 15 í Máli og menningu á Laugavegi í tilefni útgáfunnar. Fyrir norð- an verða þeir með tónleika á Akureyri 13. nóvember. Tóndæmi er hægt að nálgast á Facebook-síðu Sveins: Sven Hjörleifsson. FYRIR SUNNAN, FYRIR NORÐAN OG Í BÚÐINNI Útgáfutónleikar Andblær liðinna ára er yfirskrift tónleika söngkon- unnar Agnesar Amalíu og Sardas-kvartettsins sem verða haldnir í Gerðubergi í dag klukkan 15. Á tónleik- unum verða fluttar íslenskar dægurperlur eftir konur og frönsk tónlist í andblæ eftirstríðsára. Munu hugljúf ástarljóð og tregafullar ballöður í splunkunýjum út- setningum Martins Frewer fiðluleikara Sardas- kvartettsins leika um eyru tónlistargesta. Frönsku lögin ættu margir að kannast við í flutningi lista- manna eins og Yves Montand, Edith Piaf og Josephine Baker. Agnes Amalía lauk söngprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000. Alina Dubik hefur verið kennari hennar undanfarin misseri og sækir Agnes tíma hjá henni í Nýja tónlistarskólanum. Agnes Amalía hefur komið fram á ýmsum tónleikum í gegnum tíðina ein og í kórum og einnig í söngleikjum, leikritum og óp- erum. Þá er hún meðlimur Íslenska sönglistahópsins og syngur með Kammerkór Seltjarnarness. Sardas kvartettinn hefur starfað frá árinu 1995 en félagar eru allir þrautreyndir hljóðfæraleikarar úr röðum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Endilega … Söngkona Agnes Amalía flytur hugljúfa tónlist. … hlýðið á Sardas-kvart- ettinn og Agnesi Amalíu F í t o n / S Í A Verð á mann í tvíbýli 87.900 kr. Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á góðu hóteli með ríkulegum morgunverði og íslensk leiðsögn. Aðventuferðir til Evrópu! Borgarferðir Wagner-ópera í Berlín Jólaferð til Kaupmanna- hafnar Verð á mann í tvíbýli 76.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í tvær nætur á Wake up Copenhagen með morgunverði og gönguferð um Kaupmannahöfn með Ragnhildi Þórðardóttur.25.–27. nóvember 16.–19. desember Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir 3.–9. desember Fararstjóri: Óttar Guðmundsson Aðventuferð til Varsjár og Berlínar Verð á mann í tvíbýli 128.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum. Flogið til Varsjár og heim frá Berlín. Gisting í 6 nætur á 4* hótelum með morgunverði, allur akstur milli staða, gönguferð og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.