Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Reuters
Forsætisráðherra Taílands, Yingluck Shinawatra,
hvatti í gær íbúa Bangkok til að halda ró sinni þrátt
fyrir flóð sem hafa kostað minnst 289 manns lífið í
norður- og miðhluta landsins. Hún sagði að ekki væri
hætta á skæðum flóðum í borginni. Þrátt fyrir orð for-
sætisráðherrans líst þessum hundi ekki á blikuna.
Bangkok-búar hvattir til að halda ró sinni
Greenfield barónessa, virtur
vísindamaður í Bretlandi,
hefur varað við því að of mik-
il tölvuleikjanotkun geti
breytt heila barna og breyt-
ingarnar geti meðal annars
leitt til hegðunarvandamála.
Breska dagblaðið The Daily
Telegraph hefur eftir bar-
ónessunni að tölvuleikir, sem
höfði sterkt til skynfæranna,
geti gert ákveðnar tauga-
tengingar í heilanum óvirkar um
stundarsakir eða varanlega.
Susan Adele Greenfield er pró-
fessor í taugalyfjafræði í Oxford og
sérfræðingur í lífeðlisfræði heila.
Greenfield segir að börn eyði að
meðaltali 2.000 klukkustundum við
tölvuskjái á ellefta aldursárinu. Of
mikil tölvuleikjanotkun geti leitt til
breytinga í heilanum sem geti orðið
til þess að börnin eigi erfiðara með
að halda athyglinni og einbeita sér,
auk þess sem breytingarnar geti
leitt til hegðunarvanda-
mála.
Geta haft jákvæð áhrif
Að sögn The Daily Tele-
graph hafa nokkrar rann-
sóknir bent til þess að of
mikil tölvuleikjanotkun
geti haft lífeðlisfræðileg
áhrif á heilann. Til að
mynda bendi rannsókn,
sem gerð var í Japan fyrir
tíu árum, til þess að þar sem tölvu-
leikir örvi aðeins heilasvæði, sem
tengjast sjón og hreyfingum, geti
það orðið til þess að önnur heila-
svæði, sem tengist hegðun, tilfinn-
ingum og námi, þroskist ekki eðli-
lega.
Aðrir vísindamenn hafa á hinn
bóginn bent á að ákveðnir tölvuleikir
geta haft ýmis jákvæð áhrif á heil-
ann, geta til að mynda örvað greind-
ina og skerpt minnið, að sögn The
Daily Telegraph. bogi@mbl.is
Tölvuleikir geta
breytt heila barna
Greenfield
barónessa
Minnisvarði um Martin Luther King yngri, þekktasta leiðtoga blökku-
manna í Bandaríkjunum og mannréttindabaráttu þeirra, verður afhjúp-
aður í Washington á morgun. Upphaflega átti að afhjúpa hann 28. ágúst,
þegar 48 ár voru liðin frá því að King flutti ræðuna „Ég á mér draum“, en
því var frestað vegna fellibyls. Þetta er eini minnisvarðinn á Mall-svæðinu í
Washington sem ekki er til minningar um bandarískan forseta eða stríð.
1 2 3
5
4
1km
1
2
3
4
5
Minnisvarði um Martin Luther King yngri
verður afhjúpaður í Washington-borg á
morgun, sunnudag
MINNISVARÐI UM KING
Washington
Bandaríkin
Heimild: mlkmemorial.org Hönnun: ROMA Design Group Ljósmynd: Reuters
Hvíta
húsið
The Mall
Áin Potomac Tidal Basin (tjörn þar sem sjávarfalla gætir)
WASHINGTON-BORG
Lincoln-minnisvarðinn
Stríðsminnisvarði
Washington-minnisvarði
Þinghúsið
Jefferson-minnisvarði
Minnisvarði um Martin
Luther King
Tid
al B
asi
n
Við innganginn
eru tveir
helmingar
stórs steins
24 veggskot, hvert þeirra til
minningar ummenn sem
létu lífið í baráttunni fyrir
mannréttindum
Vatnsveggur
Tilvitnanir í ræður og prédikanir
Martins Luthers Kings,
í réttri tímaröð
Vonarsteinn
Stytta af Martin Luther
King, með tilvitnun í hann
áletraða á annarri hliðinni
Minning Kings heiðruð
Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands
hafðu það
um helgina
Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy
Sölustaðir:
N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams,
Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin.
www.faerid.com
Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.donusnova.is
Axel Axelsson, löggiltur fasteignasali
Vesturvangur 11, 220 Hfn
OPIÐ HÚS í dag milli kl. 11.00-11.30
VERÐ 64,9 millj. stærð 352,4 fm
Afar skemmtilega staðsett einbýli, að mestu á einni hæð,
í góðum botnlanga á þessu vinsæla stað í hrauninu í Haf-
narfirði. Glæsilegt útsýni en eignin stendur við opið svæði
á stórri lóð. Fimm svefnherbergi og tvær stofur, í dag er
neðri hæðin (65,8 fm) aðskilin frá aðalhæðinni en auðvelt að
breyta. 33,3 fm bílskúr.
Albert B. Úlfarsson
Lögg.fasteignasali
Sími 821 0626
albert@domusnova.is
albert.domusnova.is
Op
ið
hú
s
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, hélt velli í atkvæðagreiðslu á
þingi landsins í gær þegar tillaga um
að lýsa yfir trausti á ríkisstjórn hans
var samþykkt með 316 atkvæðum
gegn 301.
Alls eiga 630 þingmenn sæti í
neðri deild ítalska þingsins og at-
kvæðagreiðslan bendir til þess að
stjórnin hafi nú aðeins eins sætis
meirihluta í deildinni. Að sögn The
Financial Times vekur niðurstaðan
efasemdir um að stjórnin sé nógu
sterk til að takast á við mikla efna-
hagserfiðleika, sem steðja að land-
inu, og knýja fram nauðsynlegar
efnahagsúrbætur.
Berlusconi óskaði eftir trausts-
yfirlýsingunni eftir að stjórnin tap-
aði óvænt í atkvæðagreiðslu um
mikilvægan hluta fjárlaganna.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur
sögðu að líklega yrði efnt til þing-
kosninga næsta vor, rúmu ári áður
en kjörtímabilinu á að ljúka. Aðrir
sögðu að forsætisráðherrann hefði
margoft sýnt að aldrei væri hægt að
afskrifa hann.
Stuðningurinn við Berlusconi
mælist nú aðeins 24% og hefur aldrei
verið minni. Búist er við að um
150.000 til 200.000 manns taki þátt í
mótmælum gegn efnahagsaðgerðum
stjórnarinnar í Róm í dag.
bogi@mbl.is
Silvio Berlusconi hélt
enn velli á þinginu
Reuters
Léttir Silvio Berlusconi fagnar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þinginu.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur spá stjórninni falli en aðrir
segja að of snemmt sé að afskrifa forsætisráðherrann
Kínverska lögreglan hefur hand-
tekið mann 28 árum eftir að hann
var ákærður fyrir að faðma konu
gegn vilja hennar, en það var álitið
alvarlegur glæpur í Kína á þessum
tíma. Maðurinn var ákærður á eyj-
unni Hainan á grundvelli laga, sem
sett voru til að stemma stigu við
„ósiðlegri hegðun“ en þau voru síð-
ar afnumin. Maðurinn býr nú í hér-
aðinu Guangdong og lögreglumenn
frá Hainan eru sagðir hafa lagt á
sig 1.100 km langa ferð í fellibyl til
að handtaka hann.
Lögreglumennirnir komust þá að
því að sakborningurinn hafði
kvænst „fórnarlambinu“. Frétta-
veitan AFP hefur eftir talsmanni
lögreglunnar að maðurinn hafi ver-
ið látinn laus gegn tryggingu og
ekki hafi enn verið ákveðið hvort
verða eigi við beiðni konunnar um
að eiginmaður hennar verði ekki
hnepptur í fangelsi. bogi@mbl.is
Handtekinn fyrir
að faðma verðandi
eiginkonu sína