Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Stækkunarstjóri Evrópusam-bandsins ritaði grein í Morg- unblaðið í gær sem er um margt athyglisverð. Ekki vekur síst at- hygli það sem hann segir um evr- una:    Þó að evrusvæðið eigi réttilegaí erfiðleikum um þessar mundir er evran einn sterkasti gjaldmið- ill heims og heldur áfram að vera til hagsbóta fyrir þau lönd sem nota hana.“    Hvaða lönd ætli það séu semevran hefur verið til hags- bóta fyrir? Eru það ríkin sem horfa upp á efnahag sinn hruninn eða við það að hrynja og geta ekkert gert til að bæta stöðuna?    Stefan Füle sagði einnig aðstuðningur almennings við inngöngu í ESB væri frumskil- yrði, en sem kunnugt er fer því fjarri að sá stuðningur sé til stað- ar hér á landi. Ef íslensk stjórn- völd tækju mark á stækk- unarstjóranum væri umsókninni sjálfhætt.    Hann sagðist líka fagna því aðstjórnvöld ætluðu „að fræða fólk um Evrópusambandið og samningaferlið“ til að „eyða bæði ranghugmyndum og ótta í garð sambandsins“.    Upplýsingaskrifstofa ESB á Ís-landi, sem hann nefndi svo, yrði opnuð í Reykjavík á næstunni og mundi taka þátt í því starfi.    Ætli upplýsingarnar sem þarverða veittar verði jafn traustar og upplýsingar stækk- unarstjórans um evruna? Stefan Füle „Upplýsingar“ frá Evrópusambandinu STAKSTEINAR Sigríður Ármannsdóttir, löggiltur endurskoðandi, sagði sig úr eftirlits- nefnd með skuldaaðlögun ein- staklinga og fyrirtækja sl. vor. Eftir sitja í nefndinni þau María Thejll, hdl. og forstöðumaður Lagastofn- unar Háskóla Íslands, formaður nefndarinnar, og Þórólfur Matthías- son, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Sigríður sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hún hefði sagt sig úr nefndinni af persónulegum ástæð- um. „Það er einfaldlega þannig hjá mér, að ég er svo mikið erlendis að ég taldi mig ekki hafa tíma til þess að sinna þessu starfi sem skyldi,“ sagði Sigríður. Heldur meira álag María Thejll, formaður nefnd- arinnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að úrsögn Sigríðar úr nefndinni hefði í sjálfu sér ekki mikil áhrif á störf nefndarinnar, fyrir utan það, að heldur meira álag væri á henni og Þórólfi. „Við fengum, um líkt leyti og Sigríður sagði sig úr nefndinni, þrjá starfsmenn, sem við höfðum beðið lengi eftir, frábæra starfsmenn, en það er vissulega missir fyrir okkur að Sigríður er ekki lengur að starfa með okkur. Hún var frábær liðsmaður,“ sagði María. Markmið laga um sértæka skulda- aðlögun er að hraða endurreisn ís- lensks efnahagslífs í kjölfar banka- og gjaldeyrishrunsins haustið 2008 og að tryggja að jafnvægi komist á virði eigna og greiðslugetu annars vegar og fjárskuldbindinga ein- staklinga, fyrirtækja og heimila hins vegar. Hlutverk eftirlitsnefndarinnar sem komið var á fót á árinu 2009 er að fylgja því eftir að samræmdum reglum um sértæka skuldaaðlögun samkvæmt lögum nr. 107/2009 sé framfylgt af kröfueigendum, þ.e. bönkum og fjármálafyrirtækjum og að gætt sé sanngirni og jafnræðis við framkvæmd sértækra aðgerða. Starf nefndarinnar tekur til af- greiðslu mála frá lokum október 2009 þegar lögin tóku gildi, til 31. desember 2011. Nefndin hefur sent frá sér 3 skýrslur um störf sín. agnes@mbl.is Sagði sig úr eftirlitsnefnd María Thejll Sigríður Ármannsdóttir  María Thejll og Þórólfur Matthíasson eftir í nefndinni sem hefur eftirlit með skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja - nýr auglýsingamiðill Veður víða um heim 14.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 4 rigning Akureyri 7 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 6 skúrir Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 11 súld Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 16 skúrir London 15 heiðskírt París 15 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 10 heiðskírt Berlín 10 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 2 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 7 skýjað Montreal 17 skúrir New York 20 alskýjað Chicago 12 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:18 18:10 ÍSAFJÖRÐUR 8:29 18:09 SIGLUFJÖRÐUR 8:12 17:52 DJÚPIVOGUR 7:49 17:38 Íslenska landsliðið í brids er komið til Amsterdam í Hollandi þar sem það hefur keppni á heimsmeistaramótinu í brids á sunnudagsmorgun. Tuttugu ár eru síðan Íslendingar tóku síðast þátt á mótinu og gerðu sér þá lítið fyrir og urðu heimsmeistarar og hrepptu Bermúdaskálina eftirsóttu. Björn Eysteinsson landsliðsfyr- irliði segir stemninguna í íslenska hópnum vera mjög góða og að þeir stefni hátt. „Menn bíða spenntir eftir því að byrja. Fyrsti leikur er á móti Svíþjóð á sunnudag. Við spilum 21 leik í undankeppninni og við ætlum okkur að vinna þá alla,“ segir Björn og var hinn brattasti. Fjórir af sjö spilurum sem urðu heimsmeistarar fyrir 20 árum taka aftur þátt í mótinu nú, þeir Jón Bald- ursson, Þorlákur Jónsson og Að- alsteinn Jörgensen. Björn er fyrirliði án spilamennsku eins og 1991. Auk þeirra eru í liðinu Bjarni Einarsson, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Einarsson. Áhersla er á að spilarar séu í góðu líkamlegu formi og Björn segir þau vera ófá kílóin sem fokið hafi af liðinu á síðustu mánuðum. Tuttugu og tvær þjóðir taka þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins nú. Björn segir Ítalíu og Bandaríkin vera með gríðarlega sterk lið, auk þess sem Svíar, Hollendingar og Pól- verjar eru taldir sigurstranglegir. ingveldur@mbl.is Bridslandsliðið er í góðu formi  Keppnin um Bermúdaskálina hefst JÓLIN ERU KOMIN HJÁ OKKUR! www.rumfatalagerinn.is Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Haust á Alicante Sólarferð 81.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og gisting á Hotel Castilla. 27. okt.–5. nóv. TILBOÐ! EINSTAKT VERÐ Verð frá:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.