Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Ævintýraborgin Reykjavík Fólk getur margt sér til dundurs gert í borginni og í miðbænum má víða fá nánari upplýsingar um ævintýrin sem bjóðast handan við hornið en ekki er allt sem sýnist. Ómar Lítil frétt birtist í a.m.k. einu dagblaði fyrir nokkrum dögum Þar var sagt frá því, að í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir viðbótarfjárveitinum til stjórnarráðs hinna vinstri velferð- arflokka, að fjárhæð 14.170 þúsund krónur. Samkvæmt því hefur rík- isstjórnin eytt rúmum 14 millj- örðum króna umfram það, sem fjárlög fyrir árið 2011 gerðu ráð fyrir. Ekki þótti fjölmiðlamönnum ástæða til að eyða púðri í þessa frétt, enda hafa þeir líklega ekki skilið hana. Ekki skildi ég hana. Í 22. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, sem sam- þykkt voru 23. september sl., seg- ir, að ráðherrum sé heimilt að ráða tvo aðstoðarmenn hver til starfa í ráðuneyti sínu en heimilt er samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnar að ráða þrjá til viðbótar ef þörf krefur. Ekki þótti fjöl- miðlamönnum ástæða til að fjalla um þessa frétt. Vinnubrögð vinstri stjórna í efnahagsmálum eru löngu al- þekkt. Fjölgað er stofnunum ríkisins og nefndum, og fjölgað er starfsmönnum á öllum hugsanlegum sviðum. Beitt er nið- urskurði í velferðarmálum, þvælst fyrir þeim, sem vilja byggja upp atvinnulífið, skattar hækkaðir og nýir skattar fundnir upp. Þetta er gert, þrátt fyrir það, að reynslan sýnir, að slíkar aðgerðir leiða til frekari samdráttar og enda í víta- hring. Þá eru dregin fram mál, sem eiga að friða lýðinn og draga athygli hans frá óhæfum vinnubrögðum stjórnvalda. Núverandi forsætisráðherra hefur verið mjög framtakssöm í þeim efnum. Dæmi um slík mál eru lög um breytingu á Seðlabanka Íslands, lög um Stjórnlagaþing, lög um Stjórn- arráð Íslands og lög um breytingu á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Öll eiga lög þessi það sammerkt, að hafa komið fyrir Alþingi í formi illa unninna og vanhugsaðra frumvarpa og verið barin þar í gegn af alkunnri þrjósku forsætisráð- herra, og því endað sem vanskapningar. Nú er í fjölmiðlum fjallað daglega um niðurskurð rík- isstjórnarinnar í velferðarmálum. Það kvarta margir, og eiga um sárt að binda. Grófasta og siðlausasta aðgerð stjórnvalda er niðurskurður í þjónustu líknardeilda Landspítalans. Enginn fjölmiðill sér ástæðu til að fjalla um fjáraustur rík- isstjórnarinnar, sem kemur skýrt í ljós í fjáraukalögum árs- ins 2011 og sagt er frá að ofan. Enginn fjölmiðill sér ástæðu til að fjalla um fjölgun aðstoðarmanna ráðherra úr 10 í 23 (eða e.t.v. 33?). Hvers vegna? Ég spyr. Eftir Axel Kristjánsson » Grófasta og siðlausasta aðgerð stjórn- valda er nið- urskurður í þjónustu líkn- ardeilda Land- spítalans. Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. Hagræðingarað- gerðir velferð- arstjórnarinnar Það er sérstakt áhyggju- efni hversu fáir stjórn- málamenn, jafnt á Alþingi og í sveitarstjórnum, láta margvísleg málefni eldri borgara lítið til sín taka. Athygli vekur hve lítil umræða er um kjör og stöðu eldri borgara á Al- þingi og í sveitarstjórnum. Þar virðast önnur mál hafa forgang. Staðreyndin er sú að fáir fulltrúar á Alþingi og í sveitarstjórnum vekja athygli á eða fjalla um stöðu þessa hóps, sem sífellt stækkar í íslensku samfélagi sem hlutfall af heildaríbúafjölda. (sjá töflu) Í umræðu um nútímaöldrunarþjónustu hér á landi og í nágrannalöndum hefur ver- ið rætt um breytingar hjá eldri kynslóðum. Hlutfall aldraðra hækkar og einnig fjölgar hraustu gömlu fólki, sem gerir mismun- andi kröfur um þjónustu og aukin áhrif í þjóðfélaginu. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar fjallað er um stöðu og hlutverk eldri borgara í samfélaginu. Eins og fram kemur í mannfjöldaspá og skiptingu ald- ursflokka er spáð mikilli fjölgun eldra fólks á næstu tveimur áratugum og því brýnt að stjórnvöld taki tillit til hagsmuna þeirra með skýrri stefnumörkun. Eldri borgarar eru ekki einsleitur hóp- ur. Margir þeirra eiga það sameiginlegt að vera hættir í fastbundnu starfi, en þó ekki allir. Flestir þeirra búa við tiltölulega góða heilsu en aðrir eiga við veikindi að stríða. Er rétt að flytja öll verkefni eldri borg- ara frá ríki til sveitarfélaga? Þessi stefnu- mörkun hefur ekki verið kynnt eða rædd hjá samtökum eldri borgara nema að litlu leyti. Það liggur ekki fyrir hvaða verkefni eigi að flytja nákvæmlega og hvers vegna. Áður en frekari ákvarðanir verða teknar í þessu máli verður að ræða það ítarlega, ekki síst á vettvangi sveitarstjórna og sam- taka eldri borgara. Ákveðinn hluti eldri borgara býr við erfið kjör. Þeir hafa lengi verið „þrýstihópur“, sem stjórnmálamenn hlusta stundum á en aðhafast lítið. Samskipti samtaka eldri borgara og ríkisvaldsins eru ekki viðun- andi. Ríkisvaldið hefur ekki sett hagsmuna- mál eldri borgara í forgang. Miklu fremur velt sanngjörnum kröfum þeirra á undan sér án svara eða aðgerða. Staðreyndin er sú að kjör eldri borgara versna stöðugt og meira en annarra þjóðfélagshópa. Í hópi eldri borgara eru margir sem ekki eiga fjölskyldu til að styðja við sig og einnig margir sem hafa ekki nægar tekjur til að sjá sér farborða. Staðreyndin er sú að kjör ellilífeyrisþega hafa verið skert umfram aðra þjóðfélagshópa og margir þeirra sem þurfa nauðsynlega á umönnunar- eða vist- unarúrræðum að halda fá ekki slík úrræði og eiga í vaxandi erfiðleikum. Samtök og félög eldri borgara verða að leggja enn meiri áherslu á þessi mál og herða baráttuna fyrir bættum kjörum og umönnun eldri borgara og þar með tryggja þeim eins gott ævikvöld og kostur er. Þeir eiga allan rétt á því að geta notið kjaralegs öryggis og góðrar umönnunar, ekki síst þeir sem búa við erfiðar aðstæður, jafnt fjárhagslegar sem og heilsufarslegar og fé- lagslegar. Undanfarið hefur ekki farið mikið fyrir málefnum eldri borgara í umræðu, ákvörð- unum og stefnumörkun Alþingis og sveit- arstjórna. Augljóst er, að það ríkir almennt áhugaleysi um þetta mikilvæga mál hjá stjórnvöldum. Þessu verður að breyta strax. Þeir búa við mismunandi kjör, en margir þeirra búa við afar erfið kjör og þurfa á mikilli fé- lags- og heilbrigðisþjónustu að halda. Kynslóðir sem eru að eld- ast hafa vanist öðrum lífsstíl en t.d. elsta kynslóðin sem nú nýtur öldrunarþjónustu. Þær gera aðrar kröfur, t.d hvað varðar húsnæði og nánasta umhverfi, aðbúnað á hjúkr- unarheimilum eða í þjónustu- og öryggisíbúðum. Margir þeirra sem í dag teljast til yngri eldri borgara stunda tómstundir og félagsmál í frítímum og þátttaka þeirra í atvinnulífi og stjórn- málum hefur aukist. Skýra stefnumörkun vantar Hvert er hlutverk sveitarfélaga í mál- efnum aldraðra í dag? Hvaða verkefnum sinna þau? Þau annast m.a. rekstur þjón- ustuíbúða og önnur búsetuúrræði, fé- lagsmiðstöðva, samþættingu heimaþjón- ustu og heimahjúkrunar, félagsþjónustu, aksturþjónustu, dagvistun, veita afslætti af fasteignasköttum o.fl. Ýmis samtök sinna auk þess m.a. byggingu og rekstri þjón- ustu- og öryggisíbúða, dagvistun, fé- lagsstarfi o.fl. Hvað er í verkahring ríkisins í dag? Að- allega kjara- og lífeyrismál, rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu. Einnig fjár- mögnun til reksturs vist- og hjúkr- unarheimila og dagdeilda sem eru aðallega rekin af félögum, sjálfseignarstofnunum og sveitarfélögum. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Samskipti samtakaeldri borgara og rík- isvaldsins eru ekki við- unandi. Ríkisvaldið hefur ekki sett hagsmunamál eldri borgara í forgang. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls. Áhugaleysi stjórnvalda - stað- reynd sem breyta þarf strax Mannfjöldi á Íslandi skv. miðspá Hagstofu árin 2011‐2060 skipting eftir aldri Aldur 2011 2020 2030 2040 2050 2060 Yngri en 67 284.569 296.137 307.307 319.849 331.277 341.632 67 ára og eldri 33.883 45.230 63.617 76.944 85.959 91.620 Samtals 318.452 341.367 370.924 396.793 417.236 433.252 Heimild Hagstofa Íslands Hlutfallsleg skipting yngri en 67 ára og 67 ára og eldri skv. miðspá Hagstofu árin 2011‐2060 Aldur 2011 2020 2030 2040 2050 2060 Yngri en 67 89,4% 86,8% 82,8% 80,6% 79,4% 78,9% 67 ára og eldri 10,6% 13,2% 17,2% 19,4% 20,6% 21,1% Heimild Hagstofa Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.