Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Íbúar sjálfseignarstofnun varð í
vikunni fyrsti íslenski aðilinn til að
vinna alþjóðlegu lýðræðisverðlaun-
in, The World eDemocracy Awards.
Verðlaunin skiptast í þrjá riðla, al-
þjóðlegan, evrópskan og franskan
en Íbúar unnu Evrópuriðilinn. Íbú-
ar urðu hlutskarpastir af 18 aðilum
en verðlaunin hafa verið veitt frá
árinu 2004.
Aðstandendur Íbúa ses kynntu
vefina Betri Reykjavík og Your Pri-
orities á ráðstefnu World e.gov For-
um samtakanna. Að mati dóm-
aranna hafa engin lýðsprottin kerfi
í heiminum náð öðrum eins árangri
og útbreiðslu eins og þau sem Íbúar
kynntu en keppinautar voru meðal
annars belgískt Twitter kerfi og
skoskt hugmyndakerfi, segir í til-
kynningu.
Verðlaun (f.v) Óskar J. Sandholt, Gunnar
Grímsson og Róbert Bjarnason.
Íbúar vinna til
verðlauna
Mánudaginn nk. verða innleiddar
nýjungar í heimsendum mat frá
Reykjavíkurborg sem felast í því
að maturinn verður nú hraðkældur
strax að lokinni matreiðslu.
Viðskiptavinir geta þar með val-
ið hvenær þeir borða máltíðina.
Máltíðirnar má bæði hita í bak-
araofni og örbylgjuofni. Þær verða
dagsettar með pökkunardegi og
síðasta neysludegi. Máltíðunum
munu fylgja leiðbeiningar um hit-
un.
Bílstjórar munu áfram aka öll-
um máltíðum út til fólks og verða
á ferðinni á tímabilinu 10.00
-16.00. Verð á máltíðum verður
óbreytt.
Hraðkældur matur
Í dag, 15. október, er baráttudagur
gegn brjóstakrabbameini (Breast
Health Day) haldinn í 46 löndum Evr-
ópu undir merkjum Europa Donna,
evrópusamtaka gegn brjóstakrabba-
meini. Samhjálp kvenna er aðili að
samtökunum.
Markmiðið með þessum degi er að
auka þekkingu og árvekni kvenna á
öllum aldri gagnvart brjóstakrabba-
meini og leiðum til forvarna, m.a. með
lífsháttum sem gætu stuðlað að því að
draga úr hættu á að fá sjúkdóminn.
Europa Donna byggir þekkingu sína
á rannsóknum Alþjóða krabbameins-
rannsóknarstofnunarinnar (IARC).
Veldu hollari kostinn
Slagorð átaksins í ár er „Veldu
hollari kostinn“ og vísar til mik-
ilvægis reglulegrar hreyfingar, holls
matarræðis, að hafa stjórn á líkams-
þyngd, takmarka áfengisneyslu og að
forðast reykingar.
Lykilatriði í áherslum Europa
Donna, auk forvarna, eru að allar
konur á aldrinum 50-70 ára fái boð
um leit að brjóstakrabbameini, grein-
ingu og meðferð sem byggð er á
gagnreyndum og viðurkenndum
starfsháttum.
Samhjálparkonur leggja áherslu á
að allar konur sem verða varar við
einhverjar breytingar í brjóstum sín-
um leiti strax til læknis eða Leitar-
stöðvar Krabbameinsfélagsins og
einnig að konur mæti þegar þær fá
boð um brjóstamyndatöku.
Rannsóknir sýna að árangur í bar-
áttunni gegn brjóstakrabbameini á
Íslandi er með þeim besta í heiminum
í dag.
Í tilefni af deginum verða sjálf-
boðaliðar frá Samhjálp kvenna á 2.
hæð í Kringlunni í dag, laugardag,
spjalla við konur og veita upplýsingar.
Baráttudagur gegn brjóstakrabbameini
Bleika slaufan Seld til styrktar
brjóstakrabbameinsrannsóknum.
Markmiðið að auka þekkingu og
árvekni kvenna á öllum aldri
- nýr auglýsingamiðill
569-1100 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Ótrúleg
sértilbo
ð fyrir
áskrifen
dur Mor
gunblað
sins
Ótrúlegt verð!Þú getur sparað allt að43.300 kr.á mann
Allir fastir áskrifendur Moggans eru sjálfkrafa félagar í
Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á
mbl.is/moggaklubburinn.
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum
frábær tilboð til Kanarí og Ljubljana í Slóveníu. Fjölbreytt gisting í boði
á afar hagstæðum kjörum.
Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða og gisting er einnig
takmörkuð. Heimflug í ferð til Kanarí er í gegnum Kaupmannahöfn þar
sem gist er eina nótt.
Hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær!
Hin leynda perla!
Þú bókar tilboðið á
www.heimsferdir.is eða hjá
ferðaráðgjöfum okkar í síma
595 1000.
Ath. verð getur hækkað án fyrirvara!
Kanarí 6. nóvember – 9 nætur
Ljubljana 20. október – 4 nætur
Kynntu þér gististaðina á
www.heimsferdir.is
Verðdæmi Kanarí.
Áskr. verð Alm. verð Þú sparar
frá allt að allt að
Jardin del Atlantico
3 í íbúð m/1 svefnherbergi 85.500 125.500 40.000
2 í íbúð m/1 svefnherbergi 93.200 135.400 42.200
Aukgjald fyrir allt innifalið - fullorðinn 25.200 25.200
Hotel Barcelo Margaritas (allt innifalið)
3 í herb. - allt innifalið – 3. aðili barn 114.000 154.000 40.000
3 í herb. - allt innifalið 127.900 167.900 40.000
2 í herb. - allt innifalið 134.800 174.800 40.000
1 í herb. - allt innifalið 166.300 206.300 40.000
Hotel Gran Canaria Princess (allt innifalið)
3 í herb. - allt innifalið – 3. aðili barn 146.900 186.900 40.000
3 í herb. - allt innifalið 155.300 195.300 40.000
2 í herb. - allt innifalið 159.900 203.200 43.300
1 í herb. - allt innifalið 191.500 231.500 40.000
Verðdæmi Ljubljana.
Áskr. verð Alm. verð Þú sparar
frá allt að allt að
City hotel *** – frábær staðsetning
3 í herbergi með morgunmat 82.400 112.400 30.000
2 í herbergi með morgunmat 84.200 114.200 30.000
1 í herbergi með morgunmat 102.600 132.600 30.000
Hotel Lev *****
3 í herbergi með morgunmat 88.400 110.600 22.200
2 í herbergi með morgunmat 90.200 111.700 21.500
1 í herbergi með morgunmat 108.600 130.000 21.400
21. október – 9 nætur
20. október – 4 nætur
Kanarí og Ljubljana
Ako „Successful“
Kimmidoll
á Íslandi
Ármúla 38
Sími 588 5011