Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Franska lög- reglan hefur handtekið Frakka og þrjá Ítali vegna gruns um að þeir hafi beitt allhugvit- samlegri brellu til að hafa fé af spilabanka í Cannes. Frakk- inn er sakaður um að hafa merkt spil með bleki, sem sést ekki berum augum, og séð til þess að Ítalirnir lékju póker með spilastokknum sem hann merkti. Ítalirnir hafi notað sérstakar augn- linsur til að sjá blekmerkin. Hóp- urinn er sagður hafa haft 64.000 evrur (10,2 milljónir króna) af spilavítinu í Cannes með þessum hætti. Lögreglan telur að sakborn- ingarnir hafi beitt þessari brellu víðar í Evrópu áður en þeir voru handteknir í Frakklandi, að sögn fréttavefjar BBC. bogi@mbl.is Höfðu fé af spila- banka með brellu Fjárhættuspil. Frakkland Liam Fox, varnarmálaráðherra Bret- lands, hefur sagt af sér vegna tengsla við kaupsýslumanninn Adam Werritty, sem mun hafa komið fram sem ráðgjafi hans án þess að gegna opinberu embætti. Werritty er grunaður um að hafa mis- notað aðstöðu sína og að hafa, áður en Fox tók sæti í ríkisstjórn, notað skrif- stofu á vegum þingsins til að safna pen- ingum í sjóð sem hann er í forsvari fyrir. Í afsagnarbréfi sem Fox ritaði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kemur fram að hann hafi fyrir mistök ekki gert nægjanlega skýran greinar- mun milli persónulegra hagsmuna og starfa sinna sem ráðherra. Fox bað þingmenn afsökunar fyrir nokkrum dögum en lagði áherslu á að hann hefði aldrei teflt þjóðaröryggi í tvísýnu. Var svaramaður Fox Í yfirlýsingu sem Fox sendi frá sér fyrr í vikunni segir að hann hafi hitt Werritty 22 sinnum í varnarmálaráðu- neytinu og átján sinnum á ferðum sín- um erlendis. Fox ákvað að segja af sér eftir að breskir fjölmiðlar skýrðu frá því að fjármálamenn, sem tengjast Ísr- ael, og öryggisfyrirtæki hefðu greitt ferðakostnað Werritys þegar hann hefði ferðast með ráðherranum. Werritty var svaramaður Fox þegar hann gekk í hjónaband árið 2005 og er fyrrverandi meðleigjandi hans. Þá gekk Werritty með nafn- spjöld sem á stóð að hann væri ráð- gjafi ráðherrans. Fox er fimmtugur Skoti. Hann hefur verið á hægri væng Íhalds- flokksins og dyggur fylgismaður Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra. Hann hefur oft verið á öndverðum meiði við aðra ráðherra Íhaldsflokksins, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Fox var fyrst kjörinn á þing árið 1992 og hyggst halda þingsæti sínu. Liam Fox sagði af sér Reuters Hættur Liam Fox hefur látið af ráðherraembætti. Tíðni rána hefur margfaldast í Kaupmannahöfn og hefur danska lögreglan litlum árangri náð við að handsama ræningjana. Í september voru alls 97 rán tilkynnt til lögregl- unnar í Kaupmannahöfn og er það met. Í sama mánuði árið áður var tilkynnt um 51 rán. Í haust var ákveðið að fjölga í lögregluliðinu í miðborginni en handtökur hafa hins vegar verið örfáar. Danmörk Ránum fjölgar í Kaupmannahöfn Ako „Love“ Kimmidoll á Íslandi Ármúla 38 Sími 588 5011 arionbanki.is – 444 7000 ÍS LE NS KA SI A. IS AR I5 67 99 10 /1 1 Við viljum sjá þig Staðreyndin er sú að ökumenn sjá vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr. Flest eigum við endurskinsmerki ofan í skúffu, en þau koma aðeins að gagni séu þau notuð. Gætum að því að börnin okkar noti endurskinsmerki. Arion banki gefur endurskinsmerki sem nálgast má í öllum útibúum bankans, í samstarfi við Umferðarstofu. Þeir sem búa fjarri útibúum bankans geta sent tölvupóst á fraedsla@us.is og fengið merkin send. Nældu þér í endurskinsmerki í næsta útibúi bankans. JÓLIN ERU KOMIN HJÁ OKKUR! www.rumfatalagerinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.