Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 36
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Judy Garland var einstakur lista-
maður en ævi hennar var gríðarlega
stormasöm,“ segir Lára Sveinsdóttir
leik- og söngkona sem annað kvöld
frumsýnir kabarett í Þjóðleik-
húskjallaranum þar sem hún leiðir
áhorfendur inn í líf hinnar þekktu
leik- og söngkonu.
Spurð um tilurð sýningarinnar
segist Lára hafa byrjað að hlusta á
Garland af alvöru fyrir tveimur árum
og þá þegar langað til þess að halda
um hana minningartónleika. „En svo
fór ég að skoða hana betur og fannst
ævi hennar svo merkileg að mig lang-
aði að gera eitthvað meira úr þessu.
Hún var alin upp í skemmtibrans-
anum og farin að skemmta rúmlega
tveggja og hálfs árs, þannig að hún
var rænd eðlilegri barnæsku,“ segir
Lára og bendir á að þegar Garland
fékk aðalhlutverkið í myndinni
Galdrakarlinum í Oz aðeins 16 ára
gömul hafi hún því átt langan starfs-
aldur að baki í bransanum. „Hún var
nánast alla sína ævi háð örvandi eða
róandi lyfjum en reyndi samt eins og
hún gat að standa sig bæði sem lista-
kona og eiginkona en fyrst og fremst
sem móðir þriggja barna sinna,“ seg-
ir Lára og tekur fram að saga Gar-
lands eigi erindi við alla.
Sýningin, sem Lára lýsir sem
söguleikhúsi, tekur um 75 mínútur í
flutningi. „Ég syng þrettán lög og
lagabúta, en inn á milli laga segi ég
frá lífi hennar og bregð mér í ýmis
hlutverk.“ Spurð um lagavalið segist
Lára hafa ákveðið að blanda saman
annars vegar þekktustu lögum Gar-
lands og hins vegar lögum þar sem
textanir endurspegluðu lífshlaup
listakonunnar. „Ég er ekki að reyna
að hljóma eins og hún. En við erum
með sama tónsvið, því hún var
kontraalt,“ segir Lára. Henni til full-
tingis á sviðinu er sex manna hljóm-
sveit sem Úlfur Eldjárn leiðir, en
hann sá einnig að mestu um útsetn-
ingar laganna. Charlotte Böving er
leikstjóri og dramatúrg sýning-
arinnar. Sem fyrr segir verður frum-
sýningin 16. október kl. 21.00 en
næstu auglýstu sýningar eru 21., 22.
og 30. október kl. 22.00.
„Einstakur
listamaður“
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Kabarett Lára Sveinsdóttir bregður sér í hlutverk Judy Garland.
Sögusýning um söng- og leikkonuna
Judy Garland í Þjóðleikhúskjallaranum
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Inga Þórey Jóhannsdóttir og Þor-
björg Þorvaldsdóttir opna sýningar í
Listasafni ASÍ klukkan 15 í dag,
laugardag. Inga Þórey sýnir í Ás-
mundarsal og Arinstofu og kallar
sýninguna Málverk og mynda-
styttur, en í Gryfjunni sýnir Þor-
björg innsetningu með nákvæmu
módeli af húsi og ljósmyndaverk
sem hún hefur unnið út frá því. Þor-
björg vinnur iðulega með hversdags-
leikann og fegurð hans, stillir upp
atburðum og setur á svið, eins og
hún gerir nú í Gryfjunni.
Í fréttatilkynningu segir að Inga
Þórey umbreyti safninu í annan við-
komustað á einu og sama ferðalag-
inu. Með innsetningu málverka og
þrívíðra verka gerir hún tilraunir
með „spennu“ augnabliksins,
„spennu“ biðtímans og togstreitu
efnisins.
Þegar blaðamaður hittir Ingu
Þóreyju er hún að strengja segl í loft
Ásmundarsalar, segl sem um leið
eru málverk, og þar eru líka hreyflar
til að nýta vindorkuna og pallur,
„málaður“ með leir sem hægt er að
stíga upp á.
„Verkin uppi og niðri tengjast,
þetta eru þrjú mismunandi stig,
einskonar vitundarstig. Niðri er
undirvitundin, hér er meginstigið og
svo má fara upp á pallinn. Þar er
hægt að upplifa rýmið og líka sjá
leiðina sem fólk kemur að þessu
safni. Ég mála stigann með leir –
þetta er einskonar leirstigi.“
Inga Þórey er að þreifa á mál-
verkinu eins og á síðustu sýning-
unum sínum.
„Já, ég er í vissu samtali við hefð-
ina. Þegar ég byrjaði að vinna þessa
sýningu var ég með biðstaði og bið-
stofur í huga. Með tímanum hef ég
fjarlægst það að vissu leyti – þetta
verk er til að mynda nótnaskrift,“
segir hún og sýnir vegg sem skiptir
Arinstofunni í tvennt; gler og ílát
með málverkum í ganga gegnum
vegginn sem hefur stytt rýmið og
má einnig upplifa það utan frá í
rökkri.
Nóturnar sýna „gamla stefið úr
Ríkisútvarpinu“ sem lifir með þjóð-
inni. Birtist viss fortíðarþrá í vís-
uninni í þetta píanóstef, sem hljóm-
aði á öldum ljósvakans hér áður
þegar hlé var milli dagskrárliða?
„Ætli það sé ekki ákveðin róm-
antík í gangi,“ segir Inga Þórey.
„Mér finnst eins og Íslendingar séu
hryllilega rómantískir, það birtist til
að mynda í allri þessari vinnu með
arkíf sem myndlistarmenn hafa
staðið í upp á síðkastið.“
Í suma gluggana á veggnum í Ar-
instofu hefur hún málað en í öðrum
er vatn. „Vatnið hefur orðið meira og
meira áberandi í verkum mínum.
Rétt eins og ég nota liti er vatnið
þetta glæra gegnsæja efni, en líka
efni sem fylgir okkur alltaf. Vatn
finnur sér alltaf farveg en nú hef ég
komið því fyrir í þessum vegg.“
Aftur erum við komin upp í Ás-
mundarsal, þar sem seglin eru en
Inga Þórey segir togkraftinn verða
aðalorkugjafann þar. Hún segist
beisla staðvinda salarins.
„Seglin eru málverk, annars vegar
er þetta málarastrigi en hin eru frá
Seglagerðinni,“ segir hún um stór
seglin sem hún hefur málað. „Það er
mikil lofthæð hér og ég vildi mála
stórt, gera verk sem eru stærri en
ég er sjálf, og taka afstöðu með litn-
um.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Gler í vegg „Ég er í vissu samtali við hefðina,“ segir Inga Þórey. Hún er hér
við vegginn sem skiptir Arinstofunni, málverk byggt á kunnu stefi.
Nótnaskrift í vegg, módel
af húsi og máluð segl
Inga Þórey Jóhannsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir
opna sýningar á myndverkum í Listasafni ASÍ í dag
Mynd af módeli Þorbjörg Þorvalds-
dóttir sýnir í Gryfjunni.
ÞÓRA EINARSDÓTTIR · FINNUR BJARNASON · GARÐAR THÓR CORTES
ÁGÚST ÓLAFSSON · SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · AUÐUR GUNNARSDÓTTIR · SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR
SNORRI WIUM · VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR · KOLBEINN JÓN KETILSSON · VIÐAR GUNNARSSON
KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BRÚÐUGERÐ: BERND OGRODNIK
BÚNINGAR: FILIPPÍA I. ELÍSDÓTTIR · LEIKMYND: AXEL HALLKELL JÓHANNESSON
LEIKSTJÓRI: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR · HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON
FRUMSÝNT Í HÖRPU 22. OKTÓBER 2011 – örfá sæti Sunnudaginn 13. nóvember kl. 20 – AUKASÝNING
Laugardaginn 29. október kl. 20 – uppselt Laugardaginn 19. nóvember kl. 20 – örfá sæti
Laugardaginn 5. nóvember kl. 20 – uppselt Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16 – örfá sæti
Laugardaginn 12. nóvember kl. 20 – uppselt Laugardaginn 25. nóvember kl. 20 – uppselt
WAMozart
F
A
B
R
IK
A
N