Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Egill Ólafsson egol@mbl.is Það tekur nokkra mánuði að stækka líknardeildina í Kópavogi, en gera þarf verulegar endurbætur á hús- næðinu. Sumir starfsmenn hafa áhyggjur af því að erfitt kunni að vera að bæta við fimm nýjum rúmum á deildinni og skapa viðunandi að- stæður fyrir starfsfólk. Stjórnendur Landspítalans hafa ákveðið að loka líknardeildinni á Landakoti og sameina hana líknar- deildinni í Kópavogi. Það eru níu rúm á Landakoti og átta í Kópavogi, en við sameininguna á að fækka rúmum um fjögur. Valgerður Sigurðardóttir, yfir- læknir á líknardeildinni í Kópavogi, segir að þessi ákvörðun kalli á gagn- gera endurskipulagningu. Ákvörð- unin hafi verið tekin en úrvinnslan sé eftir. Hún segir að í dag sé ekki rými fyrir 5 nýja sjúklinga í því húsnæði sem líknardeildin í Kópavogi er í. Gömlu veiku fólki fjölgar Líknardeildin í Kópavogi er í tveimur húsum í fjögurra húsa lengju. Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, er í einu húsi og að hluta til í þriðja húsinu, en hluti þess er tómur. Valgerður segist sjá fyrir sér að reynt verði að koma þessum fimm rúmum fyrir þar. Hún segir ekki nægjanlegt að finna rými fyrir sjúklingana. Það þurfi líka að vera fyrir hendi rými fyrir starfsfólkið. Þetta húsnæði er að verða hálfrar aldar gamalt og Valgerður segir að það þurfi að gera á því miklar end- urbætur til að hægt sé að nota það undir líknardeild. Fjölsmiðjan notaði húsnæðið síðast. „Ég get ekki séð annað en að þetta sé einhverra mán- aða verkefni.“ Líknardeildin á Landakoti hefur einbeitt sér að því að sinna öldruðum sem eru mikið veikir. Valgerður seg- ir að þó að líknardeildin í Kópavogi hafi sinnt fólki á öllum aldri sé það nýtt verkefni að taka yfir þá þjón- ustu sem sinnt hefur verið á Landa- koti. „Það er alveg ljóst að þessi breyting felur í sér skerðingu á þjón- ustu. Það er verið að fækka rúmum, en við reynum að finna leiðir í þess- ari stöðu. Vandinn er líka sá að sam- félagið hefur ekki heldur byggt upp þjónustu utan spítalanna. Fólki sem er komið á tíræðisaldur er alltaf að fjölga og maður spyr sig, hvar þetta aldraða fólk eigi að vera ef það fer ekki inn á spítalana. Það er erfitt að halda þessu háaldraða fólki heima lengi vegna þess að það á kannski háaldraðan maka. Við erum með svo fjölþætta sjúkdóma, minnissjúk- dóma og fleira, sem gerir það að verkum að erfitt er að halda fólkinu mjög veiku heima.“ Gera þarf miklar endurbæt- ur á húsnæði líknardeildar Morgunblaðið/Sigurgeir S. Líknardeild Ákveðið hefur verið að loka líknardeildinni á Landakoti og sameina hana líknardeildinni í Kópavogi.  Það mun taka nokkra mánuði að gera húsnæði líknardeildar í Kópavogi klárt Þó að álag á starfsfólk Land- spítala hafi auk- ist mikið á síð- ustu árum hefur það ekki leitt til meiri veikinda hjá starfsfólki. Þetta segir Erna Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri mann- auðssviðs Landspítala. Veikindi voru 6,4% árið 2008, 6,5% árið 2009, 6,5% 2010 og 6,3% það sem af er þessu ári. Erna segir að í starfsumhverf- iskönnun sem Landspítalinn lét gera í fyrravetur hafi starfsmenn verið spurðir hvort þeir fyndu fyr- ir þreytu í starfi. Margir hefði merkt við það. „Það er óumdeil- anlegt að það er mikið álag á fólki, en það kemur ekki fram í veikindatölum.“ Forstjóri Landspítalans hefur talað um að starfsfólkið hafi staðið sig vel á þrengingartímum. „Starfsfólkið hefur staðið sig frá- bærlega. Fólk sýnir æðruleysi þó að enn sé verið að skera niður hjá spítalanum,“ segir Erna. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Félags hjúkrunarfræðinga, seg- ir í grein sem hún skrifaði í Morg- unblaðið í vikunni að 70% hjúkrunarfræðinga hefðu í könn- uninni sagt að álag væri mikið eða mjög mikið. Hún segir einnig að veikindi hjúkrunarfræðinga séu nú tíðari en annarra stétta á spít- alanum. Ekki aukning í veik- indum starfsfólks Erna Einarsdóttir Heildarafli úr norsk-íslenska síld- arstofninum verður 833 þúsund tonn árið 2012 samkvæmt sam- komulagi sem náðist á fundi strand- ríkja um stjórnun á veiði úr stofn- inum sem lauk í Lundúnum í gær. Er það sextán prósenta lækkun á milli ára. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur íslenskum skipum heimilt að veiða 120.868 tonn úr síldarstofn- inum á næsta ári að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sjáv- arútvegsráðuneytinu. Samkomulag um síldarstofninn Egill Ólafsson egol@mbl.is Landspítalinn hefur á síðustu 10 ár- um tekið ákvörðun um að loka fimm sjúkrastofnunum, þ.e. Gunnarsholti, Arnarholti, Vífilsstöðum, rétt- argeðdeildinni á Sogni og St. Jós- efsspítala. Spítalinn hefur skilað eða ætlar að skila þessu húsnæði til Fasteigna ríkisins. Á Gunnarsholti var rekið vist- heimili fyrir vímuefnasjúklinga, en því var lokað og hefur hluti húsnæð- isins verið rifinn enda var það orðið lélegt. Á Arnarholti var rekin deild fyrir sjúklinga sem voru flestir haldnir af langt gengnum geð- sjúkdómum, geðklofa eða þunglyndi eða bjuggu við andlega fötlun af öðr- um ástæðum. Fasteignir ríkissjóðs tóku við húsnæðinu í Arnarholti þeg- ar deildinni var lokað. Skilar til Fasteigna ríkissjóðs Landspítalinn var með starfsemi á Vífilsstöðum til 2002, en fram á síð- asta ár rak Hrafnista þar öldr- unardeild. Fasteignir ríkissjóðs eiga spítalann, en fyrirhugað er að leigja hluta húsnæðisins til hjúkr- unarheimilisins Holtsbúðar. Landspítali áformar að loka síð- ustu deildinni á St. Jósefsspítala 1. desember en sá fyrrnefndi hefur verið með þann síðarnefnda á leigu frá Fasteignum ríkissjóðs. Sama á við um húsnæðið á Sogni sem upp- haflega var byggt sem barnaheimili. Landspítalinn ætlar að flytja rétt- argeðdeildina að Kleppi og skila húsnæðinu á Sogni til Fasteigna rík- issjóðs. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Land- spítala, segir að gera þurfi breyt- ingar á húsnæðinu á Kleppi. Það sé að hluta til ónotað í dag. Auk breyt- inga utanhúss verða gerðar breyt- ingar inni sem m.a. miða að því að taka hluta mötuneytis undir aðstöðu fyrir sjúklinga. Ingólfur segir að bú- ið sé að vinna drög að teikningum vegna breytinga á Kleppi og vegna breytinga á líknardeild í Kópavogi. Sjúkrastofnanir sem hefur verið lokað Arnarholt St. Jósepsspítali Vífilsstaðir SognGunnarsholt Reykjavík Hveragerði Hafnarfjörður Kjalarnes Garðabær Hella Grunnkort: Landmælingar Íslands Selfoss Hefur lokað 5 stofnunum  Landspítalinn hefur á um það bil 10 árum tekið ákvörðun um að loka fimm sjúkrastofnunum í nágrenni Reykjavíkur Starfsfólk líknardeildar aldraðra á Landakoti mótmælir harðlega fyr- irhugaðri lokun á deildinni, en starfsfólkið hefur sent öllum al- þingismönnum bréf vegna þessa. Skorað er á þá að draga úr nið- urskurði gagnvart Landspítala. „Við lýsum furðu okkar og áhyggjum yfir þeirri ákvörðun að skerða þessa sérhæfðu, flóknu og viðkvæmu þjónustu sem hefur ver- ið byggð upp sl. 10-13 ár og er það hörð aðför að þjónustu við sjúka aldraða einstaklinga sem hafa bú- ið heima og hafa þunga einkenn- abyrði. Skerðing á þessari líkn- arþjónustu hefur keðjuverkandi áhrif á starfsemi fjölda deilda, eins og hjarta-, lungna- og krabba- meinslækningadeildar en fyrst og síðast höfum við áhyggjur af hin- um öldruðu einstaklingum sem eru í þörf fyrir sérhæfða einkenna- meðferð og umönnun.“ Aðför að þjónustu við aldraða STARFSMENN SENDU ÖLLUM ALÞINGISMÖNNUM BRÉF AÐVENTA 4 Glæsileiki aðventunnar, töfrandi vínakrar, kastalar og skógar er meðal þess sem umvefur okkur í þessari ljúfu aðventuferð til Þýskalands og Frakklands. Flogið verður til Frankfurt og síðan ekið inn í Svartaskóg til Oberkirch þar sem við gistum í 5 nætur. Förum í áhugaverðar skoðunarferðir, t.d. til Freiburgar með sínum einstaklega fallegu jólaskreytingum og ökum um Klukkuveginn í Svartaskógi. Einnig komum við til Nancy í Frakklandi, sem þekkt er fyrir barokkstíl sinn, til Strasbourg sem er höfuðborg Alsace héraðsins og ökum um hina svokölluðu „Vínslóð“ Alsace, þar sem við þræðum ótal falleg smáþorp. Síðustu 2 næturnar dveljum við í Mainz sem stendur við ána Rín. Borgin hefur upp á margt að bjóða og skartar miðbærinn fallegum jólamarkaði sem á sér 200 ára gamla sögu. Þar má einnig sjá einstaklega fallegan 11 metra háan jólapíramída sem prýddur er englum, jólasveinum og þekktum hetjum úr sögu Mainz. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 159.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgun- og kvöldverður, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Spör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar 28. nóv. - 5. des. Franskir og þýskir aðventutöfrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.