Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
✝ Ólöf BryndísSveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. desember 1921.
Hún lést á Selfossi
10. október 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Halldóra Brynjólfs-
dóttir, f. 17. októ-
ber 1895, d. 29.
apríl 1951, og
Sveinn Jónsson, f.
13. október 1893, d. 26. apríl
1938. Systkini Bryndísar sam-
mæðra eru: Sigurður Sig-
hvatsson, f. 13. júlí 1926, Ólafur
Þórir Sighvatsson, f. 30. maí
1929, d. 26. ágúst 2008, Einar
Sighvatsson, f. 7. maí 1931, d.
11. mars 2007, Ingunn Sighvats-
dóttir, f. 7. maí 1931 og Hjalti
Sighvatsson, f. 1. des. 1932.
Bryndís giftist Jóni I. Guð-
mundssyni, síðar yfirlög-
regluþjóni á Selfossi, f. 20. októ-
ber 1923, d. 22. apríl 2001, hinn
20. október 1944 og hófu þau
búskap á Selfossi, fyrst við
Kirkjuveg og síðan að Sunnu-
vegi 9. Synir Bryndísar og Jóns
eru: 1) Ingvar, f. 17. október
Kona hans er Aldís Anna Niel-
sen, f. 27. október 1967. Haukur
á fjögur börn: Friðjón, f. 6. júní
1986, d. 5. september 2005, Ey-
dísi, f. 27. október 1998, Elvar,
f. 30. nóvember 2000 og Ólöfu,
f. 12. júlí 2004.
Bryndís fluttist þegar hún
var á fjórða ári að Tóftum í
Stokkseyrarhreppi er móðir
hennar giftist Sighvati Ein-
arssyni bónda, f. 8. nóvember
1900, d. 7. febrúar 1991. Sig-
hvatur gekk Bryndísi í föð-
urstað og var hún á Tóftum öll
sín unglingsár. Hún naut barna-
skólamenntunar í sinni heima-
sveit og fór 18 ára í Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað þar sem
hún var við nám í tvö ár. Eftir
að Bryndís og Jón stofnuðu
heimili sitt á Selfossi sinnti hún
fyrst og fremst heimilisstörfum
og uppeldi sona sinna. Eftir að
synirnir stálpuðust fór hún að
vinna hjá Sláturfélagi Suður-
lands og vann þar allt til ársins
1991. Bryndís hafði yndi af
prjónaskap sem hún stundaði af
kappi meðan heilsan leyfði. Þá
sinnti hún garðrækt sem gaf
henni mikla lífsfyllingu. Ljóð-
elsk og minnug var hún með af-
brigðum og ófáar voru vísurnar
og kveðskapurinn sem hún
hafði á hraðbergi.
Útför Bryndísar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 15. október
2011, og hefst athöfnin kl. 11.
1945. Kona hans er
Þórdís Kristjáns-
dóttir, f. 26. októ-
ber 1946. Ingvar á
fjórar dætur: Bryn-
dísi, f. 14. janúar
1969, Guðnýju f.
13. mars 1975,
Dagrúnu, f. 22. júlí
1976 og Áslaugu, f.
14. febrúar 1981.
Ingvar á auk þess
átta barnabörn. 2)
Þórir, f. 31. október 1948. Hann
á þrjú börn: Jón Þór, f. 30. des-
ember 1972, Reyni, f. 23. desem-
ber 1974 og Guðrúnu Valdísi, f.
11. ágúst 1979. Þórir á auk þess
átta barnabörn. 3) Pálmi, f. 26.
júní 1955. Kona hans er Guðrún
Elíasdóttir, f. 8. mars 1954.
Pálmi á tvö börn: Evu Dís, f. 30.
nóvember 1978 og Róbert, f. 6.
ágúst 1981. Pálmi á auk þess
fimm barnabörn. 4) Guð-
mundur, f. 13. júlí 1961. Kona
hans er Áslaug Pálsdóttir, f. 15.
september 1958. Guðmundur á
tvö börn: Jón Ingiberg, f. 19.
október 1995 og Brynjar Pál, f.
18. nóvember 1997, d. 20. júlí
2003. 5) Haukur, f. 13. júlí 1964.
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver.
(höf. ók.)
Þessar línur eru úr uppáhalds-
kvæðinu hennar ömmu Bryndís-
ar. Hún kvaddi þegar haustlitirn-
ir skörtuðu sínu fegursta við
blátæra Ölfusána.
Amma var fyrirmyndarhús-
móðir og lagði mikið upp úr því að
hafa snyrtilegt hjá sér. Prjónarn-
ir voru ekki langt undan og marga
vettlingana og sokkana þáðum við
systurnar af henni. Hún var
heimakær og fannst lítið koma til
flakks fólks til annarra landa þó
svo að hún hefði farið utan á árum
áður í örfá skipti. Hún vakti
gjarnan athygli á því að alltaf
væri þetta nú sama sólin sem
jafnt skini á Ísland sem og á önn-
ur lönd og lítið væri upp úr utan-
landsferðum að hafa annað en
mengunina.
Hún vandaði um við okkur ef
við töluðum ekki rétt; að eitthvað
væri t.d. „rosalegt“ fannst henni
ekki passa og vitnaði þá í barna-
skólakennarann sinn Jarþrúði
Einarsdóttur því til stuðnings.
Amma sagði okkur líka sögur
eins og um hana Búkollu og Ein-
björn og Tvíbjörn, sem oft þurfti
að endurtaka því það var svo mik-
ið stuð í að ná kálfinum upp úr
brunninum.
Gott þótti að kíkja við á Sunnu-
veginum og sníkja sér í svanginn;
best var að fá pönnukökurnar,
„Sæmund“ eða kóngabrjóstsykur
fyrir heimferð. Áslaugu og Guð-
rúnu Þóris fannst fyndnast að
kíkja fyrst á glugga og gá hvort
amma væri heima, reyna að laum-
ast óséðar inn og koma ömmu að
óvörum. Oft var svo læðst í plötu-
spilarann og spilað „Á skíðum
skemmti ég mér…“ eða annað.
Stundum fengum við að fara í
flugferð með afa eða bíltúr með
þeim báðum t.d. í Selvoginn, og þá
var nú sælgætið ekki skorið við
nögl hjá ömmu. Við minnumst
einnig „pakkaíssins“ á jólunum og
kaffiboðsins eftir brennu á þrett-
ándanum með stórfjölskyldunni á
Sunnuveginum.
Takk fyrir okkur, elsku amma.
Guðný, Dagrún og
Áslaug Ingvarsdætur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Ég kveð Binnu með þakklæti í
hjarta fyrir alla þá vináttu og
tryggð sem hún sýndi mér alla tíð.
Ástvinum hennar votta ég inni-
lega samúð um leið og við kveðj-
um góða konu.
Guðný Hólm Birgisdóttir.
Bryndís
Sveinsdóttir
Kær systir og mágkona,
Lissý Björk Jónsdóttir, hefði
orðið 75 ára þann 16. okt. Af því
tilefni langar okkur að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Lissý fæddist á Sauðárkróki og
ólst þar upp í stórum systk-
inahópi, en hún var sú fjórða í
röðinni, bræðurnir voru þrír en
systurnar fjórar og er hún sú
fyrsta úr hópnum sem kveður
þetta líf. Móðirin, Sigurbjörg T.
Guttormsdóttir, lést árið 1952
aðeins 48 ára gömul og reyndi
því mjög á föðurinn, Jón S. Sig-
fússon, en hann var annálaður
dugnaðarmaður og kom hópn-
um sínum vel til manns á þess-
um erfiðu tímum. Hann lést
1987, 84 ára að aldri. Eldri
systurnar tvær, Hrafnhildur
Lissý Björk
Jónsdóttir
✝ Lissý BjörkJónsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 16. október
1936. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 10.
apríl 2011.
Útför Lissýjar
fór fram frá Árbæj-
arkirkju 20. apríl
2011.
Svava og Lissý
Björk, sem voru 17
og 15 ára, þegar
móðir þeirra dó,
tóku virkan þátt í
heimilishaldinu og
bræðurnir Gutt-
ormur Arnar og
Björn Haraldur
fóru ungir að vinna
fyrir sér. Yngri eru
Anna Soffía, Sigur-
laug og Viðar.
Snemma komu í ljós listræn-
ir hæfileikar hjá Lissý og var
hún við nám í skóla í Kaup-
mannahöfn, Haandarbejdets
Fremme 1957-59. Að loknu
námi gerðist hún kennari við
Barna- og unglingaskólann á
Sauðárkróki 1959-60 og 1962-
70. Hún var mjög vandvirkur
og fær kennari og sóttu nem-
endur hennar mjög í að koma
heim til hennar á Skógargötuna
til að fá tilsögn og aðstoð utan
skólatíma.
Hún eignaðist son 1959, Jón
Viðar Matthíasson, núv.
slökkviliðsstjóra höfuðborgar-
svæðisins, og lét hún sér mjög
annt um hann og fjölskyldu
hans alla tíð. Eiginkona Jóns
Viðars er Helga Harðardóttir
og eiga þau fjögur börn.
Lissý fluttist til Suðurnesja á
8. áratugnum og vann ýmis
störf. Síðustu árin bjó hún í
Kópavogi. Hún var mikil
prjónakona og nutu margir
góðs af.
Jón Viðar, sonur hennar, var
mörg sumur hjá okkur í Syðra-
Langholti, ljúfur drengur eins
og þeir vita sem til þekkja.
Blessuð sé minning Lissýjar
Bjarkar Jónsdóttur.
Hrafnhildur og Jóhannes.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Dóttir mín, eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KRISTRÚN HELGA M. WAAGE,
Brekkubæ 21,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á 11E krabba-
meinsdeild Landspítalans mánudaginn
10. október.
Útför fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 17. október
kl. 13.00.
Jarðsett verður í Hvammskirkjugarði í Dölum daginn eftir.
Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir,
Viðar G. Waage,
Bjarki V. Waage, Sveinbjörg Ólafsdóttir,
Smári V. Waage, María Sunna Einarsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
INGÞÓR HALLBERG GUÐNASON,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
í Fossvogi laugardaginn 8. október.
Útför hans verður frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 17. október kl. 15.00.
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Hulda Anna Arnljótsdóttir,
Björg Ingþórsdóttir, Garðar Halldórsson,
Ásdís Ingþórsdóttir, Axel Viðar Hilmarsson,
Alda Rún Ingþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við
fráfall og jarðarför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
BJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Stóru-Breiðuvík.
Halldór Árni Jóhannsson,
Jón Sigmar Jóhannsson, Róshildur Stígsdóttir,
Sigurgeir Jóhannsson, Ólöf María Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns og besta vinar, föður, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
HREINS ÞORVALDSSONAR
múrarameistara,
Kleppsvegi 82,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Sigurborg Jónasdóttir,
Eygló Ebba Hreinsdóttir, Sigurjón Grétarsson,
Hrafnhildur Hreinsdóttir,
Ingvar Hreinsson, Jóna Laufey Jóhannsdóttir,
Þorvaldur Hreinsson, Oddný Vala Kjartansdóttir,
Jóhanna Hrund Hreinsdóttir,
Ásgerður Jóna Flosadóttir, Jóhannes Gunnarsson,
Stefanía Þóra Flosadóttir, Halldór Þórhallsson,
Ellen Flosadóttir, Bolli Bjarnason,
Guðvin Flosason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SOFFÍA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
síðast til heimilis á
Dvalarheimili aldraðra
Borgarnesi,
lést miðvikudaginn 12. október.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 19. október
kl. 14.00.
Þóra H. Þorkelsdóttir, Björn Hermannsson,
Eva H. Þorkelsdóttir, Steinn Þór Jónsson,
Magnús E. Þorkelsson, Ólöf S. Gunnarsdóttir,
Ástmar L. Þorkelsson
og ömmubörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÍVAR BALDVINSSON,
Vallargerði 4B,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn
11. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 21. október kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta dvalarheimilið Hlíð
njóta þess.
Ómar Ívarsson, Hildur Alma Björnsdóttir,
Baldvin Leifur Ívarsson, Steiney Kristín Ólafsdóttir,
Hekla Björk Ívarsdóttir,
Ásgeir Vincent Ívarsson, Amanda Sjöfn Magnúsdóttir,
Ásgrímur Hervin Ívarsson,
afa- og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim
fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURBJÖRNS ÞORLEIFSSONAR
frá Langhúsum Fljótum,
Kleifartúni 15,
Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
Bryndís Alfreðsdóttir,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Hafþór A. Kolbeinsson,
Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ólafur Björnsson,
Birna M. Sigurbjörnsdóttir, Sigurgeir F. Þorsteinsson,
Þorlákur M. Sigurbjörnsson, Arnþrúður Heimisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar bestu þakkir til allra þeirra fjölmörgu
sem heiðruðu minningu
LEÓPOLDS JÓHANNESSONAR
við útför hans föstudaginn 1. júlí.
Við þökkum innilega vináttu, hlýhug og
samúð sem okkur hefur verið sýnd.
Með kærri kveðju til ykkar allra.
Olga Sigurðardóttir,
Magnús Leópoldsson,
Hallur Leópoldsson,
Jóhanna Leópoldsdóttir,
Sigurður Leópoldsson,
Margrét Leópoldsdóttir,
Þórhallur Björnsson,
Unnar Þór Gunnarsson,
María Sif Gunnarsdóttir
og fjölskyldur.