Austurland


Austurland - 23.12.1968, Síða 13

Austurland - 23.12.1968, Síða 13
JÓLIN 1968 AUSTURLAND 13 Málfundccfélagið Ausiri Framh. af 9. síðu. f’.mdar skipaði formaður ritnefnd fyrir næsta blað. En auk þess s'dpaði félagið yfiriitnefnd, er bera skyldi ábyrgð á því, að ekk- ert hneykslanlegt birtist í blað- inu. Hér var sem sé um ritskoð- rni að ræða. A. m. k. einu sinni stöðvaði ritskoðunin blaðið, vegna lcerskni í garð sumra manna, eins og Tómas orðaði það, en hann var höfuðpaurinn í ritnefnd þess blaðs. Á ýmsu valt um útgáfu Austra. Þó telst mér svo til, að út. hafi komið 23 tölublöð og þau lesin í heyranda hljóði á fundum félags- ins. Nú er Andvari sennilega týnd- ur og tröllum gefinn. En ef ein- hver skyldi vita til þess að hann væri enn til, ætti hann að láta vita af því, svo unnt sé að bjarga honum frá glötun. Sama er að segja um sveitarblað, sem gefið var út á undan Andvara, blað, sem ungmennafélag gaf út upp úr 1910, og blað, sem stúkan Nýja öldin gaf út fram á fjórða áratug aldarinnar. Öll voru blöð þessi l,esin upp á fundum, eða látin ganga manna á meðal. Er ekikert líklegra, en að í blöðum þessum leynist sögulegar heim- ildir, sem ekki er annars staðar að hafa og betra er að eiga en ekki. Að minnsta kosti eru iþessi blöð í sjálfu sér ekki ómerk heim- i!d um viðleitni manna til að draga úr fábreytni hversdagslífs- ins og hasla sér nýjan völl í meii’a eða minna ómeðvitaðri menningarviðleitni. Og nú skulum við snúa okkur að því, að rekja að nokkru af- skipti Austra af menningar- og framfaramálum þorpsins. Sjúkrasamlag stofnað Á fundi í félaginu 11. jan. 1919 var rætt um það, hvort Austri skyldi beita sér fyrir stofnun sjúkrasamlags í þorpinu. Fiuun- mælandi var Jón Rafnsson, eldri. Flutti hann svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum: „Fundurinn ályktar, að stofn- un sjúkrasamlags fyrir Nesþorp sé nauðsynleg og ký.s 5 manna nefnd til að sömja lög og reglur fyrir samlagið og leggja það fyr- ir félagsfund svo fljótt, sem hún sér sér fært“. I nefndina voru kosnir: Páll Gutt.ormsson, sem síðar tók sér ættarnafnið Þormar, Jón Rafns- son, Valdimar Valvesson, sem síð- ar tók sér ættamafnið Snævarr, Ingvar Pálmason og Sigdór Vil- hjálmsso.n, sem síðar tók sér ættarnafnið Brekkan. Á næsta fundi, 25. jan., skilaði nefndin svöhljóðandi áliti: „1. Vér leggjum til, að gerð verði tiliraun til að stofna sjúkra- sarnlag fyrir Neshrepp svo fljótt, sem ástæður leyfa. 2. Að í næsta mánuði boði fé- lagið til almenns umræðu- fundar um málið til þess að komast eftir fylgi við það og gangast fyrir stofnun satn- lagsins, ef næg þátttaka fæst“. Valdimar Valvesson Snævairr. Tillagan var samþykkt og nefndinni falið að gangast fyrir fundinum. Á fundi 22. febrúar var svo frá því skýrt, að almennur fundur hefði verið haldinn 14. s. m. og þar samþykkt að stofna sjúkra- samlag „og væri þar með málið afgreitt til fulls frá félagi voru". Svo reyndist þó ekki, að afskipt- um félagsins af sjúkrasamlaginu væri lokið, því enn átti það eftir að fjalla nokkrum sinnum um málið. Sjúkrasamlagið mun frá upp- hafi hafa átt erfitt uppdráttar og á Austrafundi 15. des. 1923 vakti Jónas Guðmundsson máls á því, hvort ekki mundi unnt að bjarga Sjúkrasamlagi Neshrepps frá því að leysast upp. Fékk það góðar undirtektir og var 3ja manna nefnd falið málið til meðferðar. Nefndin skilaði áliti 2. febrú- ar. Ek(ki lagði hún fram neinar tillögur við viðreisnar samlaginu — hefur kannski ekki talið því við bjargandi. En svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var með einu mótatkvæði, lagði nefndin fram: „Fundurinn skorar á háttvirta alþingismenn Suður-Múlasýslu, að beita sér fyrir því, að Alþingi semji þegar á þessu ári heimUd- arlög handa sveitarfélögum til að lcoma á hjá sér skyldusjúkra- tryggingum fyrir alla“. Sjúkrasamlagsnefndinni var falið að semja greinargerð með áskoruninni. Þarna var Austri alllangt á undan samtíð sinni. Ekki veit ég hvort þingmennirnir tóku málið upp, en ekki náði hugmyndin fram að ganga fyrr en rúmum áratug síðar. Á fundi 6. marz 1926 skoraði Austri á verklýðsfélagið að taka sjúkrasamlagsmálið upp á arma sína og 'helzt að gera félögum sínum -að skyldu að vera í sam- laginu, og á fundi 14. nóv. s. á. var skýrt frá því, að nefnd, sem verklýðsfélagið hefði kosið, hefði enn ekki athugað málið. Kaus Austri þá enn nefnd til að halda málinu vakandi og eru það síð- ustu afskipti félagsins *af málinu, enda átti það þá skammt. ólifað. En það er af samlaginu að segja, að það leystist upp. Félagsheimili Á fundi í Austra 25. jan. 1919 kvaddi sér hljóðs Lúðvík Sig- urðsson og flutti fnamsöguræðu um fundarhús. Um málið urðu síðan fjörugar umræður og að þeim loknum samþykkt með 15:2 atkv. svohljóðandi tillaga frá Birni Björnssyni: „Fundurinn ákveður að skora á öll stairfandi félög hér í þorp- inu og hreppsnefnd, að koma saman á fund I vetur til að ræða um byggingu samkomuhúss hér í kaupstaðnum“. Hér er í rauninni komin al- sköpuð hugmyndin um félags- heimili, þótt enn væri langt þar til hún kæmist til framkvæmda. Lúðvík Sigurðsson, framsögumaður um félagsheimili. Tómas segir svo í fundargerð- inni: „Voru sumir, sem ekkert skyldu í hvað hreppsnefndin ætti að gera á þennan fund, því ekki hafði verið gert ráð fyrir því í umræðunum, að hreppurinn legði fé til hússins". En þetta fór á annan veg, þegar loks kom til fr-amkvæmda aldar.þriðjungi síð- ar. Á fundi 22. febrúar var svo skýrt frá því, að félögum í þorp- inu hefði verið sent bréf varðandi fundarhúsið í samræmi við álykt- un næsta fundar á undan. Daginn eftir, 23. febr., var svo haldinn aukafundur í Austra. — Voru þar mættar stjómir kven- félagsins, Lifrarbræðslufélagsins og Fiskifélagsins svo og hrepps- nefndin til þess að ræða um sam- komuhússmálið. Lúðvík Sigurðsson tók fyrstur til máis. Benti hann á, að þar sem þorpið væri á framfaraleið, þyrftu þorpsbúar að taka hönd- um saman til að láta eitthvað eftir sig liggja. Minnti hann á, að ýmis kauptún væru nú komin fram úr Nesþorpi í byggingu samkomuhúsa. Um málið urðu miklar umræð- ur, en að lokum var samþykkt að setja á stofn 7 manna nefnd skip- aða af félögunum, til þess að annast allar framkvæmdir í sam- komuhússmálinu. Ekki var hreppsnefnd ætluð nein aðild að nefndinni. Er nú hljótt um málið um skeið og mun lítið hafa orðið úr störfum 7-manna nefndarinnar. En á Aust.rafundi 17. des. 1921 er málið enn á dagskrá og þá samþýkkt að skipa 3ja manna nefnd til þess að rannsaka með hverju móti heppilegast verður að byggja samkomuhús fyrir hreppinn og gera áætlun um til- högun byggingarinnar og kostn- að. Komst nú nokkur skriður á málið og á fundi 16. des. 1922 gerði nefndin grein fyrir störf- um sínum og lagði fram teikn- ingu, sem hún hafði látið gera af samkomu- og skólahúsi. Þá gerði nefndin grein fyrir fundi, sem hún hafði haldið með stjómum Lifrarbræðslufélags Norðfirðinga, Kvenfélagsins Nönnu, stúkunnar Nýja öldin og Verklýðsfélags Norðfjarðar, svo og hreppsnefnd og skólanefnd Neshrepps. Fund- argerð þess fundar er á lausu blaði í gjörðabók Austra. Lagði nefndin á þeim fundi fram upp- drátt sinn, en hann gerði ráð fyrir að byggð yrði við skólahús hreppsins, núverandi sjómanna- stofu, tvílyft viðbygging og jafn- framt skyldi byggð hæð ofan á húsið. Stjórnirnar féllust á upp- dráttinn og samþykktu áskorun til hreppsnefndar að vinna eftir megni að byggingu samkomu- og skólahúss eftir uppdrættinum, þegar á næsta ári. Taldi nefnd Austra, en fyrir henni var Ólafur Gíslason, verzl- unarstjóri, sig nú hafa lokið störfum og málið í höndum hrepps.nsfndar. Þó var nefndinni faiið að afgreiða málið til hrepps- nefndar. Hreppsnefndin hélt svo fund um málið 8. jan. 1923 eftir beiðni samkomuhússnefndar Austra, sem mætt var á fundinum. Þar var einnig skólanefndin mætt. Ólafur Gíslason hafði orð fyr- ir nefndinni og lagði fram teikn- inguna, sem nú má sjá að gert, hefur Sigurður Hannesson, og hafði hún kostað 100 krónur..

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.