Morgunblaðið - 28.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  253. tölublað  99. árgangur  EINHVER DÝNAMÍK Á MILLI HLJÓM- SVEITARMEÐLIMA GÆÐAMATUR OG STEMNING ER Í DRAUMA- STARFINU SEM KONDITOR 32 SÍÐNA AUKABLAÐ UM JÓLAHLAÐBORÐ VALINN BAKARI ÁRSINS 10NÝ PLATA FRÁ REYKJAVÍK! 38 KJARADAGAR Notaðir bílar á góðu verði. Sérstök kjör á völdum bílum og frábærir lánamöguleikar. Opið til kl. 20. Morgunblaðið/Kristinn Gæsla Að óbreyttu mun engin þyrla sinna sjóbjörgun utan 20 mílna eftir áramót.  Gengið verður á ríkisstjórnar- fundi í dag frá fjármögnun vegna leigu á björgunarþyrlu eftir ára- mótin, að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins. TF Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, fer þá í klössun og ljóst að neyðarástand gæti skapast ef ekki yrði nein þyrla til taks yfir vetrarmánuðina. „Það sem núna þarf að koma til er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fjárveitingu á næsta ári til að leigja þyrlu. Undan því verður ekkert vik- ist,“ sagði Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra. Hann segir að fram til þessa hafi ekki borist nógu hagstæð leigutilboð. »2 Hyggjast samþykkja leigu á björgunar- þyrlu í stað TF Líf Góð afkoma » Afkoman er almennt góð, að sögn Adolfs Guðmundssonar, formanns LÍÚ. » Verð er hátt á flestum afurð- um. Heildarafli hefði aukist í fyrra og ljóst að tekist hefði að byggja upp þorskstofnana. » En hann sagði að forsætis- ráðherra væri í „heilögu stríði“ við atvinnugreinina. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi að lögum óbreytt mun það hafa í för með sér neikvæð áhrif á sjóðstreymi í sjávarútveginum upp á 320 milljarða króna næstu 15 árin. Þetta kom með- al annars fram í erindi Þorvarðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra endurskoðunarfyrirtækisins Delo- itte, á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ) sem hófst í gær, þar sem hann greindi frá niðurstöðum úr nýrri viðamikilli skýrslu sem fyrirtækið hefur unnið fyrir LÍÚum áhrif frumvarps stjórn- valda á starfandi sjávarútvegsfyrir- tæki. Þorvarður sagði að ef núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi yrði áfram við lýði yrði sjóðstreymið í sjávarút- vegi jákvætt um 150 milljarða á tíma- bilinu samkvæmt sjóðstreymisspá Deloitte sem þýddi að fyrirtæki innan hans gætu vel staðið undir skuldbind- ingum sínum, en yrði hins vegar nei- kvætt um 170 milljarða næði frum- varp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Ljóst væri að frumvarpið hefði stórskaðleg áhrif á sjávarútveg- inn. Þá kom ennfremur meðal annars fram í máli Þorvarðar að sjávarútveg- urinn væri sú atvinnustarfsemi hér á landi sem notið hefði langminnstra afskrifta af hendi þriggja stærstu bankanna á árunum 2009 og 2010. MLeiddi til fjöldagjaldþrots »6 320 milljarðar í mínus  Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytta fiskveiðistjórnun hefði neikvæð áhrif á sjóðstreymi í sjávarútveginum upp á 320 milljarða króna á næstu fimmtán árum Frumvarp Slæm áhrif á útveginn. Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman sagði örðugt að sjá hvernig upptaka evr- unnar hefði átt að bjarga einhverju í kjölfar krepp- unnar en Íslendingar hefðu notið sveigjanleika krón- unnar við að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Krugman var einn ræðumanna á ráðstefnu stjórnvalda og Al- þjóðgjaldeyrissjóðins í Hörpu en þar var fjallað um hvaða lærdóm megi draga af efnahagskreppunni og verkefnin framundan. Willem Buiter, aðalhagfræðing- ur Citigroup, hvetur hins vegar Íslendinga til að taka upp evruna á meðan Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times, tekur undir með Krugman og hvetur Íslendinga til að hugsa vandlega um evruna. „Ef þið farið á evrusvæðið eruð þið að ganga í Þýskaland.“ Joseph Stiglitz, prófessor við Columbia-háskóla, kom hins vegar inn á niðurskurð stjórnvalda í kjölfar hruns og taldi hann óþarflega mikinn. Ísland hafi hins vegar gert rétt í Icesave-málum. Ræðumenn komu einnig inn á gjaldeyrishöft og voru á öndverðum meiði um gildi þeirra. sigrunrosa@mbl.is Evran hefði ekki bjargað  Ísland fór rétt að við lausn Icesave, segir Stiglitz Bleika slaufan var í aðalhlutverki á skemmtun Krabbameinsfélagsins sem bar nafnið Bleika konukvöldið og var haldin í Hörpu í gærkvöldi, hér rammar bleikur, slaufulagaður ís inn andlit- ið á einum þátttakandanum. Fjöldi landsþekktra listamanna kom fram á skemmtuninni. Ísköld og bleik slaufa í Hörpu Morgunblaðið/Kristinn  Steinþór Páls- son, bankastjóri Landsbankans, skaut föstum skotum á stjórn- málamenn í er- indi sínu á aðal- fundi LÍÚ í gær og sagði hann óeðlilegt að ríkið ætti mikinn meirihluta í bankanum. Eignarhlut- inn ætti ekki að vera meira en u.þ.b. þriðjungur en ríkið á nú 87% hlut. Við þessar aðstæður væri alltaf hætta á að stjórnmálamenn færu að skipta sér með óeðlilegum hætti af rekstrinum. Í ljósi atburða síðustu vikur vissi hann ekki hvenær hann gæti fengið furðuleg bréf og vísaði þar til afskipta stjórnmálamanna af Bankasýslu ríkisins undanfarnar vikur. »6 Gæti fengið send „furðuleg bréf“ Steinþór Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.