Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Fyrir viku vísaði forstjóri Lands-virkjunar því eindregið á bug
að fyrirtækið hefði verið beitt póli-
tískum þrýstingi varðandi álver á
Bakka.
Þegar horft vartil þróunar og
niðurstöðu þess
máls, afstöðu rík-
isstjórnarinnar til
uppbyggingar stór-
iðju og ekki síst
hagsmuna Landsvirkjunar var
þessi yfirlýsing forstjórans ekki
mjög trúverðug.
Og eftir að stjórn og nýráðinnforstjóri Bankasýslunnar hafa
sagt af sér vegna pólitísks þrýst-
ings verða efasemdirnar um trú-
verðugleika þessara orða enn
meiri.
Hvers vegna ætti ríkisstjórn,sem grípur fram fyrir hendur
stjórnar sem er sérstaklega valin til
að tryggja svokallaða armslengd,
að hlífa Landsvirkjun við þrýstingi?
Og hver trúir því að innan rík-isstjórnarinnar telji menn rík-
ari hagsmuni að stöðva ráðningu
eins forstjóra en að stöðva stóriðju?
Andstaðan við stóriðjuna er málsem sumir stjórnarliðar hafa
gert að meginþema lífs síns. Óhugs-
andi er að þeir reyni ekki að þrýsta
á um að stóriðja verði stöðvuð.
Í Bankasýslumálinu afhjúpaði rík-isstjórnin sig enn einu sinni.
Hún staðfesti að hún velur hand-
stýringuna þegar nokkur kostur er.
Stundum er það gert í laumi. Íönnur skipti eru afskiptin uppi
á yfirborðinu en um leið neitað. En
þau eru alltaf til staðar.
Hörður Arnarson
Ótrúverðug kenn-
ing um sjálfstæði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.10., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 2 rigning
Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað
Vestmannaeyjar 6 skýjað
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 9 alskýjað
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 8 þoka
Stokkhólmur 8 alskýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 11 skýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 12 skúrir
París 16 heiðskírt
Amsterdam 15 heiðskírt
Hamborg 10 skýjað
Berlín 12 léttskýjað
Vín 10 alskýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 10 þrumuveður
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 13 skýjað
Winnipeg -1 þoka
Montreal 3 alskýjað
New York 10 alskýjað
Chicago 6 alskýjað
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:58 17:26
ÍSAFJÖRÐUR 9:14 17:20
SIGLUFJÖRÐUR 8:57 17:03
DJÚPIVOGUR 8:30 16:53
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Bókanir í flug WOW air, nýs flug-
félags í meirihlutaeigu fjárfest-
ingafélags Skúla Mogensen, Títan,
hefjast í næstu viku en flogið
verður frá og með næsta vori til
áfangastaða í Evrópu. Samningar
við kanadískan flugrekanda um
leigu á Boeing-þotum eru á loka-
stigi en samkvæmt heimildum er
téð fyrirtæki „fremst á sínu sviði“.
Flugfélagið, sem einnig er í
eigu Matthíasar Imsland og Bald-
urs Baldurssonar, framkvæmda-
stjóra félagsins, auglýsti í gær eft-
ir fólki í fjórar stjórnunarstöður;
þjónustustjóra, forstöðumanni
flugumsjónar, forstöðumanni
tekjustýringar og forstöðumanni
tölvudeildar. Auk þess var auglýst
eftir flugliðum og er ætlunin að
ráða nokkra tugi til þeirra starfa
til að byrja með. Önnur störf
verða auglýst þegar nær líður
vori.
Höfuðstöðvar WOW air verða
á Íslandi en enn hefur ekki fengist
uppgefið hverjir áfangastaðir þess
verða til að byrja með, né heldur
fjöldi þeirra. Í atvinnuauglýsingu
flugfélagsins, sem finna má á Fa-
cebook-síðu þess, var þó tekið
fram að gerðar væru kröfur um
íslensku-, ensku- og dönskukunn-
áttu auk viðunandi valds á þýsku
og frönsku.
WOW air hefur sig til flugs
Ráða nokkra tugi flugliða til að byrja
með Bókanir hefjast í næstu viku
WOW Flugfélagið hyggst ráða
nokkra tugi flugliða á næstunni.
Andri Karl
andri@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í
gær tvo karlmenn, Ríkharð Júlíus
Ríkharðsson og Davíð Frey Rúnars-
son, í þriggja og hálfs árs og þriggja
ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og
stórfellda líkamsárás. Um er að
ræða svonefnd Black Pistons-mál en
mennirnir eru foringi og meðlimur
samtakanna. Þeim er að auki gert að
greiða fórnarlambi sínu, ungum
karlmanni, rúmlega 1,5 milljónir
króna. Þá var 17 ára piltur dæmdur í
hálfs árs fangelsi fyrir hlut sinn.
Dómurinn taldi sannað með stoð í
gögnum og vætti vitna að Ríkharð og
Júlíus hefðu gengið svo illa í skrokk
á fórnarlambi sínu að um stórfellda
líkamsárás væri að ræða.
Þegar kom að frelsissviptingunni
taldi dómurinn á að þótt unga mann-
inum hefði hvorki verið líkamlega
haldið né hann bundinn eða lokaður
inni, frá kvöldi 10. maí sl. og fram á
11. maí, hefði hann verið ófrjáls ferða
sinna allan þann tíma og að ákærðu
hefðu allir átt hlut að því að svipta
hann frelsi sínu með því að brjóta
niður mótstöðuþrek hans og lama
hann af hræðslu með endurteknu of-
beldi, ógnunum og hótunum.
Lömuðu fórnar-
lamb af hræðslu
Black Pistons-menn dæmdir í gær
Black Pistons-málið
» Mennirnir þrír voru ákærðir
fyrir frelsissviptingu og tilraun
til ráns. Tveir þeirra að auki
fyrir stórfellda líkamsárás.
» Sakfellt var bæði fyrir lík-
amsárásina og frelsissvipt-
inguna en mennirnir sýknaðir
af tilraun til ráns.
Matthías Imsland, fyrrverandi
forstjóri Iceland Express, hefur
gefið fullnægjandi skýringar á
þeim atriðum sem félagið taldi
að ekki hefði verið rétt að stað-
ið við færslu bóhalds félagsins,
segir í tilkynningu frá flugfélag-
inu.
Í lögbannsbeiðni Iceland Ex-
press gegn Matthíasi kom fram
að honum hefði verið sagt upp
störfum fyrir að hafa „fegrað“
bókhald félagsins en í tilkynn-
ingunni segir að hann hafi á
fundi getað gefið fullnægjandi
skýringar á þessum atriðum og
því verði ekki frekari eftirmál
vegna þessa hluta ágreinings
aðila.
Gaf fullnægj-
andi skýringar
LÖGBANNSBEIÐNI
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,34% í október sem þýðir að verð-
bólga síðustu 12 mánaða mælist nú
5,3%. Þetta er aðeins minni verð-
bólga en í september en verðbólga í
upphafi ársins mældist 1,8%.
Mestu breytingarnar í október
eru þær að bensín lækkaði í verði en
fatnaður og skór hækkuðu í verði.
Ef horft er til verðlagsbreytinga
það sem af er þessu ári hafa innlend-
ar búvörur án grænmetis hækkað
um 9,3%, en innfluttar mat- og
drykkjarvörur hafa lækkað í verði
um 0,2%. Aðrar innfluttar vörur hafa
hins vegar hækkað í verði um 7,1%.
Innlent og innflutt grænmeti hefur
lækkað í verði um 8,6%. Húsnæðis-
liður vísitölunnar hefur hækkað um
7%. Opinber þjónusta hefur hækkað
um 5%.
Hagstofan birtir næstu mælingu á
vísitölu neysluverðs eftir mánuð og
eru allgóðar líkur á að 12 mánaða
verðbólgan mælist þá enn lægri
vegna þess að talsvert mikil hækkun
varð í október í fyrra, en sú mæling
dettur út í næsta mánuði.
Í síðasta mánuði mældist verð-
bólga í Evrópusambandinu 3%. Að-
eins eitt land í Evrópusambandinu
er með álíka mikla verðbólgu og Ís-
land, en það er Eistland. Þar mæld-
ist 5,4% verðbólga í september.
egol@mbl.is
5,3% verðbólga
Aðeins eitt land í Evrópusambandinu
er með álíka mikla verðbólgu og Ísland
Morgunblaðið/Frikki
Olía Verð á bensíni lækkaði í októ-
ber eftir talsverða hækkun á árinu.