Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Sigurgeir Scheving
leikstjóri lést á Heil-
brigðisstofnun Vest-
mannaeyja mánudag-
inn 24. október síðast-
liðinn, 76 ára að aldri.
Sigurgeir fæddist í
Vestmannaeyjum 8.
janúar 1935, sonur
hjónanna Páls Schev-
ing og Jónheiðar
Steingrímsdóttur
Scheving.
Sigurgeir ólst upp á
Hjalla í Vestmanna-
eyjum. Hann lauk
landsprófi frá Héraðs-
skólanum á Skógum og prófi frá
Samvinnuskólanum á Bifröst. Sig-
urgeir fékk leiklistina í æð með móð-
urmjólkinni og fór í Leiklistarskóla
Ævars Kvaran. Einnig sótti hann
fjölmörg námskeið bæði heima og
erlendis í leiklist og leikstjórn. Hann
starfaði sem bílstjóri og kaupmaður
fyrstu starfsár sín en leiklistin stóð
honum alltaf nærri og starfaði hann
mikið að leiklist.
Sigurgeir steig fyrst á
leiksvið hjá Leikfélagi
Vestmannaeyja 1949
þegar hann var 14 ára.
Hann lék síðan í fjöl-
mörgum uppfærslum og
aðallega hjá Leikfélagi
Vestmannaeyja. Einnig
lék hann í kvikmyndum
og aðstoðaði við leik-
stjórn þeirra. Síðar var
það fyrst og fremst leik-
stjórnin sem átti hug
hans allan. Sem leik-
stjóri setti hann á svið
meira en 60 leikverk hjá
leikfélögum víða um
land. Þar með talin eru frumsamin
verk og verk samin í félagi við aðra.
Á sumrin starfaði Sigurgeir við kvik-
myndasýningar í Vestmannaeyjum
og við ferðaþjónustu hin síðari ár.
Eftirlifandi eiginkona Sigurgeirs
er Ruth Zolen. Hann eignaðist þrjú
börn og tvö stjúpbörn.
Útför Sigurgeirs fer fram frá
Landakirkju laugardaginn 29. októ-
ber klukkan 11.00.
Andlát
Sigurgeir Scheving
Nýtt-Nýtt
Dömubuxur
Verð kr. 5.900.-
Litir: Svart, brúnt og blátt
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
HERRAKRINGLAN /DÖMU & HERRASMÁRALIND
Nýjar flottar
haustvörur.
Peysa
14,900
Pallíettu toppur
14,900
Borgardekk
Jólafötin
streyma inn
Vertu vinur á Facebook, Iana Reykjavík
Kjóll kr. 6.195
Sokkabuxur frá kr. 1.490
Laugavegi 53, s. 552 3737 – Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Mikið úrval af
jólagjöfum og
sængurgjöfum
Landsfundur VG
hefst í dag
Landsfundur Vinstri grænna fer
fram í Hofi á Akureyri um helgina.
Fundurinn hefst klukkan 16.
Klukkan 17.30 hefst opnunarhátíð
fundarins og þar heldur Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
flokksins, ræðu sína. Í kvöld verða
svo almennar stjórnmálaumræður.
Í fyrramálið fer fram kosning
formanns, varaformanns og ann-
arra stjórnarmanna. Fundinum lýk-
ur á sunnudaginn með afgreiðslu
ályktana.
Morgunblaðið/Golli
VG Frá síðasta landsfundi.
LEIÐRÉTT
Félagið með
lögbannskröfuna
Vegna fréttar í blaðinu í gær af lög-
bannskröfu á hendur Matthíasi Ims-
land, fv. forstjóra Iceland Express,
skal það leiðrétt að aðaleigandi fé-
lagsins, Pálmi Haraldsson, leggur
kröfunar ekki fram í eigin nafni
heldur félagið sjálft, Iceland Ex-
press. Beðist er velvirðingar á mis-
herminu.
- nýr auglýsingamiðill