Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 14

Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Á 25 ára afmælishófi Lagnafélags Íslands var Kristján Ottósson út- nefndur heiðursfélagi. Forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Kristjáni heiðursskjöldinn. Útnefning Kristjáns er viður- kenning fyrir þrautseigju hans og þolinmæði við að halda málefnum lagnamanna á lofti sem og baráttu hans fyrir faglegri umræðu þvert á fagsvið. Einnig fyrir frumkvöðla- starf við stofnun og rekstur Lagna- félags Íslands og Lagnakerf- ismiðstöðvar Íslands. Við sama tækifæri veitti stjórn félagsins konu Kristjáns, Þóru Haf- dísi Þórarinsdóttur, gullmerki þess. Skrifstofa Lagnafélags Íslands hefur frá upphafi verið verið rekin á heimili þeirra hjóna. Formaður félagsins er Guðni Jóhannesson. Hjón heiðruð Í tilefni Alheimsdags psoriasis verður opið hús í Bláa lóninu, Lækningalind, frá kl. 09.00-16.00 laugardaginn 29. október. Talið er að 125 milljónir manna þjáist af þessum sjúkdómi. Fjölbreytt og fræðandi dagskrá verður í boði. Meðal annars verð- ur boðið upp á nudd frá kl. 10.30- 12.30. Þá flytur Steingrímur Dav- íðsson húðlæknir erindi sem ber heitið: Nýgreindur psoriasis, með- ferðarrúrræði. Kynning á starf- semi SPOEX hefst kl. 14.00 og mun Albert Ingason formaður kynna starfsemi samtakanna. Al- heimsdagur psoriasis er haldinn hinn 29. október ár hvert. Mark- mið dagsins er að fræða fólk um psoriasis-sjúkdóminn og áhrif hans á líf fólks. Dagskrá í Bláa lón- inu á alheimsdegi Dr. Henry Petroski, prófessor í byggingarverkfræði og sagnfræði við Duke-háskólann í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Ís- lands laugardaginn 29. október kl. 14. Í tilkynningu segir að hann sé margverðlaunaður vísindamaður og þekktur fyrir að skýra verk- fræðilega hönnun og nýsköpun á aðgengilegan hátt. Dr. Petroski hefur skrifað á ann- an tug bóka um verkfræði og hönn- un. Verkfræðifyrirlestur Laugardaginn 29. október mun Daði Már Krist- ófersson, dósent í náttúru- auðlinda- hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands, ganga um Heið- mörkina og tala um verðmæti náttúrunnar. Gangan hefst við El- liðavatnsbæinn kl. 14:00. Á aldarafmæli Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Ís- lands höndum saman og standa fyrir reglulegum gönguferðum á afmælisárinu. Reynsla og þekking leiðsögumanna Ferðafélagsins og þekking kennara og vísinda- manna háskólans blandast þar saman. Boðið í gönguferð um Heiðmörkina STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og er veiði leyfð í alls níu daga þetta haustið. Það eru helmingi færri dag- ar en leyft var að veiða í fyrra. Um 550 skotveiðimenn höfðu pantað veiðikort hjá Umhverfis- stofnun það sem af var þessum októ- bermánuði, að sögn Bjarna Páls- sonar, deildarstjóra á sviði náttúru- auðlinda. Rætt var við hann um hádegið í gær, síðasta dag fyrir rjúpnaveiði. Í fyrra afgreiddi Um- hverfisstofnun um 800 veiðikort í október fram að rjúpnaveiði sem þá hófst 29. október. Eftirspurnin er því heldur minni nú en í fyrra. Bjarni segir að venjulega sé mikill erill við útgáfu veiðikorta þegar dregur að veiðitímabili rjúpu. Það er ákveðin vísbending um að sumir skotveiðimenn stundi einungis rjúpnaveiðar og sæki um veiðikortið þeirra vegna. Talið er að 5-6 þúsund skotveiðimenn gangi til rjúpna á hverju ári. Rafræn veiðidagbók verður sett upp á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) og hvatti Bjarni veiði- menn til að skrá þar veiði sína. Rjúpnaskyttur eru hvattar til að sýna hófsemi við veiðarnar. Veiðiþol rjúpunnar er 31.000 fuglar sam- kvæmt mati Náttúrufræðistofnunar. Það eru að jafnaði um 5-6 fuglar á mann miðað við fjölda veiðimanna. Leyft verður að veiða í dag, á morgun, laugardag, og fram á sunnudag 30. október. Svo verður leyft að veiða rjúpur um þrjár helgar í nóvember, það er 5.-6. nóvember. Ekki er leyfð veiði helgina 12.-13. nóvember. Hún er svo aftur leyfð helgarnar 19.-20 nóvember og 26.-27 nóvember. Sölubann og friðun Sölubann gildir á rjúpu og rjúpnaafurðum. Einnig er bannað að veiða rjúpu á svæði sem nær frá Reykjanesi og austur í Ölfus og upp í Hvalfjörð eins og sjá má á korti. Rjúpnaveiðin byrjar í dag  Leyft verður að veiða rjúpu í níu daga í haust  Veiðimenn eru hvattir til að gæta hófsemi við veiðar  Áfram gildir sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum Morgunblaðið/Sverrir Rjúpur Veiði er leyfð í níu daga. Griðlandið Nú líkt og mörg undanfarin ár eru rjúpnaveiðar bannaðar á Reykjanesi og austur í Ölfus, upp að Þingvöllum og þaðan í Hvalfjörð. Slysavarna- félagið Landsbjörg bendir á það að færri rjúpna- veiðidagar nú en áður geti valdið mikilli ásókn veiðimanna í veiðilendur. Þetta geti einnig valdið því að veiðimenn fari frekar til veiða í tvísýnu veðri en að missa af veiðideginum. Félagið hvetur rjúpnaveiði- menn til að gæta að örygginu við rjúpnaveiðar. Bent er á síð- una www.safetravel.is í því sam- bandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg segir að undanfarin ár hafi björgunarsveitir ítrekað verið kallaðar út til að leita að rjúpna- veiðimönnum en sem betur fer hafi slíkum leitum farið fækk- andi. Hætt við meiri ásókn ÖRYGGI Á VEIÐUM Gæta þarf öryggis á rjúpnaveiðum Mikið var um dýrðir í Áslandsskóla í Hafnarfirði í gær í tilefni 10 ára afmælis skólans. Dagurinn hófst á afmælismorgunstund á sal skólans. Þar bauð Leifur S. Garðarsson skólastjóri nemendur og gesti velkomna og heiðraði þá tvo starfsmenn skólans sem starfað hafa við hann frá upphafi, Guðrúnu Benediktsdóttur skólaliða og Jennýju Berglindi Rúnarsdóttur enskukennara. Því næst stigu félagarnir í hljómsveitinni Pollapönk á svið og fluttu m.a. nýjan skólasöng Áslandsskóla. Lagið samdi einn meðlima hljóm- sveitarinnar og formaður Félags leikskólakenn- ara, Haraldur Freyr Gíslason, og textann gerði Leifur skólastjóri. Í hádeginu snæddu nemendur og starfsfólk saman veislumat að hætti Gunnars, kokks skólans. Á boðstólum var hamborgar- hryggur með kartöflum og öðru meðlæti. Þegar nemendur höfðu spriklað af sér hamborgar- hrygginn var boðið upp á afmælisköku og mjólk. Nemendur og starfsmenn voru spariklæddir og í spariskapi í gær og að sögn Leifs var starfs- fólk skólans afar stolt af nemendum fyrir frá- bæra framkomu og hegðun, þennan dag sem aðra. Mikið um dýrðir í Áslandsskóla í Hafnarfirði í gær í tilefni 10 ára afmælis skólans Pollapönk frumflutti nýjan skólasöng Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á sjötugsaldri til að selja kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hverf- isgötu í Reykjavík. Ástæðan er m.a. sú að nágrannar konunnar hafa lengi þurft að glíma við gríðarlegan óþrifnað sem frá híbýlum hennar hefur stafað. Konan eignaðist íbúðina árið 1984, en hún er 30 fermetrar og ósam- þykkt. Húsfélagið í fjölbýlishúsinu höfðaði málið gegn konunni og krafðist þess að fá viðurkennda skyldu konunnar til að selja íbúðina. Hélt húsfélagið því fram að konan safnaði hjá sér geysimiklu magni af heimilissorpi, bæði inni í íbúðinni og einnig í sameign, þar á meðal á sam- eiginlegri lóð fjöleignarhússins. Þessari söfnunaráráttu konunnar hefðu fylgt frekari vandkvæði, eink- um mikil ólykt en einnig meindýr, öðrum íbúum hússins til ama þannig að ólíðandi væri. Nágrannar konunnar höfðu nokkrum sinnum kallað til lögreglu vegna hátternis hennar en einnig höfðu Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur, byggingarfulltrúi borgarinnar, borgarlæknir, Landlæknisembættið og aðrir opinberir aðilar afskipti af málefnum konunnar. Í dómnum kom fram, konunni var bönnuð búseta í íbúðinni um ótiltek- inn tíma árið 2000. Þá var íbúðin hreinsuð og rusli mokað í 170 rusla- poka. Árið 2005 urðu íbúar hússins varir við að konan fór að venja kom- ur sínar á ný í kjallarann og virtist ruslsöfnun hafin að nýju. Íbúðin var hreinsuð að nýju árið 2009 og var ljóst á þessum tímapunkti að bráð eldhætta stafaði af ruslsöfnun og öðrum óþrifnaði sem skapað hefði ótvíræða hættu fyrir aðra íbúa. Dæmd fyrir sóðaskap  Rusl fyllti 170 stóra poka í íbúð sem er um 30 fermetrar  Héraðsdómur gerði eiganda íbúðar skylt að selja hana Hæstiréttur kveður upp dóma í ellefu málum sem tengjast falli gömlu viðskiptabankanna í dag klukkan tvö. Í málunum er tekist á um rétt- mæti neyðarlaganna en héraðs- dómur úrskurðaði að þau héldu. Neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu í október árið 2008 og gera það að verkum að innistæðueigendur njóta for- gangs við uppgjör á þrotabúum bankanna. Staðfesti Hæstiréttur dóm hér- aðsdóms rennur meirihluti fjár- muna þrotabús Landsbankans til hollenskra og breskra stjórn- valda. Neyðarlaga- dómar í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.