Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Niðurstöðum leiðtogafundar Evr-
ópusambandsins vegna skulda-
kreppunnar á evrusvæðinu var fagn-
að í gær með miklum lúðrablæstri á
mörkuðum. Fögnuðurinn sem
braust út var hinsvegar ekki til
kominn vegna þess að leiðtogarnir
legðu fram fullmótaða áætlun um
lausn vandans sem þykir trúverðugt
að hrint verði framkvæmd. Fyrst og
fremst er um að ræða viðbrögð við
þeirri niðurstöðu að ESB hefur tek-
ið veigamikil skref í átt að aðgerðum
sem þykja raunhæfari en þær sem
áður hafa verið boðaðar. Auk þess
hafa boðaðar aðgerðir vakið upp
áleitnar spurningar sem nú brennur
á fjárfestum hvernig verða útfærð-
ar.
Leiðtogafundurinn tilkynnti sam-
komulag sem mun fela það í sér að
kröfuhafar gríska ríkisins úr einka-
geiranum fallist sjálfviljugir á að
afskrifa 50% af grískum ríkis-
skuldabréfum. Sérfræðingar eru
sammála um að þetta sé framfara-
spor frá samkomulaginu í sumar
sem miðaði við afskriftir á um
fimmtungi skulda gríska ríkisins.
Taki meirihluti evrópskra banka
þessu tilboði, því fylgja ýmsar
ívilnanir af hálfu yfirvalda, mun
það kosta evrópska bankakerfið
um 100 milljarða evra. Þessi áætl-
un miðar við að hlutfall skulda
gríska ríkisins af landsframleiðslu
farið niður í 120% á næstu ár-
um. Margir hafa hinsvegar efa-
semdir um að gríska hagkerf-
ið standi undir því, en
skuldahlutfallið var það
sama þegar ríkissjóður
landsins rambaði á barmi
gjaldþrots í fyrravor.
Jafnframt er hætt við því
að þessar áætlanir gangi
ekki upp og skuldahlut-
fallið verði enn hærra þrátt fyrir af-
skriftirnar.
Óvissa um fjármögnun
Þá eru uppi áleitnar spurningar
um hvernig verði staðið að skuld-
setningu björgunarsjóðs ESB. Hon-
um er ætlað að standa undir hugs-
anlegum kostnaði vegna endur-
fjármögnunar evrópska bankakerf-
isins sem og að veita tryggingar
gegn mögulegu greiðslufalli á
spænskum og ítölskum ríkisskulda-
bréfum. Hinsvegar vilja ríki á borð
við Þýskaland takmarka áhættu sína
gagnvart sjóðnum og þar af leiðandi
þurfa utanaðkomandi fjárfestar –
kínversk stjórnvöld hafa verið nefnd
í þessu samhengi – að fjármagna
restina. Ekkert liggur fyrir í þess-
um efnum og allt er á huldu hvaða
skilyrði yrðu sett fyrir slíkri fjár-
mögnun en hinsvegar er ljóst að
Evrópski seðlabankinn mun ekki
gegna neinu hlutverki í þeim efnum.
Efasemdir enn til staðar
Skuldir gríska ríkisins 120% af landsframleiðslu þrátt fyrir áform um helmings
afskriftir Ekkert liggur enn fyrir um fjármögnun björgunarsjóðs ESB
Hagnaður
finnska flug-
félagsins Finnair
dróst saman um
94% á þriðja árs-
fjórðungi og hef-
ur félagið í kjöl-
farið ákveðið að
ráðast í upp-
sagnir 155 starfs-
manna. Nam
hagnaður Finnair
1,9 milljónum evra, jafnvirði 303
milljóna króna, á fjórðungnum en á
sama tíma fyrir ári nam hagnaður-
inn 32,4 milljónum evrra. Fram
kemur í tilkynningu Finnair að rekja
megi samdráttinn til hás eldsneyt-
iskostnaðar og óvissu í alþjóðlegu
efnahagslífi.
Fleiri flugfélög en Finnair eru í
vanda um þessar mundir. Þýska
flugfélagið Lufthansa tilkynnti einn-
ig í gær að hagnaður félagsins hefði
dregist saman um 21,3% á þriðja
ársfjórðungi og nam 494 milljónum
evra, jafnvirði 79 milljarða króna.
Engin breyting verður þó gerð á
afkomuspá félagsins fyrir árið í heild
en hún var nýverið lækkuð.
Finnair segir upp
155 starfsmönnum
Uppsagnir
og sam-
dráttur
Óvissa ríkir í rekstri
Finnair og Lufthansa
Allt útlit er fyrir að lánshæf-
iseinkunn ríkissjóðs Íslands verði
áfram í spákaupmennskuflokki
næstu misserin, að því er fram
kemur í viðtali Bloomberg-
fréttaveitunnar við Paul Rawkins,
sérfræðing Fitch Ratings. Að sögn
Rawkins mun einkunn ríkissjóðs
ekki fara upp úr spákaup-
mennskuflokki fyrr en sýnt hefur
verið fram á að hægt sé að bæta
skuldastöðu einkageirans og af-
létta gjaldeyrishöftunum. Jafn-
framt tekur Rawkins fram að
næsta skref í bættu lánshæfismati
á ríkissjóði Íslands yrði fremur að
horfum yrði breytt úr neikvæðum
í jákvæðar, áður en farið verður í
að hækka lánshæfiseinkunn.
Ísland áfram
í ruslflokki
Nýjustu aðgerðir ESB vegna
skuldakreppunnar breyta litlu
um þann grundvallarvanda sem
steðjar að evrusvæðinu: Skortir
á samkeppnishæfni verst
stöddu hagkerfanna. John Maj-
or, fyrrum forsætisráðherra
Bretlands, bendir á í grein í Fin-
ancial Times að 30% munur sé
enn á samkeppnishæfni
verst stöddu ev-
urríkjanna miðað
við Þýskaland. Að
óbreyttu verður hún
ekki endurreist nema
með verðhjöðnun.
Gjáin á evru-
svæðinu
GRUNDVALLARVANDINN
Hagnaður Össurar nam 11 milljón-
um Bandaríkjadala, 1.250 milljónum
króna, á þriðja fjórðungi þessa árs,
sem nemur 11% af sölu fyrirtækisins
á fjórðungnum.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að söluvöxtur á þriðja ársfjórðungi
hafi verið 12%, mælt í staðbundinni
mynt.
Heildarsalan hafi numið 101 millj-
ón Bandaríkjadala samanborið við
87 milljónir dala á þriðja ársfjórð-
ungi 2010. Öll landsvæði og vöru-
markaðir hafi sýnt vöxt á þessum
ársfjórðungi.
Sala á spelkum og stuðningsvör-
um hafi verið sérstaklega góð og
skilað 17% söluvexti, mælt í stað-
bundinni mynt. Söluvöxtur í stoð-
tækjum hafi jafnframt verið góður,
eða 7%, mælt í staðbundinni mynt.
„Arðsemi Össurar er áfram góð og
jókst hagnaður félagsins um 165%
samanborið við þriðja ársfjórðung
2010. EBITDA nam 21 milljón
Bandaríkjadala eða 21% af sölu.
Framlegð nam 64 milljónum dala
eða 63% af sölu og hagnaður nam 11
milljónum dala eða 11% af sölu,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
segir að salan á þriðja ársfjórðungi
hafi verið mjög góð og er ánægður
með frammistöðuna.
„Gott og stöðugt framboð á nýjum
vörum er mikilvægt fyrir vöxt fé-
lagsins og þær vörur sem komu á
markað á þessu ári og því síðasta
áttu stóran þátt í þessari velgengni.
Á ársfjórðungnum kynntum við enn
eina vöruna í Bionic-vörulínu félags-
ins, SYMBIONIC LEG, sem er sú
fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Varan sameinar eiginleika RHEO
KNEE og PROPRIO FOOT og veit-
ir einstaka virkni fyrir þá sem eru af-
limaðir fyrir ofan hné. Þessi nýja við-
bót í Bionic-vörulínunni staðfestir
forystu okkar í rafeindastýrðum
stoðtækjum með gervigreind,“ segir
Jón í tilkynningunni.
Góð afkoma Össurar
Sala fyrirtækisins jókst um 12% á þriðja ársfjórðungi
Morgunblaðið/Árni Torfason
Össur Fyrirtækið nær vexti á þriðja
ársfjórðungi, eykur sölu um 12%.
Leiðtogafundur Evrópusambandsins virðist hafa lyft
einhverju fargi af fjárfestum í gær. Helstu hlutabréfa-
vísitölur beggja vegna Atlantsála hækkuðu markvert í
viðskiptum gærdagsins. Heimsvísitala FTSE hækkaði
til að mynda um meira en 3% um tíma í gær. Enn-
fremur hækkaði heimsmarkaðsverð á helstu hrávörum
á borð við olíu umtalsvert.
Jafnframt lækkaði áhættuálagið á ríkisskuldabréf
ríkja á borð við Ítalíu á mörkuðum í gær enda hefur
verið boðað að björgunarsjóður ESB verði meðal ann-
ars nýttur til þess að tryggja eigendum skuldabréfa
evruríkjanna að hluta fyrir greiðslufalli. Ennfremur
hækkaði evran mikið á gjaldeyrismörkuðum eða um
2% gagnvart Bandaríkjadal.
Áhættusækni á mörkuðum
í kjölfar leiðtogafundar
Reuters
STUTTAR FRÉTTIR ...
● Fyrstu níu mánuði þessa árs var
fjöldi gjaldþrota fyrirtækja 1.122 sem er
65% aukning frá sama tímabili árið
2010. Þetta kemur fram í nýjum tölum
frá Hagstofu Íslands.
Í september voru 172 fyrirtæki tekin
til gjaldþrotaskipta samanborið við 57
fyrirtæki í september 2010. Ljóst er að
árið 2011 er metár hvað fjölda fyrir-
tækja varðar en nú þegar hafa fleiri fyr-
irtækið farið í þrot en á öllu síðasta ári
þegar 982 lögðu upp laupana.
Metfjöldi gjaldþrota
● Íslenskt
fyrirtæki,
Locatify,
vann í lið-
inni viku í
fyrsta sinn
svæðis-
bundnu verðlaunin GALILEO Master –
Öresund.
Samkeppnin, European Satellite Na-
vigation, snýst um góðar viðskipta-
hugmyndir þar sem gervihnettir koma
við sögu. Locatify vann keppnina á
Norðurlöndunum fyrir hugmyndina
Fjársjóðsleikir og snjallleiðsagnir um
allt, (Turf Hunt Games and SmartGui-
des Everywhere) en fyrirtækið er að
þróa tól til hönnunar ratleikja og leið-
sagna í snjallsíma.
Íslenskt sprotafyrirtæki
vinnur til verðlauna
● Greining Íslandsbanka telur að verð-
bólgumæling októbermánaðar sem
Hagstofa Íslands birti í gærmorgun
staðfesti að Seðlabanki Íslands hafi
gert mistök og ofspáð verulega verð-
bólgu á seinni hluta ársins í ágústspá
sinni en sú spá var helsta forsendan
fyrir hækkun vaxta þá. Þetta kom fram í
Morgunkorni Íslandsbanka í gær.
Greining Íslandsbanka telur að
Seðlabankinn muni spá talsvert minni
verðbólgu næstu ársfjórðunga í spá
sinni í næstu viku.
Segir Seðlabankann
hafa gert mistök
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+.
+/+-0.
++,-./
1+-,02
10-./1
+3-44+
+15-22
+-251
+35-/4
+4/-.
++,-2,
+/+-4
++2-0+
1+-,..
10-32,
+3-.01
+15-/
+-25.2
+/0-,5
+45-02
1+,-.0./
++,-3
+/+-52
++2-,2
1+-21/
10-/02
+3-.4,
+,0-+.
+-400/
+/0-5,
+45-25
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á