Morgunblaðið - 28.10.2011, Side 19
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Martin McGuinness, fyrrverandi
foringi í Írska lýðveldishernum,
IRA, kom eins og stormsveipur inn í
kosningabaráttuna á Írlandi þegar
hann tilkynnti að hann hygðist bjóða
sig fram í forsetakosningum sem
fram fóru í gær. Framboð hans vakti
hörð viðbrögð ættingja þeirra, sem
biðu bana í árásum IRA, og nokkrir
kjósendur þjörmuðu að honum á
kosningafundum. Hann var jafnvel
sakaður um að vera morðingi.
Segja má að McGuinness hafi
varpað annarri sprengju inn í kosn-
ingabaráttuna í síðustu sjónvarps-
kappræðum forsetaefnanna þegar
hann sakaði kaupsýslumanninn og
sjónvarpsstjörnuna Sean Gallagher,
sem þótti sigurstranglegastur, um
að hafa brotið lög um fjármögnun
stjórnmálaflokka. Gallagher neitaði
þessu og sakaði McGuinnes um að
beita „lúalegum brellum“ í kosninga-
baráttunni.
Sakaður um að vera morðingi
McGuinness hefur viðurkennt
að hann hafi verið í Írska lýðveldis-
hernum en kveðst hafa sagt skilið
við hann árið 1974. Hann varð næst-
æðsti foringi IRA í Derry á Norður-
Írlandi árið 1972, þegar hann var 21
árs og dómstóll á Írlandi dæmdi
hann í sex mánaða fangelsi ári síðar
eftir að 113 kílógrömm af sprengi-
efni og skotfæri fundust í bíl hans.
Hann hefur neitað því að hann hafi
tekið þátt í manndrápum IRA.
McGuinness var skipaður aðal-
samningamaður Sinn Féin, stjórn-
málaflokks IRA, í viðræðum sem
leiddu til friðarsamningsins á
Norður-Írlandi sem var undirrit-
aður á föstudaginn langa árið 1998.
McGuinness vonaðist til þess að
í kosningabaráttunni myndi athyglin
fyrst og fremst beinast að þætti
hans í því að koma á friði. Sú varð þó
ekki raunin því ættingjar fórnar-
lamba Írska lýðveldishersins notuðu
hvert tækifæri sem gafst til að
krefja hann svara við því hvaða hlut-
verki hann gegndi hjá IRA og hverj-
ir það voru sem urðu ættingjum
þeirra að bana. Einn þeirra sakaði
hann jafnvel um að vera morðingi.
McGuinness, er 61 árs, fæddist í
Derry á Norður-Írlandi og þar sem
hann er ekki með lögheimili á Ír-
landi getur hann ekki greitt atkvæði
í forsetakosningunum þótt hann sé í
framboði. Fráfarandi forseti, Mary
McAleese, er einnig frá Norður-
Írlandi.
Ólíklegt þykir þó að Martin
McGuinness verði kjörinn eftir-
maður hennar. Síðasta skoðana-
könnunin fyrir kosningarnar benti
til þess að McGuinnes væri í þriðja
sæti, á eftir Sean Gallagher og Mich-
ael D. Higgins, fyrrverandi lista-
málaráðherra.
Fjórir aðrir eru í fram-
boði í kosningunum. Þekkt-
ust þeirra er Dana
Rosemary Scallon,
söngkonan sem
sigraði í söngva-
keppni Evrópu
árið 1970 með
laginu „All
Kinds of
Every-
thing“.
Reuters
Umdeildur Martin McGuinness flysjar kartöflur á útimarkaði í Ballinasloe á Írlandi þegar hann var þar á at-
kvæðaveiðum. Ættingjar þeirra, sem biðu bana í árásum IRA, eru mjög óánægðir með framboð hans.
Fyrrverandi IRA-maður
varpaði sprengju í baráttuna
McGuinness sakaður um lúalegar brellur í kosningabaráttunni á Írlandi
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Yfirvöld í Tyrklandi sögðu í gær að
523 lík hefðu fundist í rústum húsa
sem hrundu í jarðskjálftanum sem
reið yfir landið á sunnudag. Óttast
er að hundruð manna til viðbótar
séu enn í rústunum.
Snjókoma á hamfarasvæðunum
hefur torveldað björgunarstarfið
og orðið til þess að aðstæður þús-
unda manna, sem misstu heimili
sín, hafa versnað. Björgunarsveit-
irnar hafa bjargað alls 185 manns
úr rústunum en líkurnar á að fleiri
finnist á lífi dvína með hverjum
deginum sem líður.
Neyðarástandið á
hamfarasvæðunum
versnar enn
Reuters
Kuldi Tyrkir orna sér við eld í Ercis.
TYRKLAND
Nýju valdhaf-
arnir í Líbíu hétu
því í gær að sak-
sækja þá sem
urðu Muammar
Gaddafi að bana
eftir að hann var
handtekinn ná-
lægt fæðingar-
borg sinni, Sirte.
Varaformaður
líbíska þjóð-
arráðsins viðurkenndi að menn, sem
handtóku Gaddafi, hefðu orðið hon-
um að bana. Áður höfðu leiðtogar
þjóðarráðsins margsinnis haldið því
fram að einræðisherrann fyrrver-
andi hefði fengið byssukúlu í höfuðið
í skotbardaga milli liðsmanna hans
og hersveitar þjóðarráðsins.
Ætla að saksækja
banamenn Gaddafis
Muammar
Gaddafi
LÍBÍA
Bolshoi-leikhúsið
í Moskvu verður
opnað að nýju í
dag með sýningu
frægra ballett-
dansara og söng
óperusöngvara.
Þessu sögufræga
húsi var lokað
fyrir sex árum
vegna þess að
veggir voru farn-
ir að molna og undirstaða þess
hafði færst úr stað. Áætlað er að
viðgerðirnar og nýr tækjabúnaður
hússins hafi kostað jafnvirði 92
milljarða króna, að sögn fréttaveit-
unnar AFP. Rússneska ríkið
greiddi kostnaðinn.
Bolshoi-leikhúsið
opnað að nýju
Aðalsalur Bolshoi-
leikhússins.
RÚSSLAND
Ofbeldisglæpir eru algengastir í
Mið-Ameríkulöndum og dauðsföll
vegna vopnaðs ofbeldis eru algeng-
ust í El Salvador, samkvæmt nýrri
rannsókn. Að meðaltali eru dauðs-
föllin af völdum slíks ofbeldis 29 á
ári á hverja 100.000 íbúa í Mið--
Ameríkulöndunum. Sunnanverð
Afríka kemur næst með 27,4 dauðs-
föll á hverja 100.000 íbúa og
Karíbahafslönd með 22,4 dauðsföll.
Í El Salvador eru dauðsföllin af
völdum vopnaðra árása 60 á hverja
100.000 íbúa, að sögn alþjóðlegrar
stofnunar í Sviss. Á ári hverju deyja
um 526.000 manns í öllum heim-
inum af völdum vopnaðs ofbeldis.
Manndrápin algeng-
ust í El Salvador
MIÐ-AMERÍKA
Í síðustu skoðanakönnun fyrir
kosningarnar á Írlandi sögðust um
15% ætla að kjósa Martin McGuinn-
ess en 40% kaupsýslumanninn
Sean Gallagher. Fréttaveitan AFP
hefur eftir stjórnmálaskýrendum
að ásökun McGuinness á hendur
Gallagher geti þó gerbreytt stöð-
unni, orðið til þess að
kaupsýslumaðurinn bíði ósigur og
Higgins, forsetaefni Verkamanna-
flokksins, verði kjörinn forseti.
Higgins fékk um 15% fylgi í könn-
uninni sem var gerð um helgina.
Gallagher býður sig fram
sem óháð forsetaefni en
var áður í flokknum Fianna
Fail. Í síðustu kappræðum
forsetaefnanna fullyrti
McGuinness að Gallagher
hefði brotið lög um fjármögnun
stjórnmálaflokka með því að þiggja
fjárframlag frá dæmdum
eldsneytissmyglara að andvirði
5.000 evra, eða tæpra 800.000
króna.
Gallagher þverneitar þessu og
kveðst ekki ætla að láta „bugast af
bellibrögðum á borð við pólitísk
morð af hálfu McGuinness“.
Talning atkvæðanna hefst í dag
en talið er að henni ljúki ekki fyrr
en á morgun. Í kosningunum mega
kjósendur velja einn frambjóðanda
en síðan raða hinum upp í röð. At-
kvæðin flytjast þannig á milli
manna eftir því sem þeir, sem fæst
atkvæði fá, detta út við talningu
þar til einn þeirra er með meirihluta
atkvæða.
Gæti gerbreytt stöðunni
SEAN GALLAGHER VERST ÁSÖKUN MCGUINNESS
Sean
Gallagher
Maður veður flóðvatn við hof í Bangkok. Íbúum í
nokkrum hverfum í norðanverðri borginni hefur
verið sagt að forða sér þaðan vegna flóða og þús-
undir manna flúðu frá borginni í gær. Óttast er að
flóðin færist í aukana um helgina. Mestu flóð í Taí-
landi í áratugi hafa kostað yfir 360 manns lífið.
Reuters
Óttast að flóð færist í aukana í Bangkok