Morgunblaðið - 28.10.2011, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
✝ Sigurdís Guð-mundsdóttir
fæddist á Sólmund-
arhöfða, Innri-
Akraneshreppi 22.
desember 1913.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 19.
október 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ágústína
Björnsdóttir og
Guðmundur Narfa-
son.
Sigurdís giftist Ragnari Sch.
Jónssyni bifvélavirkja, f. 20. júní
1914, d. 1989. Þau
skildu. Barn þeirra:
Kristjana, f. 13.
mars 1941, búsett á
Akranesi. Maki:
Tómas Ævar Sig-
urðsson. Þeirra
börn eru: 1) Kristín
Svafa, gift Ólafi
Rúnari Björnssyni.
Þau eiga þrjú börn.
2) Dísa Lind, hún á
einn son.
Útför Sigurdísar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, föstudag-
inn 28. október, kl. 14.
Elsku Dísa amma okkar.
Með miklum söknuði og tárin í
augunum langar okkur lang-
ömmubörnin að segja um þig
nokkur orð. En orðin munu
samt aldrei duga til að lýsa því
hversu frábær þú varst.
Þrátt fyrir háan aldur varstu
alltaf ung í anda. Nokkrar kyn-
slóðir skildu okkur að en það
var ekki hægt að finna fyrir því
í samveru okkar. Það er örugg-
lega ekki hvaða amma sem er
sem notar frasa eins og „pæld-
íðí“ og skellir sér svo nánast í
splitt. Við langömmubörnin
deildum líka alltaf jólaspenn-
ingnum með þér. Þú varst jóla-
barn í orðsins fyllstu merkingu
og beiðst eftir jólunum með
mikilli eftirvæntingu. Þér þótti
svo gaman að pökkunum, sér-
staklega að gefa þá og fylgjast
með okkur opna pakkana frá
þér. Okkur er það líka svo
minnisstætt hvað þér þótti erf-
itt að halda jólagjöfunum
leyndum og laumaðir oft að
okkur einni og einni vísbend-
ingu í aðdraganda jólanna. Það
var ekki leiðinlegt. Svo fengum
við stundum að aðstoða þig við
að útbúa djókpakka handa
dóttur þinni. Þú hefur alltaf
verið svo stór partur af jól-
unum okkar, alveg frá því við
munum eftir okkur. Það er erf-
itt að ímynda sér jólin án þín,
Dísa amma okkar, þau verða
aldrei söm.
Okkur þótti svo gaman að
heimsækja þig. Þú varst alltaf
svo hress og kát og tókst öllum
opnum örmum. Þú fylgdist svo
vel með öllu í kringum þig og
spurðir ekki bara fregna af
okkur heldur líka vinum okkar.
Þú sýndir öllu því sem við tók-
um okkur fyrir hendur áhuga,
hvattir okkur áfram og baðst
fyrir velgengni okkar. Það var
líka alltaf svo gaman að spjalla
við þig vegna þess að þú hafðir
yfirleitt skoðanir á flestöllu og
varst ekkert að leyna þeim.
Þrátt fyrir að þú hefðir mestan
áhuga á því að heyra fréttir af
okkur var svo skemmtilegt þeg-
ar þú rifjaðir upp sögur frá því
í gamla daga.
Þú hefur alltaf verið svo
barngóð og við höfum svo
sannarlega notið góðs af því.
Þú hefur verið okkur svo góð
og gert vel við okkur. Þær eru
óteljandi allar þær ferðir sem
þú gerðir þér með okkur út í
dótabúð að kaupa dót til að
gleðja okkur. Svo skorti okkur
aldrei vettlinga eða sokka til að
ylja okkur. Þú varst alltaf svo
flink í höndunum og prjónaðir
mikið. Gott og gaman er að
eiga þessi handverk eftir þig til
að minnast þín. Þú kenndir
okkur líka fyrsta spilið sem við
lærðum, tveggjamannavist, og
mörg önnur spil eftir það. Svo
kenndir þú okkur að leggja
kapal og stundum spurðum við
kapalinn saman að einhverju
sem okkur langaði að vita. Við
eyddum mörgum stundum
saman yfir spilum í gegnum
tíðina enda voru spilin ávallt
við höndina.
Þú ert alveg einstök, elsku
Dísa amma okkar. Þú ert svo
hjartahlý og góð. Við vitum að
þér hefur verið tekið fagnandi á
þeim stað sem þú ert nú, enda
var frátekið fyrir þig alveg sér-
stakt sæti á himnum. Við von-
um að þar líði þér vel. Við vilj-
um þakka þér fyrir allt saman.
Okkur mun alltaf þykja vænt
um þig. Þú munt lifa áfram í
hjarta okkar og minningum.
Við söknum þín.
Hvíl í friði, elsku amma okk-
ar. Guð geymi þig.
Langömmubörnin þín,
Eyrún Sif Ólafsdóttir,
Tómas Ævar Ólafsson,
Silvía Sif Ólafsdóttir og
Tómas Þórisson.
Elsku Dísa mín, ég sakna
þín svo mikið. Ég minnist allra
stundanna okkar með hlýju í
hjartanu mínu. Ég sakna þess
að hafa þig ekki til að spila við
mig á hverju kvöldi, spjalla við
þig um vandamálin mín og að
vita af þér hér í húsinu okkar.
Mér finnst lífið svo tómlegt án
þín, það eru svo margir hlutir
sem minna mig á þig því við
vorum bestu vinir og ég sýndi
þér allt og sagði þér frá öllu
sem ég var að fást við dags-
daglega og þú sýndir því
áhuga. Ég er svo sorgmæddur
en ætla að vera sterkur því ég
veit að þér líður vel núna og
að við munum hittast aftur
síðar.
Mamma hefur sagt mér hvað
þú varst glöð þegar þú fékkst
mig í afmælisgjöf á 86 ára af-
mælisdaginn þinn og síðan þá
höfum við brallað margt saman,
spilað, borðað franskar, pítsu,
fiskbúðing, popp og snakk svo
eitthvað sé nefnt, þetta þótti þér
allt saman gott og áttum við
notalega stund flestöll kvöld og
hlógum mikið saman. Alltaf þeg-
ar ég var að fara til þín langaði
mig að bjóða þér eitthvað með
mér því þú varst alltaf að gefa
mér eitthvað. Þegar ég var
yngri laumaðist ég með sængina
mína niður til þín og sofnaði á
stofugólfinu hjá þér því hvergi
var betra að vera. Mamma er
búin að framkalla mynd af okk-
ur saman sem ég hef á náttborð-
inu mínu og fer með hana hvert
sem ég fer því ég vil hafa þig
hjá mér.
Að lokum vil ég kveðja þig
með orðunum sem ég kvaddi þig
á hverju kvöldi með.
Góða nótt, sofðu rótt í alla lið-
langa nótt, þú ert best af öllum,
við sjáumst á morgun og dreymi
þig vel, góða nótt.
Þinn besti vinur að eilífu,
Símon Orri.
Elsku Dísa, ég sakna þín svo
mikið, þú varst svo góð og svo
gott að hafa þig í húsinu okkar.
Mér fannst gaman að spila við
þig og það varst þú sem kennd-
ir okkur systkinunum að spila.
Það var alltaf notalegt að koma
til þín að spila, púsla eða skoða
bók og fá svala eða ís.
Takk fyrir allt elsku Dísa.
Þinn
Tristan Sölvi.
Elsku besta Dísa mín, þín er
svo sárt saknað héðan úr Ak-
urgerðinu. Við þekkjum ekkert
annað en að hafa Dísu niðri,
finna lyktina hennar, heyra
hlátrasköllin í henni þegar hún
var að spila eða að spjalla við
börnin okkar og verður skrítið
að venjast öðru. Börnin okkar
hafa notið þeirra forréttinda að
njóta samvista við gamla góða
konu sem kenndi þeim öllum að
spila ásamt mörgu öðru, ef ein-
hver var læstur úti var alltaf
hægt að treysta því að banka á
gluggann hjá Dísu og hún
myndi opna.
Dísa eins og hún var alltaf
kölluð var einstaklega vel á sig
komin miðað við aldur og besta
vinkona miðjusonar okkar þrátt
fyrir 86 ára aldursmun og er
hans missir mikill. Ekki er
hægt að segja að Dísa hafi ver-
ið mannblendin og þáði hún
sjaldnast boð í veislur eða
mannamót en það gladdi hana
mjög að koma upp til okkar og
skoða jólaskrautið fyrir hver
jól. Alltaf var gaman að setjast
niður hjá Dísu og spjalla um
daginn og veginn og fylgdist
hún mjög vel með öllu í kring-
um sig.
Dísa var alltaf efst í huga
Símonar Orra, alltaf þurfti að
gera ráð fyrir Dísu og bjóða
henni með ef eitthvað var á
boðstólum, honum var svo um-
hugað um hana að hann reyndi
á tímabili að finna fyrir hana
mann svo hún væri ekki ein-
mana, en hún var ekki jafn-
hrifin af því. Það fyrsta sem
var gert í flugvélinni þegar við
fórum utan var að skrifa Dísu
bréf.
Dísan okkar var algjört
gæðablóð og gull af manni, að
morgni hvers afmælisdags á
heimilinu var að finna pakka í
stiganum að sjálfsögðu frá
Dísu Guðmunds. Engin orð fá
því lýst hversu þakklát og
heppin við fjölskyldan höfum
verið að njóta Dísu í öll þessi
ár.
Kæra Kiddý og fjölskylda,
megi minning um yndislega,
ógleymanlega konu lifa í hjört-
um okkar allra.
Hvíl í friði elsku besta Dísa.
Rósa Björk.
Elsku Dísa, ég er svo heppin
að hafa átt þig sem vinkonu og
að hafa fengið að spila við þig
og púsla hjá þér þegar ég var
yngri. Með árunum fækkaði
heimsóknum mínum til þín, hjá
mér var meira að gera en ég
kíkti þó alltaf öðru hvoru til
þín og var það alltaf jafn nota-
legt og gott eins og síðastliðið
sumar þegar ég kom að prjóna
lopapeysuna hjá þér og þú áttir
ekki orð yfir það hvað ég væri
flink í höndunum.
Ég man ekki eftir fyrstu
skiptunum sem ég hitti þig en
þú hefur sagt mér svo oft frá
því að ég er farin að sjá það
fyrir mér, ég var alltaf komin
niður til þín við hvert tæki-
færi og grét svo sárt þegar ég
þurfti að fara. Í þetta skipti
varst það þú sem þurftir að
fara, ég græt þó ekki jafn-
mikið nú því ég veit að við
munum hittast á ný.
Hvíl í friði kæra vina, ég
elska þig og mun sakna þín.
Júlía Björk.
Sigurdís
Guðmundsdóttir
✝ Sigríður Krist-ín Gísladóttir
fæddist í Reykja-
vík 6. október
1926. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 18.
október 2011. For-
eldrar hennar
voru Gísli Eiríks-
son, sjómaður, f. á
Miðbýli á Skeiðum
1. apríl 1894, hann
fórst með togaranum Max
Pemberton 11. janúar 1944, og
Guðríður Guðrún Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f. 11. desem-
ber 1892 á Sandlæk í Gnúp-
húsum í Reykjavík og bjó
lengst af á Vífilsgötu 3 ásamt
móður sinni. Hún stundaði
nám við Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar 1939-1941 og Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur
1944-1945. Eftir það var hún
aðstoðarkennari við skólann
til ársins 1953 en þá fór hún
til Kaupmannahafnar og tók
kennarapróf í hannyrðum við
Håndarbejdets Fremmes Skole
og síðar í fatasaumi og snið-
teikningu við sama skóla. Árið
1955 kom hún heim frá námi
og varð aftur kennari við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Þar
kenndi hún til ársins 1994 og
hafði þá kennt lengst allra við
skólann. Hún starfaði einnig
innan Heimilisiðnaðarfélagsins
og sat þar í stjórn um tíma.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 28.
október 2011, kl. 13.
verjahreppi, d. 9.
desember 1978.
Systkini Sigríðar
voru Björn, járn-
smíðameistari, f.
31.7. 1922, d. 19.3.
1980, Guðrún
Munda, f. 11.12.
1923, d. 24.10.
2007, Guðmundur,
f. 1925, lést á
fyrsta aldursári,
Ólafur Jóhann,
flugvirki, f. 14.12. 1929, d.
21.2. 1976, og Eiríkur Garðar,
rafvirkjameistari, f. 10.4.
1932, d. 28.8. 1983.
Sigríður ólst upp í foreldra-
Móðursystir mín, Sigríður
Kristín Gísladóttir hússtjórnar-
kennari lést á Skjóli að morgni 18.
október. Sirrí var fjórða í af sex
systkinum.
Sirrí, eins og hún var ávallt
kölluð, var okkur systkinunum
ekki bara móðursystir í hinum
venjulega skilningi. Við nutum
þeirra forréttinda að hafa Sirrí
sem nokkurs konar aðra móður.
Hjá henni áttum við athvarf og
hún var ævinlega boðin og búin til
hjálpar. Tæplega þrjú ár voru á
milli hennar og móður okkar og
þær systur ákaflega samrýndar.
Varla leið sá dagur að þær hittust
ekki, eða töluðu í síma, stundum
oft á dag. Sirrí, og amma meðan
hún lifði, voru með okkur á flest-
um hátíðisdögum og í sumarfrí-
um. Margar eru minningarnar
um bíltúra í sægræna Ford Con-
sul Cortinunni hennar. Þá voru
engin bílbeltin í bílum, og oft var
mannmargt í aftursætinu. Ekki
fór á milli mála hver var á ferð,
því ekki man ég eftir öðrum slík-
um í bænum.
Við hjónin urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að leigja efri hæðina á
Vífilsgötunni fyrstu búskaparár-
in. Hafði hún afskaplega gaman
af þegar Unnur okkar kom niður
á sunnudagsmorgnum. Þær lásu
svolítið og spjölluðu um daginn og
veginn og síðar settust þær að
morgunverði saman, meðan
mamma og pabbi sváfu út. Sirrí
var hjálpsöm, vinamörg og
frændrækin með afbrigðum. Hún
bauð reglulega til sín vinum og
kunningjum. Einnig bauð hún oft
til frænkukaffis. Þá var oft mikið
talað og hlegið og var ótrúlegt
hversu margar frænkur rúmuð-
ust í litlu stofunni hennar. Þegar
Ólafur, yngri bróðir hennar, sem
sest hafði að í Kanada, veiktist,
stóð ekki á Sirrí að hjálpa. Dvaldi
hún um tíma hjá þeim, til að létta
undir með fjölskyldunni. Hún var
mömmu stoð og stytta í hennar
veikindum, og alla tíð Guðríði
systur innan handar.
Sirrí var afskaplega vandvirk
og bóngóð. Hæfði það hennar lífs-
starfi. Hún fór utan í tvígang og
lærði útsaum og síðar fatasaum
og sníðagerð. Hún kenndi eftir
það við Hússtjórnarskólann.
Starfið var henni ástríða, iðulega
var hún með handavinnu og eru
ófáir munirnir sem hún kniplaði,
saumaði eða prjónaði. Oft var leit-
að til hennar með viðgerðir, sér-
lega altarisdúka sem höfðu farið
illa. Eftir að hún hafði lokið við-
gerðinni mátti vart sjá að gert
hefði verið við, svo listilega var
haldið á nálinni.
Sirrí flutti á Sléttuveg fyrir um
fimm árum. Hún tengdist strax
góðum böndum nágrönnum sín-
um. Því miður naut hún íbúðar-
nar sinnar ekki lengi því heilsu
hennar hrakaði. Síðustu tvö árin
dvaldi hún á Skjóli. Þar var hugs-
að afskaplega vel um Sirrí og á
starfsfólkið þökk skilið.
Þær systur áttu hattaöskjur
sem í leyndust miklar gersemar.
Þetta voru hattar frá ýmsum tím-
um, sumir kostulegir og aðrir
glæsilegir. Sirrí átti hatt sem við
kölluðum jarðarfararhattinn.
Henni þótti við hæfi að vera með
höfuðfat í jarðarförum og glæsi-
leg var hún með svara hattinn
með gráum borða sem fór svo vel
við silfurlitað hárið. Ég held ég
kaupi mér hatt fyrir jarðarförina
hennar.
Fyrir hönd systkina okkar,
maka og barna þakka ég henni
samfylgdina.
Guðrún Vigdís Jónsdóttir.
Sirrí, móðursystir mín, lést á
hjúkrunarheimilinu Skjóli í síð-
ustu viku. Þar hafði hún dvalið í
tæp 2 ár eftir að minnið fór að
gefa sig og hún gat ekki búið ein
af þeim sökum. Hún hélt upp á 85
ára afmæli sitt nýlega með mikilli
reisn. Andlát hennar bar því brátt
að þótt hún hefði átt við vanheilsu
að stríða í fáeinar vikur.
Sirrí fæddist í Þingholtunum
en bjó frá nokkurra ára aldri að
Vífilsgötu 3. Foreldrar hennar
voru sveitafólk úr uppsveitum
Árnessýslu sem flutti á mölina
þar sem afi fór að stunda sjóinn,
lengst af sem bátsmaður á tog-
urum. Amma sá um heimilið þar
sem var þröng á þingi og auk þess
gestakomur tíðar. Það var reið-
arslag fyrir fjölskylduna þegar
afi fórst í ársbyrjun 1944 með
togaranum Max Pemberton. Sirrí
talaði aldrei mikið um þetta en
hélt árvisst kaffiboð á afmæli
hans. Hún hugsaði hins vegar
mikið um föður sinn í seinni tíð og
velti fyrir sér örlögum hans. Eftir
fráfall hans bjó hún með ömmu á
Vífilsgötunni og var hennar stoð
og stytta.
Sirrí og Guðrún, móðir mín,
voru alla tíð mjög nánar. Þær töl-
uðu saman daglega, fóru saman í
bæinn, hjálpuðust að við alla hluti
og deildu gleði og sorgum. Sam-
bandið milli ömmu og Sirríar á
Vífilsgötunni og okkar í Drápu-
hlíðinni var því alla tíð mjög náið
og eftir á að hyggja vorum við í
raun sama fjölskyldan. Eftir að
amma dó varð samband þeirra
systranna jafnvel enn nánara.
Sirrí var okkur systkinunum eins
og önnur móðir og síðar börnum
okkar sem amma. Hún hafði gam-
an af börnum og þau löðuðust að
henni. Hún var líka traust og
hjálpfús, mundi alla afmælis- og
merkisdaga, kom alltaf með gjaf-
ir, oftast eitthvað sem hún hafði
saumað eða búið til sjálf. Seinni
árin lagði hún fyrir sig kniplinga
og gerði marga þess konar hluti
af miklu listfengi. Handíðir af
ýmsu tagi og saumaskapur var
hennar lífsstarf. Hún kenndi
þessar greinar við Húsmæðra-
skólann við Sólvallagötu í áratugi
og fór í tvígang til Danmerkur til
að mennta sig á þessu sviði.
Samband Sirríar og sona okk-
ar Þórhöllu var náið, hún var
þeirra uppáhaldsfrænka. Ef við
þurftum að bregða okkur af bæ
var alltaf haft samband við Sirrí
og þá vildi hún helst koma og búa
hjá strákunum þannig að allt væri
í lagi. Þannig var þetta líka eftir
að þeir voru orðnir hálffullorðnir,
þá bauð hún þeim í mat og vildi að
þeir hefðu samband við sig dag-
lega.
Þótt Sirrí hafi verið dul og lítt
gefin fyrir að tala um sína hagi,
var hún félagslynd og vinmörg og
hafði yndi af að vera innan um
fólk. Hún var góður vinur vina
sinna, enda trygglynd og ræktar-
söm. Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkrum manni heldur
reyndi hún alltaf að leggja gott
til. Hún var traust og heil í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún var í alla staði góð mann-
eskja þannig að betri er vand-
fundin. Við söknum hennar sárt.
Ólafur Gísli Jónsson.
Kær vinkona mín Sigríður
Kristín Gísladóttir hefur kvatt
þennan heim.
Leiðir okkar Sirríar, eins og
hún var alltaf kölluð, lágu fyrst
saman þegar ég tengdist fjöl-
skyldu hennar fyrir rúmum fjöru-
tíu árum, en fyrrverandi eigin-
maður minn var bróðursonur
hennar. Frá upphafi þeirra kynna
tókst með okkur vinátta sem aldr-
ei bar skugga á og mér finnst það
hafa verið forréttindi að eiga
hana að vini.
Hún var í áratugi handavinnu-
kennari í Hússtjórnarskólanum í
Reykjavík og mikil listakona í öllu
sem laut að handverki. Þau voru
ófá skiptin sem ég naut leiðsagn-
ar hennar með alls kyns hannyrð-
ir.
Sirrí var höfðingi heim að
sækja og mikill gestagangur á
heimili hennar, enda vinmörg.
Eftir að ég og sonur minn fluttum
norður til Akureyrar stóð heimili
hennar ávallt opið fyrir okkur
þegar við komum í heimsóknir til
borgarinnar. Hún var líka dugleg
gegnum árin að heimsækja okkur
norður og fagna með okkur
stórum tímamótum.
Þessi hjartahlýja og góða kona
var mér og mínum ætíð elskuleg
og trygg.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég kveð Sirrí með mikilli þökk
og virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Aðstandendum hennar votta
ég mína dýpstu samúð.
Heiða Karlsdóttir.
Sigríður Kristín
Gísladóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar