Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
✝ Jón ÆgirNorðfjörð Guð-
mundsson fæddist
á Norðfirði 18.
ágúst 1939. Hann
lést af slysförum
18. október 2011.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Eyjólfsson, f. 13.1.
1905, d. 26.3. 1968
og Ingibjörg Sig-
ríður Guðjóns-
dóttir, f. 7.1. 1912, d. 17.3.
1988.
Systkini hans eru Alda Norð-
fjörð Guðmundsdóttir, f. 10.12.
1930, Bára Norðfjörð Guð-
mundsdóttir, f. 7.9. 1936, Ágúst
Norðfjörð Guðmundsson, f.
18.10. 1938, d. 10.7. 1974, Guð-
jón Veigar Norðfjörð Guð-
mundsson, f. 6.9. 1940. Uppeld-
isbróðir og systir eru Sigurður
Leifsson, f. 20.1. 1950 og Svan-
hildur Erlings-
dóttir, f. 30.6. 1954.
Eftirlifandi eig-
inkona Jóns Ægis
er María Þóra
Benediktsdóttir, f.
29.3. 1952. Börn
þeirra eru Ágúst
Norðfjörð Jónsson,
f. 22.4. 1976, sam-
býliskona hans er
María Ágústs-
dóttir, f. 4.4. 1972,
dóttir þeirra er Salvör Norð-
fjörð Ágústsdóttir, f. 15.2. 2011,
og Gróa Norðfjörð Jónsdóttir,
f. 22.8. 1978, dóttir hennar er
Sunneva Sif Ingimarsdóttir, f.
20.10. 2009. Fyrir átti Jón Ægir
soninn Gísla Pál Jónsson, f.
19.12. 1962.
Útför Jóns Ægis fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 28.
október 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
Elsku pabbi, núna þegar þú
ert fallinn frá allt of snemma
langar mig að setja niður nokk-
ur orð til að minnast þín. Ég
mun ávallt eiga góðu minning-
arnar um okkur saman eins og
þegar ég fékk að fara með þér
niður í bílskýli í Dalselinu, við
hlustuðum á Elvis Presley og þú
kenndir mér réttu handtökin við
að bóna bíl. Einnig er mér minn-
isstætt þegar ég fékk að fara
með þér í vinnuna í Samskipum
og ég beið eftir þér í bílnum sem
þú varst að vinna á og var búið
að nefna Presley. Þú hringdir
alltaf í mig þegar fór að hausta
og kólna til að vera viss um að
ég væri búin að setja vetrar-
dekkin undir bílinn, því þú varst
að passa upp á litlu stelpuna
þína.
Samt þykir mér vænst um
þær minningar þegar við sátum
og horfðum á gamlar bíómyndir.
Þú hélst í höndina á mér og þeg-
ar mér leið illa sagðir þú mér
alltaf að allt myndi reddast og
þér þætti vænt um mig.
Ég man hvað þú varst stoltur
og hamingjusamur þegar ég
eignaðist dóttur mína og þú
varst orðinn afi, það er besta
gjöfin sem ég gat gefið þér.
Sunneva Sif mun sakna þín.
Elsku pabbi, takk fyrir að
standa með mér í gegnum súrt
og sætt og fyrir allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum
saman. Minningin um góðan
mann mun lifa.
Þín dóttir,
Gróa.
Elsku pabbi, mig langar að
þakka þér fyrir öll yndislegu ár-
in sem við áttum saman. Þú
kveður allt of snemma og því er
erfitt að koma orðum að öllu því
sem mig langar að þakka þér
fyrir. Ein af mínum uppáhalds-
minningum um þig er þegar þú
varst að kenna mér handtökin
við múrverk þegar ég var í
kringum níu ára gamall en þú
varst einstaklega þolinmóður og
góður kennari. Í gegnum árin
áttum við okkar bestu stundir
saman þegar við vorum að vinna
saman einhver viðvik á heimilinu
og seinna mínu eigin heimili.
Ekki má gleyma öllum bíóferð-
unum en þær voru ástríða þín.
Mig og fölskyldu mína langar
að þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar og allt sem þú gerðir
fyrir okkur.
Þinn sonur,
Ágúst N. Jónsson.
Ægir svili minn er látinn 72
ára að aldri. Það var fyrir rúm-
um 37 árum sem við kynntumst
Ægi þegar hann og María, mág-
kona mín, hófu búskap saman.
Það fór ekki á milli mála að þar
fór sérstakur persónuleiki sem
hafði sín áhugamál og skoðanir á
mönnum og málefnum. Hann
var frekar vinstrisinnaður og lét
sig ekki vanta í kröfugöngu 1.
maí ár hvert. Hann var verka-
maður af bestu gerð, starfaði
lengi á trésmíðaverkstæði Sam-
bandsins á meðan það var og
hét, en eftir þess daga vann
hann hjá Samskipum allt þar til
hann lét af störfum fyrir þremur
árum. Þar ók hann „Mafíu“ á
hafnarbakkanum með gáma til
og frá skipum Samskipa. Ekki
er að efa að hann hefur verið
samverkamönnum sínum
skemmtun með hnyttnum til-
svörum og athugasemdum í
kaffi- og matartímum, en Ægir
átti það til að koma með tilsvör
sem hittu í mark. Fyrir tveimur
árum eignuðust Ægir og María
sitt fyrsta barnabarn Sunnevu
Sif sem varð tveggja ára 20. okt.
Var hún augasteinn afa síns. Í
febrúar á þessu ári fæddist þeim
annað barnabarn, Salvör. Ægir
var verklaginn og múrverk lék í
höndum hans. Meðan þau María
bjuggu í Dalseli 17 sá hann al-
farið um viðgerðir á alkal-
ískemmdum á blokkinni. Sama
gegndi með raðhúsið þeirra í
Austurbergi, en þar sá hann um
allt múrverk af mikilli snilli.
Handverk hans var ekki síðra en
faglærðra, það sanna ótal verk
sem hann vann fyrir vini og
vandamenn. Ljósmyndun var
eitt af áhugamálum Ægis. Hann
átti góðar vélar og tileinkaði sér
stafrænu tæknina fljótlega eftir
að hún varð algeng. Á starfs-
mannasamkomum Samskipa tók
hann iðulega myndir fyrir fyr-
irtækið og eiga þeir eflaust gott
safn mynda eftir hann. Hann sá
víða myndefni sem aðrir sáu
ekki. Annað áhugamál Ægis var
Elvis Presley. Hann var einlæg-
ur aðdáandi sem sjá má á safni
hljómplata og geisladiska með
lögum Presleys. Sömuleiðis
ýmsa muni og myndir sem
tengjast Presley. Eitt herbergi á
heimili Ægis og Maríu er til-
einkað honum. Herbergið var
honum heilagt og sýndi hann
það stoltur, þeim sem heimsóttu
hann og Maríu. Ægir fór vestur
til Seattle árið 1999 ásamt Mar-
íu. Það hafði lengi verið draum-
ur hans að heimsækja bróður
sinn sem þar bjó og jafnvel að
flytja þangað fengi hann vinnu.
Gekk það svo langt að þau sóttu
um „græna kortið“ og fengu, en
af ýmsum ástæðum varð ekkert
úr því að þau flyttu vestur. Í
leiðinni heimsóttu þau Grace-
land og má líkja því við píla-
grímsferð. Þá hafði Ægir mikinn
áhuga á bíómyndum og má segja
að hann hafi séð nánast allar
myndir sem sýndar voru í bíóum
höfuðborgarinnar. Hér áður fyrr
þegar prentuð voru prógrömm
safnaði hann þeim og átti mikið
magn af þeim frá fyrri tíð.
Undraðist ég oft hve vel hann
þekkti leikara með nöfnum og í
hvaða myndum þeir höfðu leikið.
Að leiðarlokum ber að þakka
samfylgdina sem aldrei bar
skugga á og þær ánægjustundir
sem við höfum átt saman.
Við Guja og afkomendur okk-
ar sendum Maríu, Ágústi, Mar-
íu, Gróu, Gísla og afastelpunum
tveimur innilegar samúðarkveðj-
ur og biðjum almættið að
styrkja þau á erfiðum stundum.
Páll og Guðjóna.
Þegar Jón Ægir mágur og
svili hefur kvatt þennan heim
rifjast upp ótal stundir sem við
áttum með honum. Nú síðast
viku áður en hann veiktist. Þá
vorum við fyrir sunnan og vor-
um í mat hjá þeim hjónum. Og
eins og alltaf þegar fundum okk-
ar bar saman var mikið hlegið
enda alltaf gaman þar sem hann
var. Jón Ægir sá alltaf spaugi-
legar hliðar lífsins og var hrókur
alls fagnaðar hvar sem hann fór
og einstaklega orðheppinn. Þau
hjón voru góð heim að sækja og
áttu fallegt heimili. Þegar við
kynntumst honum fyrir nærri
fjörutíu árum fundum við strax
að þar fór hlýlegur og gaman-
samur maður, sem vildi hvers
manns vanda leysa og gerði gott
úr öllu.
Næst þegar við áttum leið í
höfuðborgina hafði hann veikst
og við heimsóttum hann á
sjúkrahúsið. Þá var ljóst hvert
stefndi. Við söknum hans og
sendum Maju, Gústa og Gróu
samúðarkveðjur.
Bjarni og Margrét.
Skyndilegt fráfall bróður
míns var mikið áfall fyrir okkur
öll sem stóðum honum næst sem
og frændfólk og vini. Ég vann
mikið með Ægi þegar ég var
unglingur en það var í Tré-
smíðaverkstæði Sambandsins
hjá Gunna frænda heitnum og
Bjarna, bræðra mömmu. Það
var mikil reynsla því við gerðum
nánast hvað sem var, smíðar,
múrverk, haki og skófla, svo má
ekki gleyma þvotti og bónun á
bílnum hans Gunna en það var
yfirleitt eftir hádegi á föstudög-
um og reglan var sú að við mátt-
um yfirleitt fara heim að því
verki loknu og þið getið rétt
ímyndað ykkur hamaganginn til
að sleppa sem fyrst heim.
Ægir var afskaplega hjálp-
samur og tryggur sínu fólki sem
og vinum, því kynntumst við fé-
lagarnir Hjölli, Óttar og ég í
prentsmiðjunni en þær voru
ekki svo fáar stundirnar sem
hann vann með okkur í fram-
leiðslunni og ekki mátti hann
heyra á það minnst að fá greitt
fyrir þessa vinnu, það nægði al-
veg að fá úrklippubók af og til,
en hann var mikill safnari um
ýmislegt sem þótti fréttnæmt
hverju sinni bæði innanlands og
utan og þetta var allt sett í úr-
klippubækur.
Bíóferðir var hann þekktur
fyrir en hann reyndi að sjá sem
flestar myndir og helst allar.
Það gerði okkur strákunum áður
fyrr oft erfitt fyrir því það var
skipulag á bíóferðunum, það var
t.d. ekki hægt að fara beint á
nýjustu myndina heldur þurfti
hann að sjá þær elstu fyrst, svo
koll af kolli til að komast yfir
þær allar.
Við sendum Maríu og fjöl-
skyldu samúðarkveðjur um leið
og við minnumst hans með virð-
ingu og þakklæti.
Sigurður og Anna.
Með nokkrum orðum viljum
við hjónin minnast góðs vinar til
áratuga sem féll frá óvænt eftir
stutta sjúkrahúslegu. Jón Ægir
og María voru nágrannar okkar
í Dalselinu og þar fundum við
til hjálpsemi og vinskapar
þeirra hjóna. Börnin tengdust
og léku sér saman og uppeldið
var á allra höndum. Vinabönd
þeirra halda þótt yfir þrjátíu ár
séu liðin. Jón Ægir var alltaf
tilbúinn að leggja til hönd hvort
sem var við múrverk, málning-
arvinnu eða annað sem að við-
haldi húsnæðis kom. Samvisku-
semi og nákvæmni einkenndi
Jón Ægi í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Alltaf stutt í húm-
orinn og hjálpsemina alla tíð.
Jón Ægir hafði ýmis áhuga-
mál sem gaman var að fylgjast
með eins og ljósmyndun. Hann
átti alltaf fullkomnar myndavél-
ar og tók mikið af myndum af
fólkinu sínu, vinnufélögum og
öðru sem tók hug hans. Ekki
má gleyma að nefna dálæti hans
á Kónginum Elvis Presley, en
mikið Presley-safn fyllti her-
bergi sem tileinkað var tónlist-
armanninum.
Minningar eru óteljandi,
hvort sem setið var yfir kaffi-
bolla í eldhúsinu, áramótum
fagnað, farið til sólarlanda,
flísalagt gólf eða notaleg sam-
vera, Jón Ægir kemur upp í
hugann.
Við kveðjum góðan vin og
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Maríu og fjöl-
skyldu. Þau hafa misst mikið.
Andrés og Marta.
Við fjölskyldan á Seljalands-
vegi 48 á Ísafirði viljum með
nokkrum orðum minnast Jóns
Ægis Norðfjörð Guðmundsson-
ar.
Það er margt sem kemur upp
í hugann þegar nafn Jóns Ægis
er nefnt. Þar er fyrst að nefna
að við höfum ávallt verið meira
en velkomin til þeirra hjóna,
Maríu Þóru og Jóns Ægis,
sama hvað klukkan er. Það hef-
ur verið notalegt að eiga við þau
gott spjall og njóta vináttu
þeirra. Synir okkar hafa einnig
verið meira en velkomnir til
þeirra og oft heimsótt þau eftir
að þeir fluttu til Reykjavíkur.
Okkar reynsla af Jóni Ægi
er að hann hafi verið með dug-
legri og ráðabetri mönnum sem
við höfum kynnst. Hann var
ávallt tilbúinn að veita aðstoð
hvar og hvenær sem hennar
var þörf. Þá var stutt í húm-
orinn hjá honum. Jón Ægir
sagði iðulega að kóngurinn
lifði. Þar átti hann við átrún-
aðargoðið Elvis Presley. Hann
var með fróðari mönnum um
kónginn og safnaði mörgum
plötum og öðrum hlutum um
hann. Annað mikið áhugamál
var bíómyndir. Ef mann lang-
aði að vita eitthvað um bíó-
myndir hafði maður samband
við Jón Ægi. Hann hafði séð
margar áhugaverðar myndir og
átti prógrömm um þær flestar.
Þegar þau María Þóra komu
vestur fórum við karlarnir
stundum að veiða saman sem
honum þótti gaman og ekki
síðra þótti honum að fá sér
vindil eða í nefið í veiðiferðinni.
Við fjölskyldurnar ferðuð-
umst mikið saman. Þar kom
enn eitt áhugamál Jóns Ægis
sér vel en hann var hörkugóður
ljósmyndari og tók mikið af
ljósmyndum. Það má segja að
hann hafi verið hirðljósmyndari
stórfjölskyldunnar þegar eitt-
hvað var þar um að vera. Einn-
ig myndaði hann mikið þegar
eitthvað var um að vera í starfs-
mannafélagi Samskipa en hann
vann mestalla sína starfsævi hjá
Sambandinu og síðan hjá Sam-
skipum.
Við fjölskyldan sendum inni-
legar samúðarkveðjur til Maríu
Þóru, Gísla, Ágústs, Gróu og
annarra aðstandenda.
Jóhann Ólafson, Kolbrún
Benediktsdóttir og synir.
Jón Ægir
Norðfjörð
Guðmundsson
✝
Okkar ástkæra
AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR
sérkennari
lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn
20. október.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn
28. október kl. 15.00.
Pétur Hauksson, Sylvía Ingibergsdóttir,
Þórður Hauksson, Kristjana Fenger,
Magnús Hauksson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Gerður Sif Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og upp-
eldisfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURGEIR SCHEVING,
lést mánudaginn 24. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 29. október kl. 11.00.
Rut Zohlen,
Bylgja Scheving,
Heiða Björg Scheving, Páll Magnús Pálsson,
Sigurpáll Scheving, Eva María Jónsdóttir,
Þór Friðriksson, Sandra Mjöll Jónsdóttir,
Sólrún Barbara Friðriksdóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KONRÁÐS RAGNARSSONAR
frá Hellissandi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar-
heimilisins Jaðars í Ólafsvík og starfsfólki Sjúkrahússins á Akra-
nesi fyrir einstaka ummönnun og alúð.
Þórný Axelsdóttir,
Ragnar Konráðsson, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir,
Bylgja Konráðsdóttir, Jónas Kristófersson,
Gylfi Freyr Konráðsson, Rakel Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur einstakan hlýhug, vináttu og
stuðning við andlát og útför okkar ástkæru
JÓNU STEINUNNAR PATRICIU CONWAY
(Pattý),
Skjólvangi 1,
220 Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi fyrir einstaka umönnun og alúð.
Helgi og fjölskylda.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
VALGEIRS SIGURÐSSONAR
vélvirkja,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík.
Við viljum færa starfsfólki D-deildar HSS, D-deildar B2, 14E/G og
gjörgæsludeildar Landspítalans kærar þakkir fyrir góða
umönnun.
Guðmunda Magnea Friðriksdóttir,
Laila Jensen Valgeirsdóttir,Sigurður Halldórsson,
Sigurður Valgeirsson, Bjarney Gunnarsdóttir,
Óli Þór Valgeirsson, Elín Guðjónsdóttir,
Áslaug Valgeirsdóttir Williams, Robert D. Williams,
Friðrik Már Valgeirsson, Ingigerður Guðmundsdóttir,
Gunnar Valgeir Valgeirsson,Cristina Bodinger De Uriarte,
Herborg Valgeirsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Guðrún Valgeirsdóttir,
afa- og langafabörn.
Að skrifa
minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu
minningagreina. Þær eru einnig birtar á
www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.