Líf og list - 01.04.1950, Side 5
rétta þann misskilning og sögðum,
að við værum þakklátir, eí við
mættum leggja fyrir hann nokkrar
spurningar að hætti fréttasnápa
clagblaðanna, — en létum þó í
veðri vaka, að við værum ckki
sendir frá Morgunblaðinu, heldur
værum við á þeim buxunum að
stofna nýtt frétta — fróðleiks — og
fagurra lista — tíðskiift handa al-
þýðu, og væri okkur að því ómet-
anlegur list- og menningarauki, að
mega hafa eftir honum einhver
ummæli um ýniis mannleg áhuga-
mál, sem eru og hafa verið á döf-
inni meðal sæmilega þenkjandi
manna. Tók Laxness því vel, rétti
út liægri höndina og sagði, að ekk-
ert væri sjálfsagðara.
— Hvenær er næsta ritverk yðar
væntanlegt? —
— Næsta skáldsaga mín kemur
líklega út að ári liðnu, ef allt verð-
ur með felldu. Ég hefi nú unnið að
henni með miklum truflunum um
það bil ár, og hefir henni seinkað
meir en skyldi. Hins vegar er von á
ritgerðasafni eftir mig á næstunni.
Heitir bók sú Reisubókarkorn.
(Ath. Bókin er nú komin út). Allar
þessar ritgerðir hafa birzt áður í
blöðum og tímaritum. —
— Hafið Jtér ekki séð Jón Hregg-
viðsson á sviði hjá Leikfélaginu? —
— Jú, ég var síðast á æfingu hjá
þeim í gærkvökli. Leizt mér alveg
sæmilega á ]>að. Það er nú smátt og
smátt að komast meira form á Jjetta
allt. -
— Haldið þér, að leikendurnir
séu hæfir í hlutverkin? Þarf ekki t.
d. nokkurn skilning og nokkuð sér-
stæða persónuleika til Jiess að fara
með hlutverk Snæfríðar og júnkær-
ans í Bræöratungu? Hingað til hef-
ir svo marga leikendur okkar skort
tilfinnanlcga persónuleika. Það er
eins og ])eir séu oft skástir í út-
varpsleikritum. —
— Ég geíi mér góðar vonir um
árangurinn. Leikarar „acceptera"
oft persónur öðru vísi en við —
ekki satt? —
— En framsetningin og fram-
burðurinn? Verður leikritið flutt á
reykvjsku — þarf ekki að vanda sér-
staklega til þróttmikils og blæfag-
urs íslenzks framburðar á slíku
leikriti? Myndi t. d. fara mjög vel
á })vi, að harmleikir Shakespeares
væru fluttir á reykvísku? —
— Ætli verði svo mikil vand-
kvæði á ])ví. Mér er sagt, að marg-
ir leikendanna liafi hlotið þjálfun
í framsetningu. Að vísu gæti reyk-
vískan tæplega gengið. Hún hæfir
„revíum" og þess háttar prýðilega.
— En svo að við snúum okkur að
öðru, þá þarf mikinn sjarmör til
að geta leikið Fjalla-Eyvind, lík-
lega einhvers konar Clark Gable
(Fjalla-Eyvindur var eiginlega
,,play-boy“), en ég er hræddur um,
að okkur vanti leikara, sem leikið
gæti slikan „sjarmör", því að það
hefir auðsýnilega þurft afskapleg-
an Don Juan til þess að geta heill-
að Höllu — þið ætluð bara að sjá
fíneríið, sem verður á lienni, þegar
lcikritið verður sýnt. Leikritið er
allt ein samanþjöppuð lýrikk frá
upphafi til enda —
— Hvernig lyktaði viðskiptum
yðar og Social-Demokraten? —
— Já, þetta hefir verið rangfært
hér í Morgunblaðinu. Þeir sendu
mér úrklippu á dögunum. Það var
allt ósköp saklaust, sem þeir höfðu
eftir mér. Annars finnst mér það
töluvert einkcnnilegt, að Morgun-
blaðið sé að fjargviðrast yfir þess-
ari andúð á „moderne" list í Rúss-
landi og dálætinu þar á „natúral-
istiskri“ list. — Er það ekki einmitt
„natúralistisk" list, sem þeir hjá
því blaði eru að lofsyngja. Hingað
til hefir „moderne" list, að mér
skilsi, ekki átt upp á pallborðið
hjá þeim köllum. Er það kannske
ekki rétt hjá mér? —
— Voruð þér á stúdentafundin-
um á dögunum um andlegt frelsi?
— Nei. — .
— Haldið þér ekki, að Þórbergur
hafi í Þjóðviljagrein sinni hitt
naglann á höfuðið, þegar hann
sagði, að megnið af akademíkur-
um liér væru sannkallaðir „kont-
ór“-akademíkarar í allri menntun,
menning og viðhorfi? —
— Ég var ekki á fundinum. Það
er sennilega rétt, að til eru hér
margir kontór-akademíkarar í orði
og á borði. —
— En hcyrðuð þér kvöldvöku
stúdenta í útvarpinu? Hvað fannst
yður um akademísku skáldin, sem
þar voru kynnt fyrir alþjóð og lát-
in lesa upp skáldsmíðar sínar? —
— Nei, það heyrði ég ekki. Ég
hélt nú, að akademísk skáld væru
hreint og beint ekki til hér leng-
ur. —
— Ekki sagði kynnirinn það á
kvöldvökunni að minnsta kosti.
Stúdentafélagið virtist vera að
stæra sig af upprennandi akadem-
ísku skáldi, einhverjum Ólafi
Hauk, scm sagður er hafa verið
rekinn úrÆskulýðsfylkingunni fyr-
ir það, að hann lagði eindregið til
þess, að félagið hæfi liér Gyðinga-
og negraofsóknir í stórum stíl að
hætti Ku-Klux-Klan.
— Já, hann Óli litli. Já, einmitt.
Hann las gríðarmikið af kvæðum,
])egar hann var barn. —
— Svo að við víkjum aftur að
hinu, sem við minntumst á áðan.
Teljið þér, að margt af yðar list
yrði fordæmt í Sovétríkjunum fyr-
ir borgaralegrar-yfirstéttar — úr-
kynjunar-fagurkerahátt? —
— Ja, maður er náttúrlega for-
dæmdur alls staðar. Ég er nú þann-
ig gerður, að ég tek alltaf eitthvert
mark á því, sem sagt er mér til lasts,
jafnvel hjá þeim, sem hafa hvað
minnst vit á því — því að það get-
ur svo oft verið alveg satt, sem þeir
segja um mann. —
— Er hið estetíska í bókmennt-
LÍF 0g LIST
5