Líf og list - 01.04.1950, Qupperneq 7

Líf og list - 01.04.1950, Qupperneq 7
HÖFUNDUR þessara tvcggja smásagna eða öllu heldur svipmynda er Rúss- inn Ivan Alexyeewich Bunin (fœddur 1870). Hann hcfir dvalizt í Frakklandi síðan um byltinguna og er talinn vera næstum því sá eini, sem cftir lifir af hinum miklu rússnesku frömuðum í heimi bókmenntanna, er uppi voru í lok síðustu aldar. Sennilega er hann og einn hinna fáu rússnesku rithöf- unda, sem enn eru á lífi, er hafa varðveitt og haldið tryggð við evropeisk-rússneska crfðavenju þeirra Turgenevs og Tolstoys í hcimsbókmenntunum. Svipað og þcir er Bunin heimsborgari „par excellence“, sækir á sömu mið og þeir í rannsókn sinni á sálarlífi mannanna og kannar sams kon- ar viðfangsefni, sem liggja utan við hinn vanabundnaogtil- gangslausa hversdagsleika, er grúfir yfir smáborgaranum. Eins og þeir er hann snillingur í að draga upp nákvæmar, lifandi og óhugnanlega sannar myndir af flæktum geðs- hræringum og margþættu sálarástandi, sem liggur á milli taumlauss óskapnaðar og óljósrar trúarlirifni. Þó að Bunin hafi ljóslega sýnt hæfileiga til að rita stærri skáldsögur, hefir liann mest-megnis aukið hróður sinn á bókmenntasviðinu fyrir smásagna- gerð. En í smásögum hans kemur gleggst fram allt það, er auðkennir og prýðir hann sem rithöfund, eins og djúp og skáldleg fegurð, frumlegur og vekjandi lífs- kraftur, stórfclld leikni í fáguðum og listrænum stíl og fullkomið vald á formi. Þar kemur cinnig fram raunsæ og Iifandi frásögn og unaðsfagrar náttúrulýsing- ar, þrungnnr kyrrlátri lífsglcði. Bunin hóf listfcril sinn scm listmálari, enda kcmur það víða glöggt fram í sögum hans, að liann hcfir næmt auga fyrir litum, formi, línum og blæbrigðum. — Bunin hlaut Nobels-verðlaunin 1933. Hér á landi er hann enn — því miður — lítt kunnur. Þessar tvær smásögur, er hér fara á eftir, ættu að gefa all-góða hug- mynd um snilligáfu þessa sérkcnnilega rússneska rithöfundar, sem sagt hefir verið um, að væri gæddur svo óvcnju mikilli athygligáfu, að hann „sæi með arnaraugum á daginn og ugluaugum á nóttunni. CAMARGU AISE Hún kom inn í lestina á lítilli stöð milli Marseilles og Arles, gekk eftir vagninum, vaggandi eins og spánskur sígoyni, settist á afvikinn stað við gluggann og byrjaði eins og hún sæi engan að flisja og brjóta hnetur, um leið og hún öðru hverju lyfti upp fald- inum á svörtu pilsinu sínu og stakk hendinni ofan í vasann á hvíta pils- inu, sem hún var í innan undir. Vagn- inn var fullskipaður óbrotnu sveita- fólki, og hann var aðeins hólfaður sundur með bekkjum án milliveggja, og margir þeirra, sem sátu nálægt henni góndu á hana forvitnislega. Varir hennar, sem leiddu í ljós hvít- ar tennurnar, höfðu gráleitan blæ, og mjúka, fíngerða blásvarta hárið á neðri vörinni var þykkra hjá munnvikunum. Þeldökkt andlitið með fíngerðum drátt- um, sem skjannahvítar tennurnar lýstu upp, hafði á sér villtan og frumaldar- legan blæ. Stór og ljósbrún augu hennar, sem voru að hálfu leyti hulin dökkleitum augnahárum, horfðu ein- hvem veginn inn á við með dapurlegri og frummannslegri þrá. Niður undan þykku, silkimjúku og hrafnsvörtu hár- inu, sem var skipt í miðju með nokkr- um úfnum lokkum, er hrísluðust ofan á lágt ennið, héngu langir eyrnahring- ar úr silfri og glömpuðu við ávalan háls hennar. Fölblár hálsklúturinn, sem féll um slútandi herðarnar, vafðist í tignarlegum fellingum um brjóst henn- ar. Þurrar indverskar hendur hennar með múmíulegum fingrum og fölleit- um nöglum, héldu áfram að flisja hnet- ur í óða önn — hratt og ákaft eins og api væri að verki. Er hún hafði lokið því og hrist hnetuskurnið úr kjöltu sinni, lokaði hún augunum, krosslagði fæturna og hallaði sér aftur á bak í sætinu. Bogadregnar lendar hennar þöndust út í þéttum og breiðum hvelf- ingum undir svörtu og nærskornu pils- inu, sem féll svo yndislega niður af grönnu og kvenlegu mittinu. Hörundið á litlum, nöktum fótunum glóði af daufum sólbruna, hún var í fátækleg- um skóm, fléttuðum lituðum böndum — bláum og rauðum . . . Hún fór út úr lestinni, áður en við komum til Arles. „C’est une Camarguaise", sagði sessu- nautur minn, af einhverri ástæðu mjög raunalega, um leið og hann horfði á eftir henni. Hann var sveitamaður, sterkur eins og naut, með dökkan lit- blæ í rauðum og þrútnum æðunum. HUNDRAÐ RÚBLUR Ég sá hana fyrst að morgunlagi í garðinum umhverfis gistihúsið, sem ég bjó í um þær mundir. Það var gamalt hús í hollenzkum nýlendu-stíl, er stóð við ströndina, umvafið kókóspálmavið. Og upp frá því sá ég hana á hverjum morgni. Hún sat makindalega í strástól í bjartri og hlýrri forsælunni, sem stafaði af húsinu, aðeins tvö skref frá svölunum. Hávaxinn Malæi í hvítum léreftsfötum með gult andlit og lítil stingandi augu gekk berfættur yfir mölina til hennar, það skrjáfaði í möl- inni undan berum fótum hans, og setti á borðið við hliðina á stólnum hennar bolla á bakka af gagnsæu og gulbrúnu tei, mælti til hennar kurteisisorð, hneigði sig svo og gekk á braut; og hún lá þarna hálfvegis, blaktandi blæ- væng úr strái, töfrandi augu hennar glömpuðu eins og svart flauelsflos .. . hvaða fyrirbæri jarðneskrar sköpunar gat hún verið? Smágerður, kaffi-brúnn, þrýstinn hitabeltis-líkami hennar var nakinn of- an frá örmum og herðum að brjóstun- um, og fætur hennar voru berir upp að knjám. Litlir fætur hennar með rauðum nöglum gægðust undan rauð- um böndum gul-lakkaðra trésandala. Tjörusvart hár hennar, vafið hátt upp í hnakkann, hafði á sér grófan blæ, sem stakk einkennilega í stúf við fín- legt barnslegt andlitið. I litlum eyma- sneplunum hengu holir gullhringir. Og svört augnahár hennar voru svo ótrú- lega löng og töfrandi — svipað og himnesk fiðrildi, sem flögra svo töfr- andi yfir himneskum indverskum blómum . . . Fegurð, gáfur, heimska — ekkert þessara orða átti við hana, því síður nokkur venjuleg mennsk lýs- ing; raunar leit hún út eins og hún væri upprunnin á annarri stjörnu. Henni fór bezt af öllu að vera algerlega þögul. Þarna livíldist hún í þögn, hreyfði hægt upp og niður svört flau- els-augnhárin eins og fálmstengur af fiðrildi, veifandi blævæng sínum í hrynjandi . . . Morgun nokkurn, þegar hlaupavagn- inn kom upp að gistihúsinu og ég bjóst til að fara með honum í daglega för mína um borgina, mætti Malæinn mér á svalarþrepunum, hneigði sig djúpt og sagði þýðlega við mig á ensku: „Eitt hundrað rúblur, herra minn.“ Stgr. Sig. ísl. LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.