Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 11
um, tangóum og jövum. Sartre er
ekki nema 150 sentimetrar frá
hvirfli til ilja, og þess vegna virð-
ist hann vera dvergur á dansgólf-
inu, og sjónin langt frá því að vera
hrííandi þar eð skynjun heimspek-
ingsins fyrir hrynjandi er á mun
lægra stigi en rökskynjun hans.
Stundum fer hin næturlanga
gleði fram fyrir luktum dyrum
existensíalistanna. Sartre á þá til
að leggja á hilluna sína fíngerðu
spauggreind og hefja óskapleg
skrípalæti. Á einu slíku kvöldi,
segir sagan, byrjaði Sartre að fara í
hnefaleik við skraddaragínu. 1 her-
berginu var gamalt rúm með
sængurhimni yfir. Lærisveinn
Sartres, Simone de Beauvoir, lag-
leg bláeyg kona brúnhærð, sat á
rúminu. Þar kom að lokiun, að
lieimspekingurinn missti jafnvæg-
ið, sængurhiminninn losnaði og
hlunkaðist niður á höfuðið á de
Beauvoir. Þá var skálað og því lýst
yfir, að Sartre væri búinn að krýna
hana drottningu existensíalismans.
Margar af konunum i söfnuði
Sartres eru aðeins laglegar skraut-
brúður í samfélagi andans. Simone
de Beauvoir er hins vegar gáfna-
garpur. Hún er fyrrverandi jrrófess-
or í heimspeki, eins og Sartre, og
auk þess að hún skrifar hrífandi
greinar um siðíræði, þjóðfélags-
fræði og hugsjjeki, liefur hún sam-
ið margar skáldsögur og leikrit.
Síðasta skáldsaga hennar, Le Sang
des Autres (Blóð annarra) liefur að
geyma kjarnann úr kenningum
existensíalismans og fékk góða
dóma. En leikritið Les Bouches
Inutiles (Gagnslausir kjaftar) fékk
slæma útreið og gagnrýnar ujjp-
nefndu það La Piéce Inutile
(Gagnslaust leikrit).
De Beauvoir er einn af liinum
mjög fágætu og afburða þroskuðu
lærisveinum Sartres. Langflestir
hinna eru kornungir, á aldrinum
frá 17 til 25 ára, og flestir stúdent-
ar. Allmargir tónlistarmenn og list-
málarar eru þó þeirra á meðal, t.
d. Georges Patrix, fyrrverandi læri-
sveinn Sartres, heldur því fram, að
málverk sín séu existensíalísk list.
En Sartre neitar því að málarar- og
tónlistarmenn geti skapað existen-
síalísk verk, þar eð existensíalism-
inn „sé aðeins ætlaður iðnfræðing-
unt og hcimspekingum."
Fjöldinn af fylgismönnum Sartr-
es er af hinni gáfuðu ungu kyn-
slóð, af báðum kynjum. Þó er það
viðurkennt af existensíalistum
sjálfum, að margir þeirra sem telj-
ast til hreyfingarinnar séu andlegir
upjrskafningar, sem þarna hafi að-
eins fundið tízkufyrirbrigði til að
lianga í. Existensíalistinn er nauða-
líkur hinum sífrægu umrenningum
á Vinstri Bakkanum, hjákátlegur,
síðhærður, með rólegt yfirbragð í
víðum buxum, oftast með bækur
eða handrit undir arminum, eins
og eilífðarstúdent.
Existensíalisminn er ekki að öllu
leyti nýtt fyrirbæri. Sumpart er
hann sprottinn af heimspeki
danska trúarbragðahugsuðarins
Sören Kierkegaard, sem leitaðist
J
Lærisveinn Sartres, listmálarinn
Georges Patrix, og mynd eftir hann.
við að byggja nýjan, heimspekileg-
an grunclvöll undir kristnina með
því að skilgreina tilveru mannsins,
frekar en með abstrakt hugmynd-
um um eðli hans.
Sartres er guðleysingi og hafnaði
því hinum trúarbragðalega kjarna
í heimspeki Kierkegaards, en hirti
hið írumspekilega hýði. Hann
hafnar þeim arfgengu sjónarmið-
um, að unnt sé að útskýra mann-
inn og heiminn með abstrakt
hugtökum og skýrum hugmyndum.
Þegar existensíalisminn þreifar sig
inn í leyndardóminn um örlög
ntannsins, eðli hans og afdrif í ver-
öldinni, hojjpar hann út frá þeirri
steinköldu staðreynd, að maðurinn
er til. Hann er ekki til með fast-
mótaðri, fyrirfram ákvarðaðri
skaphöfn, heldur með möguleika,
sem leyfi honum að þróast í ýmis-
legar áttir, sent er undir því kom-
ið, hvað hann gerir við líf sitt. Því
að maðurinn er sveigjanlegur
(jjlastískur), og það er á valdi hvers
einstaklings að fullskajra sína eig-
in persónu, sitt eigið „mannlega
eðli.“ Þannig veit enginn, hvað
maðurinn er, fyrr en liann er dauð-
ur. Existensíalistar orða þessa hug-
mynd með reglunni „tilveran er á
undan kjarnanum (innra eðlinu).“
Það sem meira er: Án þess að
maðurinn hafi kosið sér það, er
honum meiningarlaust troðið inn
í veröld á ákveðnum tíma og inn
í ákveðið þjóðfélag. Hann kaus sér
ekki að fæðast, en hann er „hér“
og þannig „ábyrgur og honum fal-
ið‘ að láta tilveru sína rætast, full-
komna líf sitt. En náttúruöflin
þjarma sífellt að tilveru mannsins
og vegna óvissunnar í hinum
fjandsamlega alheimi er hann
haldinn ótta og kvíða. En þar
eð hann þekkir ábyrgð sína á því
að gera eitthvað úr tilveru sinni,
þegar búið er að fleygja honum
inn í tíma og rúm, festist í honum
djúp sektarkennd.
Hvað á maðurinn að gera við
tilveru sína? Um leið verður manni
á að spyrja: Hvert er eðli frelsisins?
Því svarar Sartre þannig, að mann-
inum sé frjálst að aðhafast, en
LÍF og LIST
11