Líf og list - 01.04.1950, Qupperneq 12
STAFKRÆKLINGAFRÆÐI og SKALD
Hér fer á eftir smásaga eftir kom-
ungan, ókunnan höfund. „Lxf og list"
telur hana mikinn hvalreka á fjörur
sínar og þykir því hlýða, að fylgja
henni úr garði með nokkrum orðum og
herma jafnframt lesendum, hvernig
hún barst tímaritinu í hendur og hví
hún er tekin hér til birtingar. Svo er
mál með vexti, að sá, er þetta ritar,
veitir tilsögn í móðurmálsgreinunum í
Gagnfræðaskólanum við Lindargötu
hér í bæ. Að vísu fer sú fræðsla að
mestu leyti fram eftir ströngustu fyrir-
mælum fræðslulaganna alræmdu,
stuðzt við málfræðikenningar Björns
Guðfinnssonar, þar sem aukaatriði em
gerð að aðalatriðum, nemendur hvattir
til að leggja hinar fáránlegustu staf-
setningarreglur á heilann til þess að
geta slampazt í gegnum vorpróf. Móð-
urmálskennarar við þessa unglinga-
skóla verða blátt áfram að hlíta þess-
um fyrirmælum í kennslu sinni út í
yztu æsar, ella eiga þeir á hættu, að
prófsárangur nemenda þeirra verði lít-
ill eða enginn, því að prófverkefnin öll
eru samin af ströngustu — mér liggur
við að segja — „orthodoxustu“ björns-
guðfinnskutrúmönnum meðal íslenzku-
kennara hér í Reykjavík. En hver hef-
ir árangurinn orðið af þessu þurra-
striti þessara „orthodoxu“ stafkrækl-
inga? Enginn annar en sá, að tungunni
flughrakar með hverjum deginum, sem
líður, áhugi æskunnar á fallegu máli og
fögrum stíl fer óðum þverrandi, lítil
gleði yfir því að spreyta sig á að hugsa
eða semja — eða í fáum orðum sagt:
allt of lítill vísir til sköpunargleði al-
mennt. — En nú er þannig málum hátt-
að, að ég hefi stöku sinnum brotið í
bága við þessi lög, látið nemendur
semja ritgerðir um efni, sem ég taldi,
að væru þeim skapfelld, forðazt að
taka harðar á stafvillum í þessum rit-
gerðum en brýnasta þörf krafði, en
hins vegar tekið þeim mun harðar á
alvarlegum mál- og hugsanavillum, og
reynt af fremstu getu að benda þeim
á einhverjar leiðir til að auðga og
vanda málfar, stíl og frásögn. Að dómi
sannmenntaðra manna hlýtur þetta vit-
anlega að vera meginhlutverk allra ís-
lenzkukennara, en eins og nú er um
hnútana búið, er nær ókleift að gegna
þessu veigamikla hlutverki. Það er
kunnara en frá þurfi að segja. Raunar
mæla lögin svo fyrir, að nemendur
semji 4—G ritgerðir um veturinn, en
það er allt of lítið, og auk þess er fyrir-
hann verði að aðhafast til að verða
frjáls. Maðurinn sé frábrugðinn
öðrum skepnum og dauðum hlut-
um í því, að honum sé frjálst að
velja sér það, sem hann vill gera.
En þetta valfrelsi verði þá fyrst að
fullkomnu frelsi, þegar maðurinn
hefir gert sér val og snýr sér að at-
höfninni, t'er að keppa að mark-
inu, sem hann hefur sett sér. Frels-
ið sé æðst allra hluta.
Bókmenntir existensíalista liafa
orðið fyrir miklum áhrifum, bæði
í tækni og efnisvali, frá bandarísk-
um rithöfundum eins og þeim
William Faulkner, Erskine Cald-
well og John Dos Passos, og hafa
hneykslað lesendur, bæði málið á
þeim og hugmyndir sem þar koma
fram, álíka og Louis-Ferdinand
Céline gerði fyrir styrjöldina. Við-
kvæmum borgurum þykir nóg um,
þegar þeir sjá setningu eins og
j^essa, Jxar sem söguhetjurnar eru
karl og kona og karlhetjan lýtur
yfir kvenhetjuna dauðadrukkna og
segir: „Beiskan uppsöluilm lagði
út úr þér áðan, en Marthieu andaði
honum áfergjulega að sér.“
Enginn frýr Sartre vits, svörn-
ustu andstæðingar hansoggagnrýn-
endur efast ekki um gáfur hans.
Meginverk hans heimspekilegs efn-
is er yfir 700 blaðsíðna rit og heit-
ir L’Etre et la Néant (Veran og
ekkert).
Ingimar Erl. Sigurðsson
munað að taka mark á ritgerðum þess-
um í einkunnagjöf. Svo svívirðilegur
er lágkúruháttur þessara aumingja
manna, er telja sig halda vörð um
tunguna.
Og nú var það eitt sinn, að ég gaf
nemendum í þessum gagnfræðaskóla
sjálfvalið efni til heimaritgerðar. Flest-
ir þessara nemenda höfðu fram til
þessa sýnt lítil tilþrif í stíl og list-
rænni meðferð máls, — stílarnir flest-
ir verið bragðdaufir og litlausir, tæp-
ast örlað á nokkru hugmyndaflugi eða
sköpunarþrá, orðaforði af skornasta
skammti og ósmekklega valið til orða-
lags yfirleitt — eins og kannske við
mátti búast. Ég hafði raunar lengi haft
grun um, að eitthvað óvenjulegt byggi
Það sem franskir gagnrýnendur
liafa mestan viðbjóð á í skáldrit-
um existensíalista, er hið tilfinn-
ingasnauða viðliorf til mannsins og
veraldarinnar, smekklausar endur-
tekningar, og ruddalegt málfar. Al-
geng yrkisefni eru saurlifnaður,
kvöl, skelfing, ragmennska og lífs-
íiótti, þar sem persónurnar fórna
höndum í örvæntingu og spyrja sí
og æ: „Hvers vegna lifum við á
þessum tímum?“
Að Jjcssu leyti er hreyfing þessi
táknræn um vonleysið, sem farið
hefur um margar Jjjóðir í kjölfar
styrjaldarinnar.
G. B. ísl.
12
LÍF og LIST