Líf og list - 01.04.1950, Síða 13
í einum nemanda. Það hafði komið
glöggt fram í öllum þeim ritgerðum,
sem hann hafði áður samið um vetur-
inn, að hvorki skólum, lærifeðrum hans
né forheimskun tíðarandans hafði tek-
izt að slökkva þann listræna og frum-
lega neista, sem leyndist í því, sem
hann ritaði. Og nú bregður svo við, að
þessi nemandi frumsemur smásögu,
smásögu þá, sem nú kemur fram á
sjónarsviðið. Með öðrum orðum:
sprengir af sér fjötra þess andrúms-
lofts, sem hin smásmugulegu fræðslu-
lög leggja honum á herðar og gefur
dauðann og djöfulinn í allt, sem líkist
venjulegri skólaritgerð, hefur sig upp
af flatneskjunni og úr smámennskunni
í kringum sig og lætur gamm ímynd-
unaraflsins geysast fram og ráða ferð-
inni. Sagan hreif mig þegar í stað —
og mér fannst undravert að finna í
henni skáldlega æð og ferska sköpun,
stórbrotnar, fagurkeralegar tilhneiging-
ar, smekk, þroska, stílsnilld, gleði í frá-
sögn og óvenjulega leikni í meðferð
vandasams viðfangsefnis og það hjá
jafn-barnungum manni, 16 ára gömlum
Hún er óvenjulegt barn — þessi
litla sjö ára gamla stúlka. Hún er
ekki stór eftir aldri, eilítið bogin í
baki með fölarkinnar,grannaökkla
og eitthvað í fari hennar og fram-
koniu, eitthvað, sem var þess vald-
andi, að mér fannst ég vera að tala
við jafnaldra. Þó að ég væri orðinn
stúdent og hafði verið sagt í trún-
aði, að ég væri vel til þess fallinn
að komast áfram, liafði ekki skóla-
stjórinn sagt: „Þér eruð prýðis-vel-
gefinn og skapið yður hugmyndir
um hlutina sjálfir, en þér eruð full-
óreglusamur."
Nú var ég í sumarfríi og dvaldist
hjá móðurbróður mínum og konu
hans ií lillu timburhúsi í brekkunni
á Akureyri. Þessi bjarthærða stúlka,
sem sat þarna í stól gegnt mér og
gagnfræðaskólanema í Reykjavík. Sag-
an ber vott um það mikinn lífsþroska,
að hún er samboðin hvei'jum fullorðn-
um manni og ekki einungis það, því að
hún stendur fyllilega á sporði flestum
smásögum íslenzkum, er nú birtast, og
væri boðleg hvaða bókmenntarýni sem
væri. Sagan virðist bera einhvern keim
af dular- og hryllingskennd þeirri, sem
kemur fram í sögum Edgar Allans Poes
og „estetískum" skáldsmíðum Oscai’s
Wildes, en óhætt mun að fullyrða, að
hvergi felist í henni stæling né eftir-
öpun af nokkru tæi. Allt bendir hins
vegar til, að hún sé frumleg og sjálf-
stæð tjáning (,,expression“) persónu-
legs og listræns huga. Og má slíkt
óvenjulegt kallast meðal ungra rithöf-
unda hérlendis, sem margir hverir
virðast draga dám af sínum sessunaut
að meira eða minna leyti.
Höfundurinn heitir Ingimar Erlendur
Sigurðsson, fæddur 1934. Faðir
hans var listmálari, ættaður úr Hafn-
arfirði, og er nú látinn fyrir all-mörg-
um árum, en móðir hans er norðlenzk
að uppruna. Stgr. Sig.
horfði á mig stórum augunum var
dóttir þeirra. Hún var ófeimin.
„Hefirðu verið á Akureyri fyrr?“
spurði hún.
„Jú,“ svaraði ég og brosti, „ég er
fæddur hér í húsinu hans Þórðar
gullsmiðs."
Hún kinkaði kolli:
„Sjórinn gengur alveg upp að
því.“
Ég stóð upp, horfði út uni glugg-
ann. Þarna hafði ég leikið mér og
fleytt steinum á sjónum, og síðar,
þegar mér óx fiskur um hrygg,
liaíði ég siglt á Pollinum. Það voru
hamingjusamir dagar, það var
freyðandi bikar, sem að lokum var
tæmdur, og tómleikinn kom í Ijós,
lífið sjálft, fullt af skammvinnum
nautnum og hverfandi gleði tók
við, og ég ósjálfrátt líkti við rúss-
nesku Volgulögin, sem doína og
skýrast á ný og að lokum deyja
alveg út. Ég leit af gáróttum firðin-
um til þessara sérkennilegu fjalla,
sem mér liafði þótt svo vænt um.
Og núl, fór einhver vanmáttar-
kennd um mig — ég kunni ekki við
mig, allt var svo þröngt og nálægt,
mér veittist erfitt að hugsa, og mér
fannst fjollin rnyndu þá og þegar
falla yl'ir mig. Ég settist niður aft-
ur, tók bréfpoka úr vasa mínum.
„Viltu brjóstsykur?"
„Ertu búinn að sleikja hann?“
Ég horfði brosandi framan í
liana.
„Leið þér illa út í líkkistunni
áðan?“ spurði hún.
„Hvaða líkkistu?"
Hún benti á gluggann. Nú fyrst
tók ég eftir þvá, hvað þessi stóri,
djúpi, hvítmálaði gluggi var líkur
líkkistu.og þetta litla barn var eins
og engill.
Mörg ár eru liðin. Ég er búinn
að taka próf úr læknadeild Háskól-
ans og sigli til Danmerkur á kom-
andi vori. Móðurbróðir minn hef-
ir skrifað mér og boðið mér til sín.
Hann liaíði flutzt til Siglufjarðar
fyrir ári síðan. Ég þáði boðið, kom
þangað á leiðinlegu, votu sunnu-
dagskvöldi. Það voru fáir á ferli, og
ég flýtti mér að finna húsið, sem
stendur lítið utar en aðalþyrping-
in, studdi höndinni á vota dyra-
bjölluna. Hurðin opnaðist.
„Gott kvöld,“ sagði hún og stóð
þarna í dyrunum, há og meðal-
grönn, og eilítið bogin í baki. Hún
leiddi mig upp dimnran, brattan
stiga. „Við bjuggumst ekki við þér
svona fljótlega. Mamma og pabbi
fóru á miðilsfund, koma einhvern
tímann síðla í nótt,“ sagði hún og
gretti sig. —
Klukkustund leið. Ég fékk að
vita margt. Hún var í skóla og
lienni leiddist.
ÞRJÁR LÍKKISTUR
Smásaga eftir INGIMAR ERLEND SIGURÐSSON