Líf og list - 01.04.1950, Page 14
r--------------------------^
KATHLEEN RAINE:
FERÐALANGURINN
Hundrað ár ég svaf und þyrniviði,
unz tréð varð rút og greinar af hugsuninni,
unz hvit blóm sprungu út A krónu minni.
Þúsund ár ég flaut og barst um valn,
unz barmafull mín augu sáu
mánaskin og skýjabrennu i loftsins hvelfi háu.
Vindur, sem blés yfir lendur,
ég byggði mér musteri úr snjó, kastala úr sandi,
og skildi við þau í auðn eins og dauðs manns hendur.
Ég borinn var i heiminn til að lifa einn dag,
ég hefi vœngi, sem glilra og ótal þúsund augu,
ég hlýt að deyja í eldinum eða drukkna i vatnsins ál.
Ég verð að lifa — ég verð að deyja,
ég er minning allra, er þrá,
ég er heimsins aska, og ég tendra heimsins bál.
Steingrímur Sigurðsson þýddi.
-------------------------------------------------------------------)
„Ég vil verða málari,“ sagði liún
og sýndi mér fáeinar myndir eftir
sig. Þær voru fast mótaðar og vel
málaðar, en ekki nógu lifandi. Ég
minntist á það við hana, en hún
varð ergileg á svipinn og sagði:
„Alltaf þetta, þetta segja kenn-
ararnir líka.“
Ég áræddi ekki að fara lengra út
í þessa sálma og spurði:
„Hver býr í kjallaranum?"
Hún þagnaði, stóð upp, benti
mér að koma. Við gengum niður
stigann og niður í kjallara. Það
marraði í hurðinni — ég stóð á
miðju gólfi í illa ræstuðu, tóniu
herbérgi að undanteknum tveim
stólpum, sem stóðu við liægri vegg-
inn, og ofan á þeim eitthvað hulið
þvkkri, svartri ábreiðu, klæði, sem
(hóst til hliðar, og í ljós kom stór,
hvítmáluð kista, líkkista. Hún opn-
aði líkkistuna, skrækti og benti á
tvö starandi augu. Hún skríkti aft-
ur:
„Dauðinn býr í kjallaranum!!“
Það eru sex mánuðir liðnir síð-
an ég kom frá Danmörku. Ég hefi
l’engið skurðlæknisembætti á Nýja
spítalanum. Og í kvöld á ég að
skera fyrstu manneskjuna upp. Ég
liefi verið kvíðinn síðustu tvær vik-
urnar, reykt tvo pakka af sígarett-
um á dag og ekki komið nálægt
kvenfólki í langan tíma. Um að
gera að hafa taugarnar í lagi, þó
að ekki sé nema um einfaldan
botnlangaskurð að ræða. Stundin
rennur upp. Það er kvenmaður.
Hún liggur þaxna á skurðborðinu,
Shelley og ljóðagerðin.
Það er ævagömul trú manna á meðal,
að listaverk, ljóð og sögur eigi aðeins
að gegna því hlutverki, að vera til
skemmtunar og dægradvalar. Slíkt fólk
hafnar að trúa því, að list geti haft
nokkra dýpri merking í lífi voru eða
megni að ráða athöfnum vorum. — Á
hinn bóginn eru margir þeirra skoðun-
ar, að list verði að vera fræðandi, með
augljósum „móral“, sem heimfæra megi
upp á tiltekið ástand.
Þessu hefur Shelley svarað bezt í riti
sínu, „Til varnar ljóðagerðinni", og þar
kemst hann að kjarna málsins. Hann
segir, að skáldskapnum beri að gera
fólki til geðs, en það útiloki ekki skáld-
skapinn frá því að orka á siðferðiseðli
vort. Ljóðin verka með guðdómlegum
hætti. Hið mikla tæki siðgæðisins er í-
myndunaraflið,og ljóðið er miðill þess“.
Shelley álítur ,að ljóð, og reyndar all-
ur skáldskapur, hvort heldur er laust
mál eða bundið, geri hugann ferskari.
Hvert nýtt skáld, með nokkra ærlega
taug, reynir að sýna heiminn í nýju
ljósi, eins og hann kemur því fyrir
sjónir. Stundum gerir skáldið það, án
þess að fara út fyrir viðjar tíðarandans
og hefðbundins hugsunarháttar.
og ósjálfrátt verð ég að dást að
vextinum. Það er búið að svæfa
hana. „Allt er til reiðu,“ segir litla,
rauðhærða hjúkrunarkonan, sem á
að vera mér til aðstoðar. Auk þess
eru þarna tveir æfðir læknar, vinir
mínir, sem ég hafði óskað, að væru
viðstaddir. Þeir höfðu brosað og
sátu nú á legubekk og lásu dag-
blöðin ....... Hið fyrsta, sem ég
sá, þegar ég rankaði við mér, voru
tvö starandi augu, augun í kjallar-
anum.
Jarðarförin fór fram viku síðar.
Litla dóttir móðurbróður míns var
borió til grafar. Stór, hvítmáluð
kistan seig hægt ofan í jörðina. Síð-
asti sólargeislinn situr fastur á
hcnni. Málverkin hennar hafa öðl-
azt líf — líf — fyrir dauða.
14
LÍF og LIST