Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 17
andstöðu við hinn ofstækisfulla
liðsforingja, sem telur það skyldu
ættjarðarinnar, að uppræta trúna,
og lifir fyrir þessa köllun sína líkt
og vandlætingafullur postuli. Því
að presturinn verður, með því að
rígbinda sig þannig trúarköllun
sinni fram í dauðann, ágætt tákn
ekki einungis um kynngimátt and-
ans, heldur og um þá einkennilegu
mótsögn, aðandleg heilindi eru ekki
nauðsynlega samfara félagslegri
göfgi, en getur verið ódrepandi
sannfæring, sem á sér dýpri rætur
cn félagslegar dyggðir. 1 annarri
skáldsögu, „Brighton Rock“, hefir
Graliam Greene leitazt við að ein-
beina sögu sinni að vandamáli
hins illa, en fulltrúi þess í sögunni
17 ára garnall glæpamannaforingi.
„Brighton Rock“ nær ekki sama
áfangri og „The Power and the
GIory“, mest megnis vegna þess, að
hin unga söguhetja verður aldrei
fullkomlega heilsteypt vera. Sagan
reynir þó að leggja áherzlu á, að
jrað sé, ef til vill, handan venju-
legra takmarka félagslegs og sálar-
legs misræmis, eittlivert óskiljan-
legt tortímingarafl í oss, sem virð-
ist vera neitun á öllu andlegu lífi.
Þar sem Graham Greene ritar
greinilcga með því að hafa trúar-
legan bakhjarl, virðist eins og Rex
Warner, sem er einn hinna fáu
yngri efnilegra sagnahöfunda okk-
ar, bindi sig ekki við neina sér-
staka trúarstefnu. Rex Warner
byrjar feril sinn sem stúdent í
grískum fræðum, og gömlu fræðin
kunna að hafa hjálpað honum að
rneta gildi þessa andlega frelsis,
sem, ásamt samvizkufrelsi og óbeit
á allri kúgun, er hvarvettna að
finna í sögum hans þremur. Þessar
sögur, sem hafa greinilega orðið
fyrir áhrifum af hinum stórbrotnu
en taugabrengluðu hugleiðingum
I'ranz Kafka, hafa tilhneigingu til
að taka á sig sjálfstæðan stíl og yf-
irbragð. í mestu skáldsögu hans til
þessa, „The Professor“, nær stíl-
snilld hans hástigi. í samræðum
þessum er drepið á liið raunveru-
lega deiluefni — og því veitt full-
komið skil — rnilli andlegs frelsis
annars vegar og andlegrar þrælk-
unar liins vegar.
Að síðustu langar mig að geta
enn yngri höfundar, William
Sansom að nafni, sem hefir gefið
út til þessa tvö smásagnabindi.
Annað þeirra f'lytur smásögu, sem
er einkar góð. í sögunni „The
Maze“ hefir Sansom tekizt að
skapa lieim, með því að bregða
upp mjög skýrum myndum fyrir
augað og með fullkomlega ljósum,
en þó einkennilega dulrænum stíl,
sem líkist andans spennistöð, þar
sem lesandinn, er fylgir söguhetju
Sansoms inn í völundarhús hans,
villist, þá er hann fálmar eftir lykl-
inum — ekki einungis eftir lykl-
inurn að völundarhúsinu — heldur
og heiminum sjálfum.
II.
Að undanskildum þessum þrem
ofangreindu höfundum er ensk
samtíðar-sagnagerð yfirleitt ekki
sérstaklega frumleg. Þó skortir nú
á dögum ckki verulega athyglis-
Graham Greenc
verð ljóð í kvæðagerð, þó að mörg
yngri skáldin hafi tyrfið og óljóst
orðalag. En áður en freistazt er til
að sýna, hvcrnig enn meiri áherzla
virðist vera lögð á andlcg verðmæti
jafnt í samtíðar-ljóðagerð og í
beztu sagnagerð, ber að geta lof-
samlcga síðustu ljóðabókar W. P.
Yeats. Yeats dó sncnnna í styrjöld-
inni, án þess að hafa náð nokkru
sérstöku takmarki, eftir að liafa lif-
að í sífelldri andlegri pílagríms-
göngu, sem knúði hann til að
þjóna svo einkennilegum yfirboð
urum eins og töfratrú, indverski
heimspeki (smbr. hversu Huxley og
Maugham eru einkennilega heill
aðir að indverskum hugmyndum)
og ný-platónskri hugsun. Þó að svo
sýndist í tveim fyrri kvæðum, ort-
um 1928 og 1930 í „Sailing to Byz-
antium“ og „Among School Child-
rcn“, að Yeats hefði öðlazt per-
sónulega heildarsýn af hinum sýni-
lega og ósýnilega heimi, eru mörg
kvæðin í „The Last Poems" kvala-
stunur andlegs ósigurs og óbland-
innar þjáningar. Ljóð, senr ort eru
á gamals aldri, lineigjast að því, að
vera annað hvort yfirprestleg eða
væmnislega tilfinninganæm, en í
bók Yeats „The Last Poems“, er
hin mikla skelfing ófullnægðrar
ævi. Það er sem Yeats í hinni eftir-
tektarverðu „Vision“ hafi talið sig
hafa skynjað hciminn, en gæti ekki
gert neitt annað í andarslitrunum
en fullvissa sig um, að honum
hefði skjátlazt. Þessi „Last Poéms“
munu lifa vcgna heiðarleika þeirra
og einfeldni.
Það er eftirtcktarvert að athuga
í þessu sambandi, að Walter de la
Mare, sem valdi sér það hlutskipti
á hinni löngu lífsleið sinni, að lifa
í einkennilega leyndardómsfullum,
Jiöglum, en þó hljómþýðum
skugga- og draumaheimi bæði í
sagna- og ljóðagerð sinni, hefir
auðnazt að særa fram andríkt og
ógnþrungiðlandslag í hinu langa og
LÍF og LIST
17