Líf og list - 01.04.1950, Síða 18
EDDURNAR
BÓKMENNTARÝNI
LÝRIIÍKIN.
íslcnzk nútímalýrikk. Urvals-
kvæði cftir 30 skáld. Kristinn E.
Andrésson og Snorri Hjartarson
bjuggu út. Þorlcifur Gunnarsson.
Safnrit og sýnisbækur einstakra höf-
unda eða fleiri saman eru að verða æ
vinsælli. Og þó eru þau sú tegund bók-
mennta, sem aldrei verður hægt að gera
öllum til hæfis með.nema svo heppilega
standi á, að ekki liggi meira eftir höf-
undinn, er til greina kemur, en sem
svarar skikkanlega til sætisrúms í safn-
inu. Af verkum hinna saknar maður
nær alltaf einhvers, sem ekki var tekið
með í úrvalið. Vegna þessa eru slík
söfn nokkurs konar „prívatmál!“ En
hver hefur ekki gaman af þeim?
En hér eru smekkvísir veljendur að
verki. Öll eru kvæðin góð og lýrísk.
Það skal tekið fram, sem reyndar
stendur í formála bókarinnar, að kvæð-
in eru öll til orðin eftir aldamót, og því
þýðir ekki að leita þama að „Ég bið að
heilsa" eftir Jónas né neinu eftir Þor-
stein, einhvern mesta lýrikkara ís-
lenzkra bókmennta. Samt er þetta in-
dælasta bók. Og að ytra frágangi er hún
hreinasta gersemi.
siðasta kvæði hans, „The Travell-
er“. Ferðalangur hans, sem er mað-
ur „í sannleiksleit, deyr í hinni
miskunnarlausu eyðimörku, án
þess að hafa náð takmarki — ef í
rauninni nokkru takmarki er að
ná. Þó deyr hann sem sigurvegari.
För hans um óbrotið, en ákaflega
iifandi klettaland og eyðimerkur-
lönd, virðist einkennileg eftirlík-
ing af pílagrímsgöngu Christians í
líkingasögu Bunyans. í því ríkir
sönn tign. og skáldlegur hreinleiki.
Stgr. Sig. ísl.
Frh. í næsta blaði.
SAGAN.
Saga íslcndinga VII. Tímabilið
1770—1830. Upplýsingaröld. Sam-
ið hcfur Þorkell Jóhannesson. —
Mcnntamálaráð og Þjóðvinafélag.
Dr. Þorkell Jóhannesson er afkasta-
mikill og traustur sagnfræðihöfundur,
og í hans höndum verður efnið aldrei
of þurrt og leiðinlegt, því að í frásögn
hans er hæfilegur hraði. Þannig skrif-
ar hann um sérgrein sína, atvinnu- og
viðskiptasöguna, sem fáir sérfræðingar
eiga sýnt með að blása lífi í. Og í menn-
ingar- og menntaþættinum, sem hann
lýkur bókinni með, er hann á góðum
spretti og gerir hann skemmtilegan. Og
af því að íslendingar eiga enga sam-
fellda bókmenntasögu, ekki einu sinni
ágrip, munu þeir verða guðsfegnir bók-
menntayfirliti dr. Þorkells á þessu tíma
bili, sem hann veitir ríflegt rúm af bók
sinni.
Saga mannsandans. I. Forsaga. II.
Austurlönd eftir Ág. H. Bjama-
son. Hlaðbúð, Rv.
íslenzkri alþýðu opnaðist SEinnarlega
ný útsýn fyrir fjörtíu árum, þegar Yf-
irlit yfir sögu mannsandans byrjaði að
koma út, þar sem Ágúst H. Bjarnason,
þá kominn sprenglærður utan úr hin-
um stóra heimi, flutti heimspekina á
máli, sem allir skyldu. Bókinni var tek-
ið forkunnar vel, og hefur hún verið ó-
fáanleg um áratugi. Hún hafði ákaflega
mikil áhrif á kynslóðina, sem þá var að
vaxa úr grasi. Það var því fagnaðarefni
mörgum, þegar bókin byrjaði að koma
í annari útgáfu í vetur. Þessi útgáfa er
bæði aukin og endurbætt, og höfundur
virðist vera engu síður ferskur í athug-
un og framsetningu en hann var fyrir
nærri hálfri öld. Ritið á að verða sex
bindi alls, og verður að öllu leyti viða-
meira en það var í fyrri útgáfu. Útgef-
andinn, Hlaðbúð, virðist hafa sett sér
það markmið að gefa aðeins út frum-
samin verk islenzkra höfunda og er
einn hinn vandvirkasti um allan frá-
gang á bókum sínum.
Eddukvæði. Snorra-Edda. Eddu-
lyklar. — Guðni Jónsson bjó til
prentunar. — fslendingasagnaút-
gáfan, Rvk.
Enda þótt mikið kapphlaup virðist
hafa verið þreytt undanfarin ár um út-
gáfu á fornsögum okkar, hefur enginn
þessara útgefenda sinnt því að færa
okkur Eddurnar í nýjum búningi, fyrr
en hin ágæta íslendingasagnaútgáfa
sendi þær frá sér um áramótin undir
ritstjórn Guðna magisters Jónssonar.
Sigurður Kristjánsson var brautryðj-
andi í því að gera þessar gömlu bækur,
sem alltaf verða nýjar, að almennings-
eign. En síðan er liðin meira en hálf öld,
og margt hefur breyzt á þeim tíma,
bókagerð einnig. Það er aðstandendum
hinnar nýju íslendingasagnaútgáfu ljóst.
Bækur hennar bera því vott.
Þrír höfuðkostir eru á þessari nýju
útgáfu af Eddunum. Guðni magister
hefur tekið af marga afkáralega orða-
stöfun, sem var í eldri alþýðuútgáfuAi.
Og þó finnst mér hann ekki ganga nógu
langt í því að gera ritháttinn okkur
tungutaman. En ekki þýðir um það að
fást, því að stafsetning á fornritum okk-
ar virðist fremur vera trúarlegt atriði
en að hún taki til skynseminnar, og eru
norrænufræðingar þar af ýmsum trú-
arbrögðum! Svo hefur Guðni skeytt
sólarljóðum við Eddukvæðin og breytt
nafninu á þessu mikla safnriti, og er
hvort tveggja snjallræði, því að þarna
finnst manni, að Sólarljóðin eigi heima,
og vel má gefa nafni Sæmundar brott-
leyfi meðan enginn botnar í þeirri feðr-
un. En helzta nýjungin á útgáfu Guðna
er orðasafn það, er hann nefnir Eddu-
lykla. Það var gott að fá. Ekki eigum
við of margar orðabækur yfir tungu
vora. Þær eru mörgum manni dagleg
nauðsyn, þótt fáir lesi þær eins og
reyfara.
G. B.
SAKESPEARE IIEFIR ORÐIÐ:
.....Vér erum búnir að lifa
hið fegursta af vorri öld; vélræði,
undirhyggja, níðingsskapur og
skemmdarfár alls konar óreglu
ofsækir oss hvíldarlaust allt of-
an í gröfina . . .“
(Greifinn af Gloster í „Lear kon-
ungi“ eftir Shakespeare, Fyrsti
akt — önnur sena).
18
LÍF og LIST