Líf og list - 01.04.1950, Page 23
Á KAFFIHÚSINU.
Framhald af bls. 2.
verkið Óhreinar hendur? En síðast og
ekki sízt er það hlutverk Þjóðleikhúss-
ins að vekja upp íslenzka leikrita-
smíð, finna og nota þá hæfileika, sem
oss kunna að fæðast, annars verður það
aldrei íslenzkt þjóðleikhús Það er sagt,
að 18 manns hafi tekið þátt í leikrita-
samkeppni útvarpsins og 18 í sam-
keppni Þjóðleikhússins. Þetta er furðu-
legur fjöldi. Ekki geta þetta verið ein-
tómir freymóðar. Hér er fagurt verk-
efni fyrir leikhúsið að rannsaka þennan
villigróður og finna og rækta lífgrösin,
ef til eru. Aðeins örfáir núlifandi ís-
lendingar eru þekktir fyrir leikritagerð,
og er sjálfsagt, að Þjóðleikhúsið
veiti þeim verðskuldaða athygli.
Vér minnumst manns eins og Tryggva
Sveinbjömssonar, sem líklega er af-
kastamestur núlifandi leikritahöfundin-
íslenzkur, en hefur af ilki nauðsyn
orðið að sækja undir erlent leikhús
með list sína. Hann hefur þó þegar
hlotið þá viðurkenningu, að þrjú leik-
rit hans hafa verið sýnd á konunglega
leikhúsinu í Höfn. Ekkert þeirra hefur
verið sýnt á íslenzku sviði.
Þjóðleikhúsið og tungan.
ÞJ ÓÐLEIKHÚ SIÐ á að vera bólverk
fyrir islenzka tungu. Foringjar allir og
óbreyttir liðsmenn verða að sækja
fram undir hennar melki, og aginn þarf
að vera strangur. Þjóðleikhúsið á að
varðveita mál vort klárt og kvitt af
allri villu, meðan vort láð heldur lýði
og byggðum.
Já, þjóðleikhússtjóra er vandi á
höndum. Þó höfum vér ekki nefnt þessi
atriði af því, að vér efum, að hann og
samstarfsmenn hans geri sér grein fyr-
ir þeim. Vér treystum þeim til alls hins
bezta og hlökkum til að fylgjast með
starfi þeirra. Senn er 20. apríl. Vér
sendum Þjóðleikhúsinu árnaðaróskir
vorar.
Hvar er Jón Reykvíkingur?
HVAÐ er orðið af þeim intelligenta
skítakarakter, sem eitt sinn skrifaði í
Mánudagsblaðið og gerði höfuðborginni
þann sóma að kalla sig Jón Reykvík-
ing? Hann virðist hafa dregið sig í hlé
upp á síðkastið. Hælbítur sá var óneit-
anlega skemmtilegur dóni, og Mánu-
dagsblaðið er ólesandi, síðan hann
hvarf. Nú er þar aðeins óskemmtilegur
dónaskapur. Er Jón Reykvíkingur
dauður, eða hefur hann týnt tönnum,
svo að jafnvel ekki sé ein gemla eftir?
Fylgist með fjöldanum, sem velur „Faxana".
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
LÍF og LIST
23