Líf og list - 01.01.1951, Qupperneq 8
MYND 1: Þessi vasi er frá Chiriqui-
Indíánunum, sem bjuggu í Chiriqui-
á Panamaeiðinu. Hann sýnir hina
einföldu, stílhreinu skreytingu Indí-
ánanna.
f)
um. Þar að auki þarf að gæta
þess vandlega, að inyndin eða
mynztrið gangi ekki út úr flet-
inum, þ. e. a. s. sé ekki í æpandi
mótsögn við sína eigin undir-
stöðu (hugsið ykkur ljósmynd-
arkopíu af rós með daggardropa
á hverjum þyrni og „natural“-
maðkaflugu á einu blað'inu,
glansmálaða á Indíánagoð frá
Perú!)
List verður að vera sjállfri sér
samkvæm, annars er hún ekki
list, heldur skoplegt afskræmi.
Þegar listamenn tala um, að
skreyting sé „of hörð“ eða „of
lin“ eða að hún „standi ekki“,
meina þeir að fígúran eða
mynztrið sé ekki í sem beztu
samræmi við flötinn, formið' eða
íiara umhverfið (t. d. fígúra í
málverki).
IV. Prjál eða list?
Enn er sú hætta á vegi skreyt-
ingamannsins og raunar allra,
sem með liti fara, að litasam-
setningin verði „sæt“; hræri-
grautur af liráum, kvoðukennd-
um litum, með smeðjulegri á-
ferð, sem minnir á tertu, brjóst-
sykur og íleiri síður en svo
keramisk eða myndræn íyrir-
bæri.
Slík og þvílík er framleiðs'la
póstkortasmiðanna og gervimál-
aranna, sem fyllir listmunaverzl-
anir bæjarins. Sársjaldan sést
neitt af verkum þeirra fáu
myndlistarmanna, sem stöðugt
leita sannleikans í leyndardóm-
um litanna sjálfra — efnisins,
sem þeim er í hendur fengið og
túlka hin kyrrlátu viðfangsefni
umhverfis sig af þeirri sannleiks-
ást, þeirri fölskvalausu fegurð-
MYND 2: Þetta ker er frá Chiriqui-
Indíánum. Hið keramiska form sést
vel.
artilfinningu, sem þeim er runn-
in í merg og blóð.
Þessi mótív, fögur í látlausri
tign sinni, máluð í djörfum,
hreinskilnum litum jarðarinnar
og loftsins, hljóta að hrífa livert
auga, sem skynjar fegurð. —
Ilin frjálsa, sjálfkrafa bygg-
ing, sem mest hrífur skynjand-
ann í hvers konar list, þar sem
andstæður mætast í reisn og
glæsileik, er aðalsmerki höfund-
arins, — listamannsins.
Fram á síðustu ár hafa marg-
ir litið á keramik sem hreint
handverk og enn í dag gera jafn-
vel listunnendur sér ekki Ijóst,
hve fráleit þessi skoðun er.
Hlutur, sem er jafn ríkur af
íormum, litum, línum og stemn-
ingum og fallegur keramikgrip-
ur, ber alls ekki hinn sljóa skran-
svip handverksins, þvert á móti
fylgir honum liinn lífræni tígu-
leiki listaverksins.
Upp á síðkastið liefur viðhorl
listamanna yfirleitt til listgildis
keramikmuna breytzt noklcuð
lil batnaðar, meðal annars vegna
þess, að margir ágætir mynd-
listarmenn hafa snúið sér að
keramikskreytingu — jafnframt
því sem þeir hafa unnið að
myndlistinni. T. d. má nefna
hinn heimsfræga listmálara
Picasso.
V. íslenzk keramik
Keramikiðnin hefir flest skil-
yrði til að verða listiðnaður öðr-
um iðnum fremur og jafnvel list-
grein. En því miður er ekki
hægt að segja, að íslenzk kera-
mik fari vel af stað, hvað þetta
varðar. Iðnin hefir h'lotið litla
útbreiðslu hér á landi (5 starf-
MYND 3: Þetta er mynd af kera-
mikskreytingu frá Chiriqui-Indíán-
um. Þannig byggðu Indíánar skreyt-
ingar sínar á lífinu sjálfu. Þar sjást
allskonar dýr, krókódílar, slöngur,
eðlur og menn, sem eru stíluð til
samræmis við formið, sem þau
standa á.
3
LÍF og LIST