Líf og list - 01.01.1951, Qupperneq 14

Líf og list - 01.01.1951, Qupperneq 14
LOUIS MARL.OW: FRANK HARRIS Frank Harris, samtíðarmaður Shaws og Wildes, var í eðli sínu undarlega margbrotinn maður. Hann var meinhorn, lygalaupur og svikari, en samt sem áður fljúgandi snjall og skemmtilegur í samræðum og hinn ágætasti bróðir í leik, eins konar Falstaff nýrra tíma, fæddur í þennan heim, eins og höfundurinn (Shakespeare) kemst að orði: „til þess að gera mikinn buslugang og hálfdrekkja sjálfum sér í honum“. O KYLDI verða munað eftir ^ Frank Harris? Enginn, sem kynntist honum, getur gleymt honum, og mér er nær að ætla, að' minningin um hann sem á- hrifamann samtíðar sinnar sé áreiðanlega meira bundin við skráðar munnmælasögur af hon- um en rit hans sjálfs, vegna þess að maðurinn Frank Harris var miklu eftirtektarverðari en rithöfundurinn Frank Harris. Þetta, sem Wilde segir um sjálf- an sig: „Eg hefi notfært mér snilligáfu mína í lífinu, hæfi- leika mína aðeins í skáldskapn- um“, hefði sönnu nær getað ver- ið' sagt af Frank Harris. Ef til vill munu Shakespeare- fræðingar halda áfram að taka eitthvert marlc á ritgerðum hans um Shakespeare, sem Max Beer- bohm kvaðst meta meir en greinargerðir allra prófessora í Shakespeare-bókinenntum til samans, eflaust vegna hug- kvæmni þeirra og vegna þess hve þær voru gersneyddar peysu- og pokaskap hinna svo- kölluðu bókmenntaprófessora. Sögur hans eru þróttmiklar; í þeim er spenna og þar kemur fram tilfinning höfundar á nauð- synlegri tækni í smásagnagerð, en hins vegar verður ekki vart neinnar tilfinningar á persónum gagnstætt tilfinningu höfundar á atburðarás. Stundum rak hann smiðshöggið á sögur sínar af eins konar slembilukku, og það væri ósanngjarnt að minn- ast þess ekki, sem George Mere- dith sagði um smásögur lians, Montes the Mntador: „Ef ein- hver höfundur hér í Englandi getur gert betur — þá er mér ókunnugt um hann“. En yfir- leitt skipar Ilarris hvergi stað- góðan né tiginn sess í bókmennt- unum; hann er gálaus, þjösna- legur og ábyrgðarlítill í skrifum sínum og haldinn vanköntum, er einkenna hroðvirkan blaða- mann. Ævisaga hans, sem hann kallar Ævi mín or/ ástir (My Life and Loves^) hefir ekkert bókmenntalegt gildi frá neinu sjónarmiði alvarlegrar bók- menntagagnrýni, þó að hún sé mjög læsileg á köflum, þegar hann ræðir um menn og konur samtíðar sinnar, en ekki um ást- arfarsævintýri sín (Isem öil eru eins og þar að auki lygileg og fjarri raunveruleikanum). Hann var hvorki né gat eðli sínu sam- kvæmt nokkru sinni orðið góður rithöfundur. Til þess að tjá hug sinn, þurfti hann að örva sig á víni og mat og glöðum félags- skap. Allt það, sem hann skrif- aði, gerði hann ekki af ósérhlífni hugsjónamannsins, heldur af metnaði fyrir sjálfs sín hönd og í því markmiði að ota sínum tota á úrslitastundinni. Honum gat aldrei auðnazt að búa við góðan fjárhag til langframa, vegna þess að hann ganaði á- vallt um ráð fram í lífinu, án þess að botna nokkuð í hinu venjulega í mannanna fari; ein- mitt af þessari sömu ástæðu gat honum aldrei orðið verulega á- gengt á rithöfundarbrautinni. Rit hans, Svipir samtíðarmanna (Contemporary Portraits), og ævisögur hans missa marks á sarna hátt og skáldsögur hans, \ægna þess að hann gat aldrei séð fólk í réttu ljósi — eða m. ö. o. eins og það var í raun og veru. Ilann var samtíðarmaður Wildes og Shaws — fæddur ári á undan Wilde og ári á eftir Shaw — hann skrifaði um þá báða og var í vissum skilningi vinur beggja. Þegar hann var stjóri The Saturday Review, gerði hann Shaw að föstum list- gagnrýni við tímaritið og veitti honum þannig í fyrsta sinn gott færi á að koma fram. Þessu gat Shaw aldrei gleymt. Því síður 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.