Líf og list - 01.01.1951, Síða 17
Rós til Emilíu
Framh. aj bls. 11.
g'ddc heiman og' heim með búð-
arkörfu.
„Hvernig ætti karhnaður að
geta gengið um eldlnis?“ sögðu
konurnar og voru sízt hissa, þeg-
ar lyktin gaus upp. Hún var eins
og nýr hlekkur, sem tengdi heim-
inn, klúran og morkvikan við liið
ríkuláta Griersonsfólk.
Einhver nágrannakonan bar
sig upp fyrir dómaranum, Stev-
ens, áttræðum karli.
„En hvað ætlizt þér til, að ég
geri í þessu, kona góð?“ sagði
hann.
„Gera henni órð, auðvitað“,
sagði konan. „Eru ekki einhver
lög um ]>etta?“
„Ég er viss um, að þess þarf
ekki“, sagði Stevens dómari.
„Þetta er ugglaust ekkert annað
en snákur eða valska, sem hann
surtur hennar hefur banað úti í
garðinum. Ég skal minnast á
það við hann. ‘
Daginn eft.ir fékk hann tvær
umkvartanir í viðbót, aðra frá
manni, sem kom til hans i feiln-
um vanþóknunarhug.
„Við megum til að gera eitt-
hvað í því, dómari“, sagði hann.
„Eg vildi sízt verða lil að ónáða
jómfrú Emilíu, en eitthvað meg-
um við til að gera“.
Þetta kvöld kom hreppsnefnd-
iu á fund, tveir gráskeggir og
einn yngri, frá upprennandi kyn-
slóð.
„Það er ofboð einfalt“, sagði
hanii. „Gera henni orð að þrifa
til í húsinu. Setja henni frest til
að Ijúka því og ef hún ekki —
__ ___<<
„Éjandakornið, maður minn“,
sagði Stevens dómari. „Ætlið
þér að sletta því framan í konu,
að það sé ólykt af henni“.
Kvöldið eftir, úr lágnættinu,
fóru fjórir menn yfir lilaðið hjá
jómfrú Emilíu og lyppuðust
meðfram húsinu eins og þjófar,
snuðruðu að steinum og kjall-
aragættum, en einn var með
poka um öxl og bar sig að eins
og hann væri að sá úr pokanum.
Þeir brutu upp kjallarahurðina
og sáldruðu kalki inn um og í
öll úthýsi. Þegar þeir fóru til
baka yfir varpann, var komið
ijós í glugga einn, þar sem áður
hafði verið myrkur, og jómfrú
Emilía sat í glugganum, upprétt
og' hreyfingarlaus (á bolinn')eins
og skurðgoð. Þeir læddust hljóð-
lega yfir varpann og í hvarf við
akasíutrén, sem greru fram með
strætinu. Eftir viku eða hálfs-
mánaðartíma var ólyktin horfin.
Þá var það fyrst að ráði, að
menn 1‘óru að kenna í brjósti um
hana. I þorpinu hafði fólk ekki
gleymt þvi, hvernig fór með
ömmusystur hennar, gömlu
Wyattfrúna, sem sturlaðist und-
ir lokin, og því fanns't Griersons-
fólkið láta helzt til mikið. Eng-
inn piltur var til dæmis nógu
góður handa jómfrú Emilíu.
Við höfðum löngum séð þau
fyrir okkur eins og sögumálverk:
jómfrú Emilia i baksýn, hvít-
ldædd og grönn, faðir hennar
nær í myndinni, gleiður skuggi,
sem sneri baki að henni og
mundaði písk, en báðar persón-
urnar innrammaðar í opnar úti-
dyrnar.
Og þegar hún var orðin þrí-
tug og ógift enn, hældist eigin-
lega enginn um, en við þótt-
umst hafa fengið staðfestingu;
jafnvel þó að geðbilun væri i
ættinni, myndi hún naumast
hafa gert alla að vonbiðlum, ef
þeir hefðu raunverulega komizt
i færi'
Þegar faðir hennar var dáinn,
fpr að kvisast, að hann myndi
ekkert hafa látið eftir sig nema
húsið og þetta var mönnum hálft
í hvoru gleðiefni. Loksins var
ástæða til að kenna í brjósti um
jómfrú Emilíu. Hún var orðin
einmana og fátæk, og mannlegri
fyrir bragðið. Nú myndi einnig
hún kvnnast þessu gamla, að ör-
vænta og fagna eftir því hvor-
um megin eyririnn liggur.
Daginn eftir lát föður hennar
ætlaði kvenfólkið í heiinsókn til
hennar og vot.ta henni sam-
hryggð sína og hjálpfýsi að sið
okkar hér. Jómfrú Emilía kom
til dyra hversdagsldædd og það
var ekki vottur af hryggð í
svipnum. Hún bar til baka, að
faðir sinn væri dáinn. Hún lét
þetta ganga þrjá daga, prestarn-
ir komu og læknarnir og reyndu
að telja hana á að lofa þeim að
jarða hann. Lm það bil þeir ætl-
uðu að fara að sækja lögregluna,
sló hún undan, og þeir létu grafa
líkið í skyndingu.
Við bárum ekki í munn þá,
að hún væri vitlaus. Okkur kom
það svo fvrir, að hún mætti til.
Við minntumst allra þeirra pilta,
sem faðir hennar hafði hrakið
frá, og við vissum að öreigi
myndi hún halda sér í það', sem
hafð'i rænf hana, eins og gerist.
TII
Hún var við rúmið langa hríð.
Þegar við sáum hana aftur, var
hún stuttklippt og leit út eins og
stelpa með óljóst svipmót engl-
anna á lituðum kirkjurúðum,
eins konar upphafin raunahetja
á svipinn.
Bærinn hafði í þessum svifum
gert samninga um að láta hellu-
bera gangstéttirnar og sumrinu
eftir lát t'öður hennar var farið
að vinna að þessu. Byggingafé-
lagið kom með negra sína og
múldýr og vélar og verkstjóra,
sem hét Homer Barrow, hann
var norðanmaður, stó!r, dökk-
hærður, hvatlegur, digurbarka
LÍF og LIST
17