Líf og list - 01.01.1951, Síða 18

Líf og list - 01.01.1951, Síða 18
og ljósari á augu en skinn. Strák- arnir eltu hann í hópum til að heyra hann sótast að negrunum og negrana syngja í takt við hakasveiflurnar. Ekki leið á löngu, unz hann þekkti hvert mannsbarn i þorpinu. Heyrði maður hlátrasköll einhvers stað- ar á torginu, mátti vita, að Homer væri þar potturinn og ]>annan. Bráðlega fórum við' að sjá hann aka með jómfrú Emilíu á sunnudögum í gulhjólavagnin- um með kapaleykið úr hesthús- inu hennar fyrir. I fyrstu þótti okkur vænt um, að jómfrú Emilía skyldi eiga sér ])ilt, endá sagði kvenþjóðin: „Auðvitað myndi enginn Griers- son fara að gera alvöru úr því með norðanmanni og daglauna- þénara. En til voru aðrir, eink- anlega roskið fólk, sem hélt því fram, að sannri hefðarkonu vrði aldrei á að gleyma skyldum hefðarinnar, jafnvel ekki lit úr sorgum — og nefndu þó ekki skyldur hefðarimlar, en sögðu bara: „Aumingja Emilía“. Fólk- ið hennar ætti að koma til henn- ar“. Hún átti eitthvað af skyld- mennum í Alabama, en það var langt síðan kastáðist í kekki milli þeirra og föður hennar út af arfi gömlu Wyatt, vitlausu frúarinnar, og síðan var engin lVændsemi með þessum fjöl- skyldum. Það kom heldur eng- inn frá hinum að jarðarlorinni. Og lir því að gamla fólkið sagði: „Emilía auminginn“, stóð ekki á hinu að fara að hvísla: „Heldurðu, að það sé virkilega?“ sagði einn við hinn. „Yitanlega, hvað ætli það sé annað“/Þetta út um lófann; það reigði sig, svo að skrjáfaði í silki og satíni bak- við lokaða gluggahlerana í nón- skininu, meðan hið snögga, létta hófatak kaplanna fór um: „Emi- lía auminginn“. Nógu var hún hnarreist — jafnvel eftir að við þóttumst vita, að hún væri búin að hrasa. Það varð ekki betur séð en hún krefðist nú, sem hinn síðasti Gríesson, öllu meiri virðingar- merkja en áður, eins og þessi holdslystarvottur væri það sem á hefði vantað til að staðfesta ókneikjanleik hennar. Til að mynda þegar hún keypti rottu- eitrið, arsenikið. Það var rúmlega ári eftir, að fólk fór að tala um „Emilíu aum- ingjann“, og það voru tvær frænkur hennar í heimsókn. „TMig' vantar eitthvert eitur“, sagði hún við lyfsalann. Hún var þá komin á fertugsaldur en hold- skörp ennþá, magrari reyndar en hún átti að sér, svarteyg og augnbragðið fálegt og þóttafullt, holdið kringum augnatóftirnar og út á gagnaugun strengþanið, rétt eins og manni finnst, að vitavörður ætti að vera til augn- anna. „Mig vantar eitthvert eit- ur“, sagði hún. „Já, jómfrú Emilía. Hvaða tegund helzt? Eitthvað fyrir rottur eða svoleiðis. Eg myndi stinga —“. „Bara það bezta, sem til er. Sama hvaða tegund það er“, Lyfsalinn taldi upp ýmsar tegundir. „Þær myndu drepa fíl auk heldur annað. En það, sem yður vantar er —“. „Arsenik“, sagði jómfrú Emi- lía. „Er það gott?“ „Ha, arsenik? Já. En það, sem yður vantar —“. „Mig vantar arsenik“. Lyfsalinn starði á hana og hún upp á móti og andlitið var eins og stríðþaninn dúkur. „Sjálfsagt", sagði lyfsalinn. „Ef þér viljið það. En lögin mæla svo fyrir, að kaupandinn skuli tilgreina, hvað' hann ætlar að gera með það“. Jómfrú Emilía starði bara á liann og reigði sig í hálsinum til að sjá honijm beint í augftBC þangað til hann lét undan og fór að ná í arsenikið og bjó um það. Sv arti sendillinn hans íekk henni pakkann; lyfsalinn kom ekki fram fyrir aftur. Þegar hún. tók utan áf pakkanum heima, kom í ljós forskriftin undir leggjunum og hauskúpunni „Fyrir rottur“- IV ' Daginn eftir sögðu allir: „Hún ætlar að fyrirfara sér“, og okkur kom saman um, að það væri henni fyrir beztu. I fyrstu, þegar hún fór að vera- með Homer Barrow, höfðum sagt: „IJún ætlar að eiga hann“. Svo sögðum við: „Hún á eftir að krækja í hann, þó að síðar verði“, en Homer sjálfur hafði látið' þau orð falla — honum voru karlmenn að skapi og það var alkunna, að hann drylcki með ungu mönnunum í Elks- klúbbnum — að hann væri ekki mikið fyrir að kvænast.. Seinna var það „aumingja Emilía“, á bak við gluggahlerann, þegar þau óku fram hjá upp úr há- deginu á sunnudögum, í stirnd- um vagninum, jómfrú Emilía hnarreist og Homer Barrow með hattinn í vanganum og vindil milli tannanna og gula hanzka á taumum og svipu. Þá fór það að kveða við' lijá sumu kvenfólkinu að þetta væri bænum til skammar og unga fólkinu skaðlegt fordæmi. Karl- mennirnir vildu ekkert skipta sér af því, en á endanum þröngv- uðu konurnar s'kíraraprestinum — en fólk Emilíu var hákirkju- safnaðar — til að gera henni heimsókn. Hann vildi ekkert uppi láta um viðræður þeirra, en var alveg frá því að reyna öðru sinni. Sunnudaginn óku þau um 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.