Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 6

Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 6
í Evrópu og Ameríku eru aðstæður þeirra sem stunda myndlist nokkuð aörar en hér. Stórir auð- hringir ráða markaðnum og móta hann. Myndverk eru höndluð eins og hver önnur verslunarvara. Myndlistamenn eru uppgötvaðir, komið á framfæri í gegnum flókið net auglýsinga og vel er séð fyrir þörfum neytenda, ódýrar eftirprentanir, misdýrar bækur og sérhæfö tímarit viðhalda áhuga þeirra fyrir utan sýningartíma galleríanna.* Gegn þessum milliliðum hafa margir listamenn reynt að berjast. Bæði með því að stofna eigin út- gáfufyrirtæki og gallerí og vinna verk sem illmögu- legt er aö selja. Það gefur auga leið aö markmið harðsvíraðra bissnissmanna er ekki framför í listum heldur gróðamöguleikar. Athyglisverðast við þessi mál erlendis er líklega afstaða ríkisvaldsins í nokkrum Evrópulöndum, aðallega Hollandi, öörum norðurlöndum, Bretlandi og Frakklandi. í þessum löndum hafa framlög til myndlistar ekki aóeins verið notuð til að vernda sögulegar minjar úr lista sögunni, heldur einnig til stuðnings framsækinni list. Stuðningurinn hefur að nokkru leyti orðið mótvægi við einveldi gróðasjónarmiösins. Fá dæmi eru um það hér á landi að listamenn hafi lent harkalega í klóm braskara, því aðeins er kom- inn vísir að listhöndlurum (Loftið, Klausturhólar). Listamennirnir áttu sjálfir stóran hlut í Listamanna- skálanum og sýningarsalirnir eru oftast í eigu opinberra aðila. Reyndar hafa þeir átt í deilum við yfirvöld sbr. Kjarvalsstaðadeiluna, en þeir ,unnu‘ og fengu aö halda viðteknum standard ,góðrar‘ listar. Eins og áður var minnst á hefur komið upp myndlistarhefð hér, hefð málaranna. Ef grannt er skoðað er þessi hefð að miklu leyti tilbúin af þröngum hóp myndlistarmanna (oftast í góðri meiningu, eða ómeðvitað) og þeim sem ráða yfir sýningarsölunum, tilraun til að gera verk þeirra sem stunduðu myndíð fyrr á öldinni að hluta æðri menningar, upphefja hana úr viðjum hversdags- leikans og um leið greina hana frá daglegu lífi fjöldans. * Við viljum taka fram að við erum ekki á móti tækninni sem gerir mögulegt að myndlist verði aðgengileg fyrir sem flesta, í henni felast mikilsverðir möguleikar. Gallinn er aðeins sá að miklum tíma og mikilli orku er eytt i að framleiða andlausa lág- kúru. Ef við lítum á Listasafn íslands sjáum við hvernig slík upphafning hefur átt sér stað. Þar er nánast eingöngu að finna verk eftir þá sem hafa verið viðurkenndir og fara eftir hefðbundnum leiðum. Það á ekki verk eftir Diter Rot, sem þó hefur haft mikilsverð áhrif á íslenska myndlist, né heldur ný- leg verk eftir þá bræður Sigurð og Kristján Guð- mundssyni sem vakið hafa verðskuldaða athygli erlendis. Opnunartíminn virðist fremur miðast við erlenda ferðamenn en vinnandi fólk. Lítið fer fyrir útgáfustarfsemi og vart er hægt að tala um bóka- safn eða aðra upplýsingaþjónustu, eða afdreþ þar sem gestir geta komið saman og rætt. Nýlega kom hingaö til lands fulltrúi listasafnsins í Málmey og ætlaði að kynna sér íslenska nútíma- myndlist. Fyrst fór hann á Kjarvalsstaði, ekki fór mikið fyrir henni þar. Því næst leitaði hann á náðir Listasafns Ríkisins, en sama sagan, ekki var nú- tímalistina þar að finna. Honum var að lokum bent á að leita til Siguröar Guðmundssonar sem var staddur hér og hann tók aö sér að velja verk eftir yngri listamenn á sýningu í Málmey, þegar hann kæmi aftur til Hollands. Hér erum við ekki að sakast við neinn einstakan, ástæðurnar fyrir sérstöðunni á Islandi eru margar. Myndlistarmaðurinn sem hinn frjálsi einstaklingur Myndlistamenn ,vinna‘ ekki, heldur .skapa'. ímyndin af listamanninum sem skapandi einstakl- ing er rótgróin í vestrænni menningu. Verk þeirra eru ekki afrakstur vinnu heldur innri sköpunar- krafts sem þarf að fá útrás. Allir sem til þekkja vita að hér er um falsmynd að ræða, en samt kemur þetta viðhorf fram hvað eftir annað. Nýjasta dæmið má finna í nýlegri endurskipulagningu skólakerfis- ins. Þar er myndlistarnám og reyndar annað list- nám ekki skilgreint sem verklegt, heldur bóklegt. Ástæðan er ofur einföld, listamenn vinna verk sín ekki á tímakaupsgrundvelli, taka ekki þátt í sköpun þjóðarauðsins. Þeir eru utan við daglegt strit al- mennings. En vió eigum líka einstaklinga sem vinna við handíð og eru ekki háðir óútreiknanlegri sköpun, Oft ratast kjöttugum ... 4

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.