Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 7

Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 7
taka þátt í sköpun þjóðarauðsins og falla því ekki inn í myndina af hinum frjálsa listamanni. Á seinni árum hafa slíkir menn fengið starfsheitið .hönnuðir'. Þeir vinna skipulega og taka þátt í þjóðarframleiðslunni. En hér kynnumst við í raun sömu verkaskiptingu og hjá þeim sem skapa fyrir sýningar. Þeir starfa á þröngt afmörkuðu sviði. Hönnuðurinn er sér- menntaður til að taka þátt í vöruframleiðslunni og vinnur eftir pöntun. Meginstarfi þeirra hér virðist vera að sjá um útlit vörunnar og gera hana seljan- legri (auglýsingastofur). Við heyrum starfsheiti eins og umbúðahönnuður, útstillingahönnuóur og jafn- vel er rætt um markaðshönnun. Starfssvió hönnunarinnar sem á tímum Bauhaus var tengt fögrum framtíðarhugsjónum, er í dag skipað ógagnrýnum þjónustugreinum fyrir ríkjandi fram- leiðslufyrirkomulag. Viö höfnum ekki hönnun al- fariö. Þaó er stór munur á ábyrgri hönnun og hönnun eftir pöntun. Það verður að bíða betri tíma aó skýra þann mun. Fáir myndlistamenn hér hafa getað starfað óskiptir að list sinni. Flestir hafa þurft að vinna aðra vinnu stóran hluta af starfsferli sínum. Selja vinnu- afl sitt líkt og aðrir sem búa við framleiðslufyrir- komulag kapítalismans. Háværar raddir heyrast um að ríkið eigi að veita starfandi listamönnum lífvæn- leg laun til þess að þeir geti verið óskiptir við sköpun sína. Slík viðhorf koma helst á yfirborðió við úthlutun listamannalauna. Bent er á að slíkt tíökist erlendis. í raun er hér ekki um að ræöa lausn á neinum vanda. Á meðan flestir starfa myrkranna á milli til aó hafa í sig og á við andlaust strit, eða sitja innilokaðir í skriffinnskubáknum eru örfáir sem sérhæfðir eru í sköpun. Þannig væru slík starfslaun aðeins enn frekari undirstrikun á þeirri fáránlegu verkaskiptingu sem núverandi samfélagsform felur í sér. Fáeinir .frjálsir' hugmyndasmiðir framleiða óskynsamlegar hugmyndir fyrir stimpilklukkuþræla sem ætlað er aö fara eftir skynsemi kapítalismans. Eða eins og þjóóskáldiö sagði: ,,Ég á mig sjálf, en mammabobba starfrækir mig." Málverk á hvert heimili Eitt af því sem fylgir því að gera myndlist aö há- menningarfyrirbæri er að hún nær aðeins til þröngs hóps. Fteynt er að fela að við núverandi aöstæður eru myndverk háð sömu lögmálum og aðrar markaðsvörur. Á listamarkaðnum eru selj- endur og neytendur (áhorfendur-kaupendur). Vissar félagslegar forsendur eru fyrir að maður sem hefur sérhæft sig til sköpunar myndverka geti þrifist. Það vill oft gleymast aö þessar forsendur komu ekki fram hér fyrr en með annarri heims- styrjöldinni. Stríðsgróðinn og síðar marshallað- stoðin bjó til millistéttina. Til að einstaklingur kaupi málverk þarf hann bæði fé til slíks munaðar og húsnæði til að hafa verkin í. Á þessum tímum komu stofuveggirnir og peningarnir. Þaó eru því aðeins rúm 30 ár síðan markaöur fyrir myndverk myndaðist. Þó það hafi aldrei verið kannað er nokkuö víst að allt til dagsins í dag hefur þessi Flöskugrlnd Ouchamps 1914. markaður verið bundinn við ákveðnar stéttir. Ást á listum hefur alltaf verið talin sjálfsögð dyggð hjá hinum ríkustu, en flestir listunnendur koma úr millistétt, eru hvítflibbar. Vissulega hefur mynd- listaráhugi aukist, en þeir eru tiltölulega fáir sem hafa möguleika á að verða Jistunnendur'. Til þess þarf fólk að vera búsett á höfuðborgarsvæðinu, hafa tíma og peninga. Þetta .áhugaleysi' hefur verið túlkað sem þröngur markaður og þeir sem þegar hafa unniö sig inn á hann reyna að verja hagsmuni sína á fagfélagsgrundvelli. Óvinirnir erli fúskarar í .olíunni' og framúrstefnumenn. í raun er vandinn ekki þröngur markaður heldur hvernig lín- an hefur verið dregin milli myndlistar og annarra tjáningaforma. Það er sett nánast jafnaðarmerki milli málarans, málverksins, sýningarsalarins og myndlistar. Þannig er undirtónn skiptingarinnar milli æðri myndlistar og þess sem haldið er utan við, efnisnotkun og form. Málverkið æðsta form myndrænnar tjáningar Við viljum taka fram að við höfum ekkert á móti trönumálverkinu sem tjáningarleið. Því síður sýn- 5

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.