Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 8

Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 8
ingarsalnum sem leið til að koma verkum á fram- færi. Við viljum aðeins benda á að mun fleiri möguleikar eru fyrir hendi til aö tjá myndræna hugsun. Strax með ,ready mades' Duchamps var sýnt fram á að engin skynsamleg forsenda er fyrir að ákveöið form-ákveðió efni leiöi af sér listaverk. í raun benti Duchamp á að eini munurinn á listaverki og öðrum hlutum fælist í vali listamannsins. Þessi niöurstaða hans var verulega óþægileg, enda var það ekki fyrr en á seinasta áratug sem frjáls- lyndustu ,listunnendur‘ erlendis meðtóku þessa hugmynd sem fjöldi framúrstefnumanna hafði reynt að staðfesta með aðgerðum sínum. Fullyrðingin um að hlutur verði að listaverki um leið og hann er valinn af listamanni felur í sér algert afstæði. Allt handverk, öll umbreyting manna á náttúrunni á öllum tímum, allsstaðar, fær stööu listaverks. Allir menn allt frá því aö frummaðurinn kastaði fyrsta steininum, hafa verið listamenn! Ef þessi fullyrðing er tekin bókstaflega glata hugtök eins og myndlist, myndlistamaður og myndlistaverk gjörsamlega merkingu sinni. Eltt algengasta þema Beuys er samband velðimannslns og (órnardýrsins. f S U hA fT10 N ^OUT-ART ÚIÁT'O ^ ÁT6F Fyrirlestur í Stundenskl Centro Belgrade 1974. Josep Beuys er elnn þelrra llstamanna sem hefur notað ólíkust tjáningaform til að koma hugmyndum sínum á framfærl, s.s. samband kennara og nemenda (og samfélag manna og dýra). Þó hann notist við mörg listform miðast þau öll að koma vissum grunnhugmyndum á framfærl, eins og mlkilvægi sköpunarinnar, spurninguna um frelsi, missklptingu gæða o.s.frv. Hann er skýrt dæmi um myndllstamann sem leitað hefur nýrra tjáninga forma. 6

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.