Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 16

Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 16
næstum þegar ég kleif fjalliö og horföi yfir dalinn meö 10000 vindmyllunum. Ég settist niöur og á því augnabliki var ég viss um aö ég væri geðveikur. Og ég átti mjög erfitt meö aö komast af þeim staö. Ég vil meina aö ég sé ekki geöveikur. Ég held aö aörir séu þaö, eöa flestir aörir. Eg held aö þaó sé eitt- hvað vit í mér upp aö vissu marki. En þarna var ég viss um aö ég hlyti aö vera geðveikur: Þaö getur ekki veriö satt, þaö getur ekki átt sér stað. I öllum myndum mínum er þögn og skipst á merkjum í atriöum þar sem örvæntingin er mest, — fólk skiptist á einhvers konar merkjum. Maöur sér hermanninn ekki lengur sem persónu, sem sálar- lífsfyrirbrigði. Hann sést í fjarlægö, 400 yarda í burtu eins og maur, pínu, pínu lítill. Og hann gefur merki, sams konar merki ofsa og örvæntingar og hann haföi tekið viö allan tímann. Hann ætlar aö eyða öllu þorpinu meö leikfangaeldflaugum. Þaö auðmýkir hann. Þaö er svo mikil auömýking aö hann nær aðeins aö svíöa einn stól og drepa einn asna. Og þaö er allt og sumt. Þá tekur hans eigiö fólk hann höndum. Hann vantar kannski hið guðdómlega æði Kaspars Hausers? En þeir eru skyldir samt sem áöur, báöir reyna aö tjá sjálfa sig og einsemd sína. Myndir þínar eru í senn svo ákafar og einlægar að fólk fær á tilfinninguna að þig vanti allt skop- skyn. Ég skil ekki háösku. Fyrir stuttu fékk ég kvik- myndaverðlaun og þar meö peninga fyrir næstu mynd. Tveim dögum eftir að ég fékk bréfiö frá innanríkisráðuneytinu var hringt til mín og ég svara og röddin í símanum segir: „Þetta er innanríkis- ráöherrann . . .“ Og ég segi: „Góöan dag herra minn ..Og þá byrjar hann að afsama sig: „Mér þykir fyrir því aö okkur hefur oröiö á slík mistök aö ég verö sjálfur aö hringja í yður. Viö sendum yður bréf þar sem segir að þér hafið hlotið stór verðlaun, en þaö voru mistök. Og í minn hlut kom aó skýra yóur frá þessu." Og ég sagði: „Herra minn hvernig getur staöiö á þessu? Þaö eru þrjár undirskiftir á bréfinu, svo aö þaö hlýtur aö hafa farið í gegnum þrjú ráðuneyti. Mér er svo sem sama um þetta, en hvernig getur þetta gerst, hvernig getur slíkt gerst?" Og eftir tíu mínútur fer hann aö öskra af hlátri. Og þá var þetta bara vinur minn aö stríöa mér. Menn eru vanir aö stríöa hver öörum í Bandaríkjunum. En ég er alveg eins og bjáni. Tek þetta allt saman alvarlega. í tungumálinu er sumt sem margir eiga sameiginlegt, eða flestir, en þaö hrífur ekki á mig. Ég er meö einhverskonar tjáskiptagalla á sviði tungumálsins. Ég var mjög þögull sem barn, og ofsafenginn. Ég var uppstökkur hættulegur öörum börnum, því aö ég mælti ekki orö dögum saman, og þau sungu í kringum mig og stríddu mér og allt í einu fékk ég reiðiskast ofsa og örvæntingar. Ég hef heyrt að þegar þú varst búinn með „Jafnvel dvergar byrjuðu smátt“ hafir þú stokkið á sjö feta háan risakaktus. Þaö voru einlægt aö koma fyrir óhöpp. Einu sinni kviknaði í einum dvergnum — þú veist, þeir vökva „Kaspar Hauser". blómin með bensíni, og kveikja í blómapotti, og allt í einu stóö einn þeirra í Ijósum logum eins og tré. Og allir hinir horföu bara á hann eins og hann væri jólatré meö galopin augu sem horföu svo fallega á þá. Ég var sá fyrsti sem rankaói viö mér. Stökk á þennan litla karl og grúföi mig yfir hann og slökkti logana. Þaö rétt sviönaöi á honum andlitiö. Og tveim dögum seinna varö sami náunginn fyrir bíl sem sveimaöi í kringum hann. Náunginn féll við og mannlaus bíllinn fór bara beint yfir hann. Svo stóö karl upp og labbaði burt, en þá var ég búinn aö fá nóg og frestaði tökunni. Það var mikið um kaktusa þarna, meö spannar- lögum nálum. Og ég sagöi viö þá: „Ef þiö sleppið lifandi og ómeiddir frá þessari töku, þá skal ég stökkva kaktusstökkið og þiö megið eiga mynda- vélina“. Og þegar öllu var lokið síöasta daginn, þá tóku þeir vélina en ég setti á mig augnhlífar og tók undir mig stökk. Ég er ennþá meö nálar í hnénu. Stökkiö sjálft var svosem ekkert slæmt, en að losa sig . . . þaö var sárt. Ég var þjáöur í hálft ár. Eg vissi ekki fyrir hve sárt þaö mundi verða. Viö urðum líka fyrir töluveröum skakkaföllum þegar viö vorum aö taka Fata Morgana. í Kamerún vildum viö fara þvert yfir landiö til aö komast í Kon- gólese héraö nokkurt vegna landslagsins þar. Því miöur haföi veriö gerö tilraun til valdaráns stuttu áöur en viö komum. Einhverjir málaliöar höföu verið meö í spilinu og einn þeirra haföi veriö dæmdur til dauða, fjarverandi. Og þaö var nú svo aö kvikmyndatökumaðurinn var næstum því alnafni eins málaliöans. Viö vorum þess vegna teknir fastir aö næturlagi og settir í steininn. Ég var meö malaríu og þrálátan sjúkdóm sem stafaði af sníkjudýrum. Viö gátum varla haldiö vélinni kyrri því við skulfum svo af hita, og svo var okkur fleygt inn í einhverja 14

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.