Svart á hvítu - 01.10.1977, Síða 23
um hefur verið sagt upp störfum vegna ,.pólitísks
og siðferðilegs ótrygglyndis".
En ekkert af þessu kemur á óvart. Hvers vegna?
Vegna þess í fyrsta lagi að átök milli pólitískra vald-
hafa og listarinnar eru — og um þetta getum viö öll
verið sammála — mjog algengt fyrirbæri og eðli-
legt, sérstaklega hin seinni ár. Yfirvaldið leitast við
að afvegaleiða fjöldann með því að beina óánægju
hans aö menningunni almennt séó og skapandi
einstaklingum sérstaklega. Ef heimurinn væri ein-
ungis stjórnvöld og listir fyndust þar engar mót-
sagnir á milli. Þvert á móti ríkti gagnkvæmur skiln-
ingur og einföld hlutverkaskipti. Stjórnvöld sæju
um að tryggja stöðugleika í samfélaginu og öryggi
þegnanna og listin færði þeim fegurð og ánægju-
auka. En til hliðar við stjórnvöldin er dálítið annað,
þ. e. a. s. líf mannsins og vinna. Og það er einmitt
þetta þriöja atriði, vinna mannsins, sem vekur upp
samfelldar og ósættanlegar andstæöur milli valds
og listar. Valdhafarnir og listamennirnir hafa nefni-
lega ólíkan mannskilning og mismunandi hags-
muna að gæta gagnvart manninum, og það birtist
að sjálfsögöu í viðhorfum þeirra. Stjórnvöld af-
skræma manninn, gera úr honum hugleysingja,
skriðdýr sem einungis étur til aó skrimta og fjölga
sér. Að þessum mannræflum hvísla þau síðan
ísmeygilega: ,,Horfðu á sjálfan þig, þú fagri, hug-
rakki, mikilsverði maður, örlög þín eru á þínu valdi'
Listin opinberar hins vegar manninum Ijótleika
hans, gerir honum Ijósa viðbjóðslega þrælslundina
og Ijósmyndar hlekkina sem festir eru við fætur
hans og allt þetta til þess eins að gera hann fagran,
stoltan, sjálfráðan og frjálsan.
Yfirvöldin lýsa því yfir háfleygum orðum að
maðurinn sé „verðmætasti auðurinn", en hugsa
með sjálfum sér (og breyta í samræmi við það) aö
maðurinn sé vinnudýr sem reka eigi áfram með
svipunni. Listin lýsir því hins vegar yfir að maðurinn
hafi verið færður niður á stig villidýrsins og ótal
aðferðum sé beitt til að halda honum þar; en
mannskepnan sé eigi að síður guðleg vera sem
gegna beri hlutverki sínu sem slík, ellegar eyði hún
sjálfri sér og umhverfi sínu. Valdið (sem fólkið hefur
að sjálfsögöu ekki) hefur aldrei getað rifið upp með
rótum óánægju þá og fegurðarþrá sem blundar í
brjósti mannsins. Það er af þeim sökum aö það
reynir að veita fólkinu nokkra fullnægju með því að
tryggja „brauð og leiki". Því hefur tekist þetta hin-
gað til, en að lokum mun því verða varpað út í
hafsauga með byltingu og menningu, menningar-
byltingu eða í stuttu máli meö byltingu.
Valdið heyr nú árásarstríð gegn menningunni og
skapandi menntamönnum. Og sú styrjöld virðist
fyrirfram unnin. Við finnum enda engar hinna fjöl-
mörgu leiða til að takast á við veruleikann í sam-
tímabókmenntum okkar. En þarf það aö merkja að
ekki séu hlutlæg skilyrði fyrir byltingu? Nei, viö
skulum hafa í huga að byltingin hegðar sér stund-
um eins og moldvarpan. Enda þótt viö sjáum hana
ekki að starfi á yfirborðinu, vitum við að hún grefur
undan í leynum. Og hún verður til og vex upp í
vitundinni. Sameiginleg meðvitund okkar, hversu
lítilfjörleg sem hún er þessa stundina, hversu
frumstæð og einföld, hversu ófær sem hún er til að
skapa, hefur sig upp úr eymd sinni og ræðst að
eigin veikleikum og gegn orsökum getuleysis síns.
Og þessar orsakir er að finna í efnahagslífinu (arð-
rán) og stjórnmálunum (afvegaleiðsla stjórnmála-
manna). Með öðrum orðum, þá eru samtímaritverk
okkar, ef frá eru skilin örfá stórmerk dirfskuverk,
fyrir neðan allar hellur. Þau ná ekki einu sinni því
stigi sem sameiginleg vitund okkar hefur komist á.
Það (skáldskapurinn) sem óskað hafði sjálfu sér til
handa meðvitund um mannlega tilveru, hefur sjálft
orðið að endurspeglun, lítilfjörlegri afurð þessarar
tilveru. Vélræn úthygli, barnaskapur og lágkúra —
þetta eru einu andans uppsprettulindir þessara
verka og því miður einu markmið þeirra.
Hæfileikalausustu andarnir eru mest metnir; þeir
leita sér athvarfs í brjálsemi, augljóslega ekki í ein-
faldri læknisfræðilegri merkingu orðsins, heldur
yfirborðslegri, „heimsmannslegri" vitfirringu. Það
er því engin furða þótt við spyrjum, hvaðan öll þessi
vitleysa sé komin. Og svarið blasið við. Hún stafar
af getuleysinu til að axla byrðar framtíðarinnar,
getuleysinu til að takast á hendur hið sögulega
hlutverk. Bókmenntir okkar eru farnar að líkjast
hinum ógeðfellda skáldskap La Belle-tímabilsins;
bækur fyrir veikgeðja anda — veikgeðja bók-
menntir. Listamennirnir eru góðir lærlingar sem
aldrei geta orðið meistarar í listgrein sinni af því að
þeir hafa einungis hið fullkomna handbragð, en
skortir andagiftina. Ljóðskáld yrkja Ijóð sín fyrir
önnur skáld og örfáa gagnrýnendur. Bókmennta-
lífiö er eins og fjölskyldumót sem lykst um sjálft sig
eins og ógreiðfært þyrnikjarr séð að utan og innan
þess er hver nöldurtungan upp á móti annarri.
Ljóðlistin er umfram allt eins konar Ijósmynd af
þessari fjölskyldu. Kvæðiserindi er fyrst og fremst
sett fram sem lykilorð, dulmál, óskiljanlegt öllum
nema fjölskyldumeðlimum. Og er nokkuð ömur-
legra en Ijósmynd af þessari meðalmennafjöl-
skyldu sem varla telst lengur í tölu lifenda? Við
þurfum einungis að sjá hana í sjónhendingu til þess
að finnast hún einskis verð; við fyllumst jafnvel
viðbjóði. Hér mætum við ruddalegri staðfestingu
frumlögmálsins: tilvera veldur tilveru, ekkert veldur
engu.
Samt sem áður er þetta ekki mesta hættan sem
skáldskapur okkar stendur frammi fyrir. Það
hættulegasta er að fjöldagrundvöllur menningar
okkar er brostinn. Helmingur starfandi alþýðu er
utanlands á meðan þeir sem dveljast um kyrrt þurfa
að glíma við sárindi atvinnuleysisins og léleg lífs-
kjör, og þeir hafa hvorki tíma né vilja til að lesa. Hið
kæfandi andrúmsloft kemur í veg fyrir alla þá and-
legu sköpun sem hvorki svíkur né afmyndar.
Framtíðin er óráðin. Skrifræðið, þessi risavaxni
þurs á leirfótum, óttast allt og alla. Það hræðist
hinn minnsta kvitt og óttast eigin skugga eins og
sakamaður haldinn ofsóknarbrjálæði. Það hefur
ákveðið að kæfa í fæðingu allt það sem er
„glæpsamlegt" og frjótt, og til þess að þetta megi
takast hefur það dregið fram í dagsljósið og hamp-
að fjölda ógæfulegustu meðalmenna sem hafa það
eitt til brunns að bera að geta gólað halelúja og
hósíanna í frómu ákalli til velgjörara sinna.
Stalínisminn, en hann er hér til umræðu, er í raun
19