Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 24

Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 24
ekkert annað í hugmyndafræöilegu, menningar- legu og listrænu tilliti en endurreisn hirðskáld- skaparins. Ég ætla nú að reyna að sýna muninn á skáldi Kerfisins og skáldi Hreyfingarinnar meó því að taka tvö alþekkt dæmi. Á sínum tíma fór Lenín þess á leit við Gorkí að hann léti sköpunarkraft sinn þjóna hinni byltingarsinnuðu bolsévikahreyfingu. Stalín bar sig öðru vísi að. Hann gerði Gorkí tilboð um nokkuð sem var í grundvallaratriðum fráburgðið bón Leníns, sem sé aö hann geröist málpípa, fáránlegt andlit gagnbyltingarsinnaðs stjórnarfars, termidórísks afturhalds, blinds valds skrifræöisríkis og fjármálavalds þess. Hitt dæmið er Mayakovsky. Hvenær framdi skáldið sjálfsmorð? Á þeirri stundu að hann áttaði sig á því að nú skyldi honum ekki leyft að vera byltingarsinnað skáld, heldur var því þvert á móti beint til hans að hann gyllti og fegraði stjórnarhætti vinnumáladómstóla rússneska ríkis- ins, sem endurreistir voru um þetta leyti, — á þeirri stundu brotnaði knörrinn ástar. Stalínisminn sem gagnbyltingarform reynir einnig hið sama við okk- ur; að gera skáld Hreyfingarinnar aó skáldi Kerfis- ins. Hér og nú standa málin þannig, svo að ég endurtaki það enn einu sinni, að reynt er að svipta hina skapandi menntamenn því sköpunarfrelsi sem þeim er samt sem áður tryggt með lögum. Án þess að ég óski þess að verða um of dramatískur hygg ég að eftirfarandi verðum við að hafa hugfast: Gegn skipulagðri undirokun og frelsissviptingu er nauðsynlegt að koma á fót skipulagðri andstöðu. Ef það er ekki unnt, þá verða einstaklingar að and- æfa. Hvernig svo sem málin standa verðum viö að rísa upp og mótmæla kúguninni. Þegar þjóðfélag gengur á ákveðnu tímabili inn í allsherjar kreppu sem nær til allra gilda þess, kreppu sem engin leið er að greiða úr nema gjalda hörmungartolla með frelsi einstaklinga og manns- lífum, þá hljóta þeir að bera mest ábyrgð á þessum óförum sem dýpstan skilning hafa á þeim, þ. e. menntamennirnir og einkum og sérílagi skapandi menntamenn. Hvernig eigum við að bregðast við þessari ábyrgð? Hvað eigum við að gera til þess að verða það sem við ætlum okkur að verða; mennirnir sem þekkja heiminn og vita hvernig á að breyta honum? Eigum við að uppfræða alþýðuna? Nei. Af því aö tólfhundruð ár hafa kennt henni með eldi og sverði. Ef hún hefur ekkert numið og ekkert skilið, getum við ekkert gert. Þá er allt orðið um seinan. Annað hvort er alþýðan reiðubúin nú eða ekki. Allir lær- dómar sem unnt er að draga af sögunni hafa verið dregnir. Hlutverk okkar nú getur því einungis orðið að taka hiklaust og ákveðið núverandi aðstæður til gagnrýninnar athugunar. Frelsi til að skapa, löglegt eða ólöglegt, er hvað sem öðru líður, ófrjótt, ef skáldið glatar hinni nánu leynd þessa frelsis. Árið 1921 nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn komst Blok svo aö orði um Puskhin: „Pushkin féll ekki fyrir skotum Dantes. Hann kafnaði vegna surefnisskorts . . . Friður og frelsi . . . en þeir taka einnig frá okkur friðinn og frelsið. Ekki algjörlega hinn ytri frið, en skapandi frið. Ekki frelsi barnsins, ekki frið frjáls- hyggjupostulanna, heldur hiö frjóa og leynda frjálsræði. Skáldið er dautt því að þeir gefa ekki lífsanda þess loft, og dagar lífsins hafa lit sínum glataö." Já, dagar lífsins hafa lit sínum glatað. Því aö eigi Ijóðlistin að hafa einhverja merkingu, ef Ijóðið á ekki aó vera fjarstæóa, má sagan ekki vera fjarstæða (hvorki í opinberun sinni né mark- miðum). Lífið sjálft ætti að vera hlaðið innri merk- ingu. Dagar lífsins ættu að glóa eins og gimsteinar. Til hvers værum við annars að hugsa frammi fyrir hrunadansi mannlegrar tilveru? Til hvers fremdum við annars list okkar í rangsnúinni veröld? Leikir, listir, vísindi og heimspeki berjast í þágu mannssálarinnar. Þau umkringja hana með út- ópíum — bölsýnum og bjartsýnum framtíöarhug- leiðingum —; Þau reyna aó ná til hennar með bylt- ingarsinnuðum fræöikenningum og gagnbylt- ingarstarfsemi, á meðan hún heldur áfram að vera þögul, áttavillt og stöð eins og gömul bykkja, fram- mi fyrir eigin mikilleik. Hefur maðurinn gert allt sem í hans valdi stendur? Hafa öll hin ómissandi snilldarverk verið mótuð eða rituð? Berum við ekki öll sem sköpum eöa teljum okkur vera aö skapa fóstur undir belti sem við vitum fyrirfram að verður eytt? Kannski. Alþýðan hefur ekki lengur sama sóknarþungann og fellibylurinn. Þvert á móti er hún eins og ryðguð vél. Þessi breyting á ein- kennum er tengd annarri. Alþýöan er ekki lengur skapari efnislegra og andlegra verðmæta; hún takmarkar sig við neyslu þess sem hún framleiðir. Karlmenn þjóðar minnar haga sér eins og mýrarskordýr. Mýrarnar þorna upp og vatnið hverfur innan nokkurra daga, en skordýrin taka ekki eftir neinu og halda áfram að starfa í iðandi kös, rekast hvert á annað, gleypa hvert annað, tengjast hvert öðru . . . Hvaðan kemur öll þessi eyðilegging? Tilveru- hættir sögulegs veruleika eru margir: veruleiki fyrir stríð, veruleiki eftir stríð, veruleiki innri samfélags- baráttu, veruleiki sem reynir stéttarlega mála- miðlun, veruleiki alræðis einnar stéttar, veruleiki þar sem áhersla er lögð á að styrkja ríkisstofnanir, réttarfar, lögreglu o. s. frv. . . . Við lifum veruleika sigraðra sósíalískra byltinga. Við stöndum við landamæri tveggja heima. Báðir eru vonlausir. Hinn fyrri er auðvaldsheimurinn, en fall hans er óhjákvæmilegt, hinn síðari er sósíalískur heimur sem enn hefur ekki séð dagsins Ijós. Sigrar Októberbyltingarinnar, sem í reynd hafa skekió heiminn í fimmtíu ár, hafa verið svo gjörsamlega afmáöir að þessi bylting er nú orðið skoðuð sem lítilfjörlegt smáatriði ásamt meó fjölda annarra at- burða sem fært hafa Evrópu til hægri og vinstri til skiptis síðastliðnar tvær aldir. í augum nútíma- manna er hún engu mikilvægari en uppreisn Spartakusar, Taiping eða einræðisstjórn jakobína. Tilraunir okkar í síðasta frelsisstríði (verkalýðsvöld, smábændanefndir vopnaöar öreigasveitir, kosn- ingar og brottrekstur opinberra fulltrúa sem voru algjörlega háðir umbjóðendum sínum, efna- hagslegt og pólitískt jafnrétti, algjör og almenn aðild að allri þjónustu, upplausn hers og lögreglu, áætlunarbúskapur o. s. frv.) hafa verið afmáðar svo rækilega að stríð þetta er nú jafn mikilvægt fyrir 20

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.