Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 26
New York djass
Nýir straumar í tónlist svertingja
Árni Óskarsson
Örn Jónsson
Skrif um dægurtónlist
hér á landi/plötugagnrýni
Hér á landi geta þeir sem hafa áhuga á dægur-
tónlist aöallega kynnt sér hana í gegnum fjölmiðla
og á hljómplötum. Nú er hægt aö nálgast flestar
tegundir listsköpunar í „föstu formi". Hljómplötu-
framleiöslan er oröin ein af arðvænlegustu hlutum
vitundariönaöarins. Tækniframfarir á sviöi upptöku
og flutnings hafa orðið geysiörar. Þeir, sem hafa
efni á, geta setst niður í stofu sinni og hlustaö á
tónlist úr hvaöa heimshorni sem er. Dægurtónlist
fær meö hverju árinu meira rúm í útvarpinu og dag-
blaö sem vill standa undir nafni verður að hafa
vikulegan poppþátt, sem greinir frá nýjustu fréttum
í plötuútgáfunni.
Þetta hefur skapaö ákveöna ímynd af heimi
dægurtónlistarinnar. Hún er nánast einskorðuð viö
hinn ,,anglo saxneska" menningarheim. Viö heyr-
um svo til ekkert um frændur okkar á noröur-
löndum; enn minna um hvaö er aö gerast í löndum
eins og Frakklandi og Þýskalandi og ekkert frá
öörum heimsálfum eins og Suöur Ameríku, nema
því aöeins aö þessi tónlist sé farin aö seljast í
gegnum stóru dreifingarfyrirtækin, sem einoka
markaðinn.
Þessi dreifingarfyrirtæki, sem í raun eru hluti af
stórum auðhringum, deild þeirra í skemmtana-
iðnaðinum, velja úr fáeina listamenn og auglýsa
upp í ofurstirni. Myndin sem viö fáum af lífi þessara
útvöldu er langt frá daglegu amstri mörlandans.
Börn eru rétt búin aö venja sig af pelanum þegar
þau geta beðið um ,,ABBA" og slúðurdálkur í dag-
blaöi birtir hálfsíðugrein um aö Rod Stewart megi
ekki fara til hárskerans án vitundar ástmeyjar sinn-
ar.
Þættir sem sérhæfa sig í skrifum um popp taka
viö því sem aö þeim er rétt frá stóru dreifingar-
aöilunum. Framsæknin birtist í því aö vera fyrstur til
aö benda á þá sem eru á uppleið á stjörnuhimininn
og þjónustan viö lesendur felst í því aö gefa plötum
einkunnir á góð-léleg skalanum.
Þaö þarf ekki aö kafa djúpt til aö sjá í gegnum
þessa falsmynd. Þessi grein er tilraun til aö fjalla
um eitt afbrigði dægurtónlistar sem fellur greini-
lega ekki inn í þennan ramma.
Endurkoma djassins
Á síöustu árum hefur verið endurvakinn áhugi a
djass, sérstaklega hjá ungu fólki. Þessi nýi áhugi
kemur m. a. til vegna þess aö mörkin milli djass og
rokks uröu óljósari. Frægir tónlistarmenn, sem
aðallega höföu veriö bendlaöir viö rokk, krydduðu
tónlist sína meö djass-klisjum eöa nýttu sér aukna
tjáningamöguleika sem þróast höföu innan djass-
ins. Skýrasta dæmiö um hiö fyrrnefnda er að finna
hjá Blood, Sweat & Tears og Chicago, en blöndun
þeirra fólst í að djassa hefðbundin dægurlög. Á
sama tíma voru hljómsveitir eins og Soft Machine
aö gera tilraunir meö aö blanda framsæknustu
þáttunum í rokki, djassi og evrópskri nútímatónlist.
Það var ekki fyrr en meö mönnum eins og John
McLaughlin, Santana og Weather Report að fram-
sæknir djass-rokkarar voru settir á stall ofurstirna.
Plötur þeirra seldust í risaupplögum.
Því er alrnennt trúaö aö innan tónlistariönaðarins
fari fram úrval, þar sem nógu snjallir listamenn ná
frama og þar meö auði ef og aðeins ef þeir búa yfir
nægilegri atorkusemi til aö koma sér áfram. Þetta
kerfi iðnaðarins fleyti því sjálfkrafa rjómann ofan af
fyrir neytendur. Vandinn sé aðeins að finna út
hvenær „fólkið" er tilbúiö aö taka viö nýjum
straumum. Fæstir efast um snilli manna eins og
McLaughlin, en sá frumleiki og sú sköpunargáfa
sem honum er eignuð er ekki eins óútskýranleg
vöggugjöf og þaö fyrrnefnda. Þar liggur aö baki
löng þróun, sem hvorki er í samræmi viö
„rjóma-kenninguna" sé ímyndina um draumaheim
poppsins.
Þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að tónlist
McLaughlin og Carlos Santana sækir ferskleika
sinn öðrum þræði til John Coltrane og
annarra sem yfirleitt eru taldir til hreyfingar, sem
kölluö hefur verið free djass. Bæði McLaughlin og
Santana hafa hljóöritað lög eftir Coltrane og áhrifa
hans gætir víða í tónlist þeirra. John Coltrane var
einn af helstu brautryðjendum nýrra strauma í tón-
list blökkumanna í Bandaríkjunum á 7. áratugnum.
Þegar hann dó áriö 1967 aðeins 41 árs aö aldri
haföi hann gegnum þrotlaust starf og stööuga
endurnýjun komið fram meö fjölda nýjunga innan
djass-tónlistarinnar. Þó að hann nyti álits og hefði
mikil áhrif varð hann ætíð að gera sér að góðu að
spila á næturklúbbum stórborganna oftast fyrir lítið
fé og í haröri samkeppni viö glasaglamur drukkinna
22