Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 46
í kaflanum er komið á framfæri nýju ,,tungumáli“
einhvers konar hrognamáli sem spinnur sig áfram í
endurtekningum eins og víðar gerist í bókinni.
Einnig kemur fram krítík á afuröir kunnra lista-
manna í bókmenntum og myndlist.
Lesendur eru sífellt minntir á aö veruleikurinn er
ekki samhangandi söguþráöur, framvinda eins
manns grípur inn í framvindu annars, atburðir ger-
ast eöa gerast ekki, og mönnum er frjálst aö spyrja
og svara meö orðum sem þeim þóknast helzt:
75.
atburðir gerast
a: þegar atburðir bergast
b: þegar þeir gerast ekki?
81.
menn eru frjálsir
a: þegar þeir eru frjálsir
b: þegar þeir eru ekki frjálsir?
98.
orö
ekki endilega orö
góö orö
ekki endilega góö hrein orö
ekki endilega hrein
mjúk orö
ekki endilega mjúk
100.
svör
ekki endilega svör
góð svör
ekki endilega góö
hrein svör
ekki endilega hrein
mjúk svör
ekki endilega mjúk
LABLAÐA HÉRGULA er nýstárleg bók og fjör-
lega skrifuð, hún er margslungin og ekki auðráðin,
kostir hennar liggja fyrst og fremst í stílnum sem er
sveigjanlegur og fjölbreytilegur. Einari Guö-
mundssyni lætur vel aö slengja óvæntum fullyrö-
ingum og spurningum inn í samfellt mál, kljúfa þaö í
agnir og smíða upp á nýtt, eöa þá aö læöa eitraðri
athugasemd í ástúðlegan texta. En einstaka sinn-
um er orðfærið stirt og óþjált og bóklegt, og þá er
það yfirlegan sem ber lipurðina ofurliöi!
Eins og rætt var um í upphafi stillir höfundurinn
upp því slekti sem á einhvern hátt gerist áleitiö í
menningarlífi þjóöa, hann kryfur þaö umhyggju-
samlega, hagræðir skemmdinni sem skrauti í bland
viö eiginn hugsanagang. Fyrir honum veröa gervi-
menni í dagblöðum, kvikmyndum, sjónvarpi og
myndlist, geimfarar, auglýsingastjörnur frá Holly-
wood og áhrifamenn eins og forseti Bandaríkjanna
og biskup (slands! Aö þessu leyti líkist hann landa
sínum ERRÓ þótt úrvinnslan sé auðvitað önnur,
báöir leita þeir fanga í framangreindum fjölmiölum,
búta sundur og skeyta saman, umbylta gömlum
veruleik yfir í nýjan.
Einar Guömundsson er ádeiluhöfundur, þó er
hann ekki áróðurskenndur í skrifum sínum, ádeila
hans liggur mest í skopi og hæöni. Þjáning al-
heimsins liggur ekki á herðum hans meö sligandi
þunga eins og mörgum öðrum rithöfundum, hann
yrkir ekki kjökurljóö eöa hnoðar saman kvæöi um
pólitíska glæpi, í staö þess bendir hann spottandi
framan í þurs og skessu og sendir þeim tóninn.
Hér veröur ekki gerö tilraun til þess aö bendla
skáldskap Einars Guömundssonar viö stíl eöa
stefnu innlendra höfunda, enda óvíst aö hægt sé
aö finna heila brú í ritum þeirra, hvaö þá heldur
nýjungar! en fyrir þá lesendur sem vilja má benda á
erlendar hreyfingar eöa strauma sem hugsanlega
geta veriö áhrifavaldar aö oröfæri og skrifum Ein-
ars. í gegnum samstarf sitt viö SÚM og erlenda
listamenn hefur hann kynnzt Concrete (mynd-
Ijóöinu) í Sviss og Austurríki, Conceptual frá Hol-
landi og Þýzkalandi, Fluxus í Englandi og Popinu í
Bandaríkjunum. i flestum þessara liststíla hafa rit-
höfundar unniö mjög náiö meö myndgerðar-
mönnum og hafa innbyrðis áhrif, bæöi flækt og
greitt úr hugmyndatengslum. Stíll Einars Guö-
mundssonar minnir t. d. oft á forskrift aó Per-
formance, stuttar setningar og hnitmiðaðar, klippi-
tækni hans líkist svo aftur kvikmyndum, þar sem
úrvinnslan er háö endanlegu mati og innsæi lista-
mannsins.
í framhaldi af þessu er rétt aö benda á sérstæöan
þátt í útgáfu bóka Einars Guðmundssonar, hann
íslenzkar HARRY THE CAVEMAN og fellir hann inn
í LABLÖÐU HÉRGULU, og hann endurbætir viö-
taliö viö Tarzan apabróður konung frumskóganna
og fellir þaö inn í nýjasta skáldverk sitt, FLÓTTANN
TIL LlFSINS, ófullgeröa sögu. Meö þessu vill hann
líklega tengja saman ákveöiö tímabil í skrifum sín-
um, leggja áherzlu á ástandiö sem mest tók á huga
hans þegar hann ritaði þessar þrjár bækur? Því
virðist mega ætla breyttra skrifa í næsta texta.
Þaö mun fátítt hérlendis aö maöur rétt liðlega
tvítugur láti frá sér fara jafn heilsteypta bók og
HARRY THE CAVEMAN, og ekki síöur er þaö
óvenjulegt aö skrifað sé skáldverk jafn fjölbreyti-
legt og LABLAÐA HÉRGULA er, og er þá ekki nema
eðlilegt aö slá því föstu aö þessar tvær bækur séu
tímamótaverk í íslenzkum prósa, merkilegt framlag
handa rithöfundum aö skoóa og taka tillit til.
42