Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 58

Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 58
öreigar leiddu hesta sína saman. Á hinu bók- menntalega sviöi skyldi öreigamenning vera það sem flokkurinn var á hinu pólitíska. Hlutlægt og sögulega séö eru vaxtarskilyrði öreigamenningar borgarastríöiö, enda er þeim þá hampað. Forsenda þess er annars vegar þörfin fyrir sósíaliskar sólarlandabókmenntir, fyrir útópíska trú á framtíðina og hinsvegar sú aö flokkurinn hafði engan tíma til aö veita menningar- málum í annan farveg, ef hann haföi þá áhuga á því. í fyrra atriðinu má sjá forþoða hinnar opinberu list- ar, er síðar fékk hið kumpánlega heiti „sósíalískt raunsæi". Öreigamenning á þaö sameiginlegt meö fútúr- istum aö hafa illan bifur á fortíðinni. Hjá henni má finna sama jakobíanamóralinn gagnvart henni. Eitt öreiga skáld skrifar svo: Látum fólkið æpa: þið eruð böðlar fegurðarinnar j nafni morgundagsins — hendum Rafael á bálið leggjum söfnin í rúst, tröðkum blóm listanna fótum. Öreigamenningin hafnar fortíðinni eins og fútúristarnir, en er mun stefnufastari. Hún hafnar allri fegurðardýrkun, og allri „einstaklingshyggju". Öreigamenningin lendir í fræðilegri andstöðu við fútúrismann, því fútúristar töldu sig fulltrúa hins nýja sem bjó yfir glæstri fegurð. Þeir einir voru andlit tímans í allri sinni estetísku vídd. „Raunsæis" kröfur öreigamenningar Ijá henni andfútúriskan blæ. Og 1921 gefa þeir fútúrisman- um langt nef í opinberu ávarpi, en þar segir: ,,Sem við álítum fútúrismann hugmyndafræðilega stefnu heimsvaldasinnaðrar borgaramenningar, lýsum viö hann andhverfan öreigunum sem stétt." Sjálfsmynd fútúristanna var eins og gefur að skilja nokkuö önnur. Þeir litu á byltinguna sem hliðstæðu verka sinna. Formbylting þeirra var sömu eigindar og upplausn auövaldssamfélagsins. Byltingin hafði kollsteypt sömu hlutum og þeir fyrirlitu, og nú sáu þeir bjarma í hina dásamlegu vél, framtíöina. Enda pældu þeir í byltingunni sem lau- sn hins fjarstæðukennda vanda, töluóu um frelsun dýra og vatna, ræddu möguleika þess að tölur leystu orö af hólmi og ekki töldu þeir fráleitt að fækka atkvæðum orða. Almennt má segja aö byltingin skapi viðfangs- kreppu hjá fútúristum, a. m. k. hjá þeim sem höfðu ekki gefið andúð sinni annað markmið en hana sjálfa. Niðurrif hins gamla hafði verið andleg næring þeirra, en nú þegar það var að líða undir lok skapaðist tómarúm sem fútúrismanum sem skóla tókst ekki að fylla. Andsnúnir fútúristum og öreigamenningunni voru hinir svonefndu samferðamenn. Þeir sigla slysalaust gegnum byltinguna, eru hvorki með henni né móti, en tjá þó hugmyndir henni gagn- stæðar. Viðfangsefni þeirra er oft hinn borgaralegi menntamaður sem reynir að finna sig í byltingunni, og þeir eru lítt hrifnir af vélmenningu nútímans. Kasimir Malevich, „Kona við hlið auglýsingasúlu", 1914. Að mati hinna bolsévisku leiðtoga voru sam- ferðamennirnir hiö jákvæöa. Lunacharsky, Trotsky og Lenin virðast helst hafa hallast aö þeim. Sam- feröamennirnir voru framhald hefðarinnar og þannig burðarás hins sögulega áframhalds (hist- orical continuity) eins og þaö heitir. Þeir spegluöu hinn læróa hugarheim rússneskra menntamanna, en skorti algjörlega jakobinskar eða plebeiskar eigindir hinna fyrrnefndu hópa. Hefðin var sælgæti þeirra. E. H. Carr segir að vinsældir þeirra eigi rót sína að rekja til viðfangsefnisins, sem var bylting- in, og formsins, sem var hið hefðbundna frá öldinni sem leið. NEP — tíminn var gullöld þeirra eins og annarra smáborgara. Þaö er hefðin sem Lenín og Trotsky leggja áherslu á þegar þeir verja samferðamennina gegn „dónalegum skrýtlum" hinna. Þeir töldu hefðina algjört grundvallaratriði. Púskin og Tolstoy svöruðu til hins glæsta íborgaralegri menningu, og þeir áttu að vera sósíalisku þjóðfélagi á andlega sviðinu þaö sem hin tæknilega hefð var á sviði framleiðslu. Trotsky taldi það hið mesta þvaóur að rugla saman borgaralegri menningu og öreigamenn- ingu. í fyrsta lagi væri ekki um andstæður að ræða, þar sem menning verkalýösbyltinga hvíldi á marg- víslegum atriöum úr borgaralegri menningu, og öðru lagi væri þvaður að tala um öreigamenningu sem sjálfstætt söguskeið, þar sem alræði öreig- anna væri jú forsenda sósíalismans, en ekki sósíalisminn sjálfur. Um þetta segir hann orörétt. „Það er algjörlega rangt að stilla öreiga- menningu og öreigabókmenntum andspænis borgaralegri menningu og borgaralegu þjóðfélagi sem andstæðum. Slíkt mun aldrei verða til staðar þar sem öreigastjórnin er aðeins tímaþundin . . ,“9 Trotsky benti á NEP — tímann, sem tímabil ólíkra 54 J

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.