Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 8

Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 8
Cuðrún Anna Magnúsdóttir i kamesi sinu — Ljósm. G. M. Hvar ert þú nú fædd, Guðrún mín? En á Horni — Arnarfirði. Já, nú býr eng- inn á Horni, en bærinn víst eins og hann var og tóttimar — gaman væri nú að sjá allt eð væri. En hvað er að segja — maður fer ekki langt nú orðið, áttatíu á þessu ári, aum- ingja kerlingin. Svo hefurðu farið ung til Súgandafjarðar? Fjegra ára, að Langhól í Súganda — neðri bænum, þar er lækjarsytra milli bæjanna og hellur yfir; krakkarnir voru oft að dudda þar við lækinn. Foreldrar þínir haf a búið lengi á Langhól ? Jájá, en pabbi dó nú 98 — mannskaðanum mikla; fórust fimmtán manns; tómar ekkjur eftir: Vatnadalur, Langhóll, Staður, Bær — tómar ekkjur; uss, það voru meiri ósköpin. Þetta var í febrúar sko; svo var það nokkr- um dögum eftir slysið, að ég var inni í bæ, upp á palli, en mamma að mjólka kýmar úti í fjósinu; ég ætlaði bara að deyja í sporunum, ljósið slokknaði tvisvar á lampanum mínum. Já, hvaða draugar eru að koma hér, segi ég — það skrallaði bara niðri; þá voru þeir sjó- reknu að koma heim — kötturinn ætlaði vit- laus að verða í stiganum, tíkin á gólfinu; þá fór ég að gá, sá ekkert sko. Pillið ykkur út, segi ég — ég er bara ein hér inni; þá kemur mamma inn. Þú hefur ekki rekið þig á karl- ana — þeir skrölluðu bara um dyrnar í sjó- klæðunum, segi ég. Vom þeir nú að koma? segir hún. — Já, að hræða mig. — Hvað er þetta, elskan mín, þeir hafa ekki verið að hræða þig — það er hann sem hefur átt heim- ilið, segir hún — og hinir með honum líka.... Hafa verið að vitja heimkynna sinna? Auðvitað. — Það sagði hann líka um morg- uninn, þegar hann fór sko: við komum aftur heim hvernig sem veltur. — Þarna beið eftir onum allt tilbúið á diskunum — magálamir og hvolft yfir. Svo hefur Magnús komið til sögunnar? Það var áður en pabbi dó; hann var að koma í heimsóknir frá Norðureyri hinum megin við f jörðinn — þar var hann að kenna hjá Gunnjónu; við vorum systrabörn sko — mamma mín og mamma hans vom systur. Hann hefur verið glæsimenni? Uss, ég var dauðfeimin við hann, aum- ingja kerlingin; einu sinni var ég að koma inn, þá mæti ég mömmu- — Hvur er upp á loftinu, seiég. — Það er hann frændi þinn. — Er Magnús kominn? seiég — jæja, veit ann ekki að ég er niðri? Hann er víst að skálda uppi, hann er alltaf að ganga um gólf. — Hann spurði nú eftir þér, seijrún. — Ég fór þrisvar upp í stigann og sneri við aftur — svona var ég feimin, þá stendur hann allt í einu á pallskörinni: kondu bara upp frænka, seijrann. — Æi, ég er svo feimin — og hrædd. — Ætli maður geri þér nokkuð, seijrann; faðmaði mig og kyssti eins og venja var að heilsast þá — sagð ekki neitt sko .... Þú hefur nú kannski ekki haft á móti því að kyssa hann? Tala ekki um það, tala ekki um það, vinur. . Hvernig leizt nú foreldrum þínum á blik- una? 2

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.