Birtingur - 01.01.1956, Síða 13
Manstu eftir þegar Magnús kom aftur
heim?
Þá var ég að breiða á reitnum •— það var
margt fólk að vinna; þá kemur hann gang-
andi. — Hvað sé ég nú? segi ég — ég sé fisk-
inn sem ég held á; nei, vertu velkominn,
Magnús minn — nú förum við strax heim
í Babílon. — Það var húsið sem við bjugg-
um í á Suðureyri. — En aumingja stúikan
— nokkrum árum seinna, einu sinni um nótt
ósaði lampinn hennar — hún kafnaði í ós-
reyk. Og piltarnir sem fóru með ann suður
— þeir drukknuðu báðir á leiðinni vestur
aftur. Er það ekki undarlegt.
Hvernig höfðuð þið það annars eftir að þið
fluttuzt aftur til Súgandaf jarðar?
Við settumst að í kofa upp í hjöllunum
rétt fyrir ofan þorpið — það var fjárhús
áður; hann þiljaði það allt innan, þegar hann
kom heim á kvöldin; þetta var eitt herbergi
með svolitlum glugga — ekki stærri en mynd-
in af onum Jóni Sigurðssyni þarna á veggn-
um — græna koffortið undir glugganum, tvö
rúmstæði, kamína þiljuð af í einu hominu;
það var nú ekki mikið um diskana •— cin
bytta sem við borðuðum úr til skiptis. Svo
var bíslag — þaðan sá niðrí þorpið.
Höfðuð þið húsdýr?
Nei, öngva kú, öngvar kindur — það var
ekki hægt að koma því við; fengum mjólk
hjá enni Arínu. Þá var nú oft lítið að éta —
áttum einu sinni einn kjötbita og suðum hann
í soði; ekki svo mér væri boðinn einn hnefi
af haframjöli út á, seisei nei, — svona er
þetta misjafnt.
Áttuð þið ekki hund eða kött?
Jú, það er rétt — Snati minn og Snótin
fríð; það var gaman að hundinum geltandi
úti — þá vissi maður að einhver var að koma.
En einu sinni fór hundurinn á flakk og sást
ekki meir; Magnús sálugi leitaði hans í tvo
daga og fann ann skotinn inni í firði. — Hann
var ósköp dapur, þegar hann kom heim —
hann sem vildi ekki gera neinu kvikindi mein,
hélt verndarhendi yfir flugunum hvað þá
öðrum:
Litla flugu lít ég nú
leika í glugga háum,
hvar í geisla sólar sú
sveiflar vængjum smáum.
Einu sinni sagði hann líka:
ég skal banna börnunum
að brjóta vængi þína.
Einu sinni kom Guðmundur skólaskáld i
heimsókn til ykkar?
Já, hver er nú að koma til þín? segi ég.
— Kondu út og sjáðu, segir hann. — Nú
er þér borgið, segi ég — með þessari herra-
komu. Gjörðu svo vel að fara inn í kofann,
þó hann sé ekki merkilegur. — Svo fóru þeir
inn, ég hellti upp á könnuna; þeir töluðu Jengi
saman, asskoti ég man um hvað •— það var
tóm edda.
Magnús hefur náttúrlega ort um börnin
ykkar?
Einu sinni situr Ása litla í dyrunum hjá
pabba sínum og er að faðma ann eins og lítil
börn gera — ætli það hafi ekki verið tungl-
skin — þá segir hún: ni, pabbi go kökuna
— það var tunglið — ni, go kökuna pabbi!
— Kallarðu það köku? segir hann — þetta
er tunglið, elskan mín- Þá gerði hann voða
fallega gælu um hana, sem byrjar svona:
Komdu elsku yndið mitt
eg skal laga hárið þitt,
strjúka hvörmum fríðum frá
fallega lokka til að sjá
inn í þinna augna djúp,
engils sveipað blíðuhjúp;
upplífgar minn innra mann
eigindóm að skoða þann.
7