Birtingur - 01.01.1956, Síða 16

Birtingur - 01.01.1956, Síða 16
ARTHUR HONEGGER „TÓNSKÁLD NÁTTÚRUAFLANNA" Hann lézt nýlega í París rúmlega sextug- ur, — eitt merkilegasta tónskáld vorra tíma við hliðina á Béla Bartók, sem lézt fyrir 10 árum, en eiginlega ekki sambærilegur við neitt annað tónskáld, þó að oft hafi hann verið nefndur við hliðina á Hindemith og Stravinsky sem eitt af þrem frægustu tón- skáldum vorra tíma. 1 riti sínu „Ég er tónskáld“ segir Arthur Honegger: „Tónsmíðavinnan er hin leyndardóms- fyllsta listvinna, sem til er. Menn vita hvern- ig rithöfundar og myndlistarmenn vinna, og hægt er að fylgjast með verkum þeirra um leið og þau verða til. Pæðing tónsmíða er hinsvegar ósýnileg og alveg óútreiknanleg. Það er eins og tónskáldið verði að reisa stiga beint upp í loftið, án þess að geta hallað hon- um að nokkrum vegg. Hin listræna rökfræði ein verður að skapa uppistöðuna. Þegar ég verð að nema staðar við slíka vinnu, þá yfirgef ég minn hefilbekk og sezt og bíð. Ég reyni ekki að halda áfram á þann hátt, sem allir mundu búast við eftir því, sem á undan kom, — né heldur með nýju átaki og með nýju frumefni. Þannig verða mín tónverk til skref af skrefi á löngum tíma, smátt og smátt, þar til verkið er loks fullskapað.“ Til ritstjóra „Birtings", Reykjavík. Herra ritstjóri! Þér spyrjið um persónulegt álit mitt á Arthur Honegger og list hans. Slíkt álit hlýt- ur að sjálfsögðu að vera einhliða, því að skoð- anir listamanns mótast af hans eigin list. Listaverk eru tjáning hinna dýpstu hrær- inga sálarinnar. Aðferðirnar og umbúðirnar mega ekki trufla eða menga þá tjáningu. Ella er ætíð hætt við að verkið fæðist andvana. Þetta virðist mér einmitt Honegger hafa lagt meiri áherzlu á en flestir eða jafnvel allir listamenn vorrar aldar. Hann átti alla kunn- áttu hins þjálfaða listamanns, en hver lag- lína, hver hljómur og hrynjandi, hver hljóð- færaskipan (instrumentation) varð hjá hon- um til af hinum einlæga og heiðai.aga inn- blæstri eingöngu. Þetta skilur Honegger svo greinilega frá frægustu tónskáldum vorra tíma. Persónulega finnst mér að ég megi sjá þessa eiginleika á hverjum listamanni þegar við fyrstu sýn. Ég kynntist Arthur Honegger dálítið á „Stefjafundum“ erlendis, þar sem hann sat í forsæti. Hann var ætíð ákaft hyllt- ur eftir sínar stuttu og ihnitmiðuðu ræður. Engin tilgerð og engin ,,látalæti“ voru til í þessari persónu, sem geislaði frá sér mann- úð og samúð þegar við fyrstu kynni. Hann 10

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.