Birtingur - 01.01.1956, Síða 19

Birtingur - 01.01.1956, Síða 19
til að sjá hana þegar ég kem aftur til Eng- lands, efnið hlýtur að vera heppilegt til kvik- myndunar. Já, segir Hudd: ég held það sé ekkert á móti því að kvikmynda Shakespeare, ég gæti trúað því að Shakespeare hefði haft gaman af því sjálfur, hann var framsýnn og nýjunga- gjarn, hvað segið þér mn t. d- The Tempest? Þá spyr ég hvort Hudd hafi séð Shake- speare-myndir Orson Welles, sjálfum finnst mér Welles hafi tekizt betur að gera kvik- mynd úr efninu þegar hann gerði Othello og læt það í ljós við Hudd. Hann svarar: Welles er óbundinn af hefð- inni, erfðavenjum, hann er iconoclast, mynd- brjótur sem geysist fram, — og Hudd slær hnefunum sitt á hvað og segir: wham wham til þess að tákna brussugang Orson Welles um viðkvæman heim menningarerfðanna. Á hinn bóginn, segir Hudd, gætir Olivier jafnvægis milli menningarvenjunnar og hinnar nýju tækni. Þá spyr ég: Verður það ekki einmitt til þess að Hamlet lendir að sumu leyti á eins- konar öngramannalandi milli tveggja list- greina ? En af tur haf i Orson Welles tekizt að gera þetta að kvikmynd, verið samkvæmur lögmálum síns listsviðs? En þá ber okkur að sama brunni og áður í viðræðunni og við snúum talinu að hlutum sem varða leikhúsmál beinlínis í Bretlandi og mér kemur m. a. til hugar að spyrja um Edinborgarhátíðina, hvort hún hafi áhrif á þróun leiklistar í Bretlandi. En Hudd telur að hún hafi engin bein áhrif. Það væri helzt, álítur Hudd, á þann máta að vekja önnur byggðarlög til að koma sér upp sinni árlegu menningarhátíð með leiksýning- um og öðru. En það er ekki hægt að segja að Edinborgarhátíðin valdi neinum straum- hvörfum eða fæði af sér ný verðmæti (nema kannski fjárhagsleg). Hátíðin er einskonar shop window, sýningargluggi, segir Hudd, þar má sjá það sem verður sýnt 1 London, en það myndi koma þangað hvort sem væri. I seinni tíð hafa komið upp raddir um það í Skotlandi að þarna sé engin hlið skozkrar menningar sýnd og nú er farið að skipuleggja ýmsa listviðburði og sýningar á skozkum verkum samtímis hátíðinni þó ekki sé á henn- ar vegum, þetta má kalla áhrif frá Edinborg- arhátíðinni. Þó að Bjarni frá Hofteigi sé búinn að spyrja Hudd í blaðaviðtali hvort leikhúsin í London hafi ríkisstyrk geri ég slíkt hið sama í von um að fá annað svar. Það er lítið mn það, segir Hudd, þetta eru einkafyrirtæki sem eru rekin af einokunar- hringum, enda er þetta iðnaður, ekki lengur listgrein. Eins og í öðrum iðnaði er allt sogið í gin einhvers gríðarlegs kolkrabba. Það er alveg hræðilegt og það er alltaf að versna. Ég man tímana tvenna. Þegar ég var ungur leikari, á árunum fyrir 1930 voru a. m. k. 12 til 15 staðir í London þangað sem ég gat skrif- að og boðið starfskrafta mína. Nú eru aðeins þrír aðilar sem ungir leikarar geta snúið sér til og þeir hafa meiri eða minni tengsl sín á milli. Ég minnist á það sjónvarp sem mér virðist argasta plága og vona í lengstu lög að aðrir komi ekki nálægt framkvæmd þess máls hér á landi en þeir sem allir vita að öngu koma í verk en spyr nú samt um hvernig þetta sé í Bretlandi, hvort samkeppnin hafi ekki reynzt leikhúsunum erf ið. Hudd segir að sjónvarpið hafi hingað til ekki skaðað hin vandaðri leikhús að hans viti, en á hinn bóginn hafi það leikið ýmis hin lakari grátt. Það er kannski bara þarft verk. Er hægt að tala um nokkrar byltingar í ensku leikhúslífi nýskeð? Það hafa litlar breytingar orðið síðustu 20 til 30 árin, segir Hudd. Þar ríkja útvatn- 13

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.