Birtingur - 01.01.1956, Page 26

Birtingur - 01.01.1956, Page 26
EINAR IIRAGI: Þrjú Ejóð 1 LJÓSMALINU Þegar augoin brustu í tunglskininu tók máninn ofan grímuna og glotti en ein- mitt þá brá svo við að vetrarísa leysti í æðum jarðar og agnarlítil seiði brugðu á leik i tæru ljósmálinu. ÍSLANDSLAG , Hægt herpist snaran að hálsinum mjóa og heiðarfuglinn hefur upp rödd sína í angist þá kyrrist háreysti heimsins um stund mennirnir hlýða undrandi á sönginn og efna í nýjar snörur. SPUNAKONUR Úr ljósi haustmána, hélu og hvítum kvöldskýjum spinnur tíðin silfraðar hærur henni er situr ein með sauðgráar kembur í skauti og skammdegisvökuna þreyir við suðandi rokk unz söngur ans hljóðnar og systurnar fagnandi nema í næturkyrrðinni boð um höf: berið nú spunann fram. 20

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.