Birtingur - 01.01.1956, Side 32

Birtingur - 01.01.1956, Side 32
Strauss var fljót að fjara út og önnur og heillaríkari áhrif tóku við. Um þessar mundir opnuðust augu manna fyrir hinni ótrúlegu þjóðlagaauðlegð Ung- verjalands. Á vörum bændanna höfðu lifað öldum saman söngvar, sem voni af allt öðr- um toga spunnir en þau tataralög sem hvar- vetna heyrðust á kaffihúsum í Búdapest, og Liszt og Brahms höfðu gert fræg með sínum ungversku rapsódíum og dönsum. Þessi bændalög voru að vísu oft frumstæðari, en miklu kjarnmeiri og ótrúlega margbreytileg. Þarna fann Bartók það sem hann hafði leitað að, og upp frá þeim degi helgaði hann þjóð- lagarannsóknunum obbann af starfskröftum sínum. Hann ferðaðist á meðal bændanna og safnaði á nokkrum árum þúsundum laga, ekki aðeins í heimalandi sínu, heldur líka í ná- grannalöndunum. Seinna fór hann til Litlu Asíu og Norður Afríku. Hann flokkaði lögin og greindi eftir því sem hann hafði tóm til, rannsakaði hvernig einstök lög fluttust land úr landi og breyttust og varð smátt og smátt einhver fróðasti maður um þjóðlög, sem uppi var. Ómetanlegan samstarfsmann við þjóð- lagarannsóknimar átti Bartók í landa sín- um Zoltán Kodály, sem einnig var afburða tónskáld. Það var hann, sem fyrst leiddi at- hygli Bartóks að franskri tónlist, sérstaklega Debussy, sem átti eftir að hafa mjög holl á- hrif á verk þeirra beggja. 26 ára gamall varð Bartók píanókennari við tónlistarskólann í Búdapest. Þeirri lýjandi stöðu hélt hann í tæp 30 ár. Auk þess vann hann stöðugt að þjóðlagasafni sínu og flutti fyrirlestra um þau efni við háskóla víða um Evrópu og var talsvert þekktari sem vísinda- maður en tónskáld. Hann hafði því lítinn tíma aflögu til skapandi vinnu, enda er meginþorri verka hans saminn í stuttum sumarfríum, næsta ótrúleg staðreynd, þegar haft er í huga hvílíka þýðingu verk hans hafa haft í nýrri tónlist. Hið óeigingjama starf Bartóks í þágu þjóð- ar sinnar mætti litlum skilningi hjá sam- borgurum hans. Þeim fannst það kjánaleg iðja af hámenntuðum tónlistarmanni, sem fær var um að halda hljómleika, að vera að elt- ast við gamalmenni út um sveitir í þeim til- gangi að láta þau raula fyrir sig. Ef þetta væri á annað borð ómaksins vert, ætti að láta einhvern, sem minna gæti um slíkt. Tón- smíðum hans var líka fálega tekið. Það er ekki fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina að landar hans fara eitthvað að kunna að meta þann mann, isem skapaði þeirra þjóðlegu músík. Eftir að Bartók fór að safna þjóðlögum gætir áhrifa þeirra í öllu sem hann semur. Ekki á þann hátt að hann noti alltaf einhver þjóðlög sem efnivið, heldur hafði hann lifað sig svo inn í anda þeirra, að allt, sem hann skrifaði, var eins og sprottið af þeim. Að þessu leyti er Bartók holl fyrirmynd öllum þeim, sem skrifa vilja músík á þjóðlegum grundvelli. Á árunum á milli heimsstyrjaldanna óx frægð Bartóks hröðum skrefum, en þó aðal- lega innan þess tiltölulega þrönga hrings tónlistarmanna, sem áhuga höfðu á nýrri tónlist. Lýðhylli naut Bartók aldrei í lifanda lífi, enda sóttist hann ekki eftir henni. Hann vissi að verk hans voru oft erfið og nýstár- leg fyrir óþjálfuð eyru. Það voru helzt þau verk, sem hann skrifaði í þeim tilgangi að notuð væru við kennslu, sem útbreiðslu náðu. Bartók var mikill andstæðingur nazista og var stoltur yfir að fylla hóp þeirra tónskálda, sem voru á bannlista þeirra, enda ekki í kot vísað. Það var líka af pólitískum ástæðum sem hann yfirgaf heimkynni sín haustið 1940 til þess að flytja búferlum til Bandaríkjanna. Þar bjó hann við heldur þröngan kost síðustu 26

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.