Birtingur - 01.01.1956, Síða 36

Birtingur - 01.01.1956, Síða 36
Auguste Herbin: „Föstuclagur" nr. 2 þessarar hreyfingar er efalaust Manessicr. Hann hefur þá sérstöðu, að hann er rikaflega trúaður. Um það bil helm- ingur mynda hans lýsir trúarreynslu. í sömu andrá verður að nefna Jean Bazaine, sem áður var á minnzt. Hann hef- ur skrifað ágæta bók (Notes sur l'art), þar sem hann Jýsir skilmerkilega afstöðu sinni til listar og náttúru og gerir um lcið, að ég hygg, grein fyrir sjónarmiðum félaga sinna þeirra Menessier, Singier, Le Moal, Lapique, Estéve, Gicha, sem allir cru þekktir og góðir málarar. Geta má þess til gamans að læriföður þessara málara, Bissiére gamla, er nú fyrst að hlotnast verðug viður- kenning, nokkru eftir að þeir sem hann studdi fyrstu fetin eru orðnir heimsfrægir. Vex hróður hans jafnt og þétt, enda er hann tvímælalaust cinn bezti málarinn í París nú á dögum. Það var fyrir tilstilli hans að menn tóku að gefa munsturvefnaði inkanna gaum, en áhrifa frá þeim gætir í myndum hans. Meistari hinnar geómetrísku abstraksjónar cr tvímæla- Iaust franski málarinn Auguste Herbin (f. 1881). Hann átti líka beztu myndina á sýningunni. Herbin cr einhver sér- slæðasti og sterkasti persónuleiki nútíma listar og cinn hinna fáu, sem virðast í raun og sannleika vera að endur- nýja málaralist nútímans. I>að mætti kalla liann Picasso vorrar kynslóðar. Hann hcfur komið fram með nýjar kenn- ingar og fylgt þeim svo fast eftir í myndum sfnum að úr hefur orðið stórljrotin list. í verkum hans cr eitthvað upp- hafið eða ójarðneskt sem minnir á tónlist Bachs. Það er eins og maður standi fyrir framan altaristöflur. Manni finnst að myndir hans ættu að hanga á stöðum þar sem ríkir þögn og andi mannsins leitar í hæðir. Litir lians eru mjög skærir og hreinir, vinnubrögð fullkomin, sjálfsagi hans og fágun með fádæmum á þessari öld hvers konar óhemjuskapar í listum. Við hlið hans standa eldri og yngri brautryðjcndur, og ber þá fyrst að telja jafnaldra 30

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.