Birtingur - 01.01.1956, Side 37
hans ítalann Alberto Magnelli (f. í Flórcns). Hann var
eins og Herbin korninn á sjöunda áratuginn, áður en heim-
urinn tók að gefa verkum hans gaum. Myndir Magnellis
eru mjög ítalskar, flórenskar. Hann byggir þær stranglega
en liturinn skiptir ekki alltaf eins miklu máli og cr sjald-
an mjög sterkur. Magnelli hefur búið og starfað í I’arís
mcstan hluta ævinnar. Af yngri mönnum nefni ég fyrst
ungverska málarann Vasarely, sem hefur átt heima í París
síðan löngu fyrir stríð. Hann er það sem við köllum form-
alista á fagmáli, en það má ekki skilja þannig að liann
leggi mikið upp úr yfirborðslegum tæknibrögðum, heldur
er formið, lögun myndeininganna, samspil þeirra og bygg-
ing veigameiri þáttur í inyndum hans en liturinn. Oft cr
hægt að hugsa sér myndir hans án lita, eða að minnsta
kosti að brcyta mætti að skaðlausu um liti í þeim. Mesta
athygli vekur sérstæð beizlun myndrúmsins. Vasarely átti
á sýningunni mjög sérkennilega rnynd málaða í tveimur
litum, okkurgulum og svörtum. Jafnaldri Vasarelys og
stríðsbróðir, en gjörólíkur honum cr franski málarinn
Jean Deyrolle (þeir eru báðir á milli fertugs og fimmtugs).
Deyrolle er kóloristi, litameistari: hann hugsar myndir sín-
ar út frá litunum; það væri ógerlegt að raska einum tóni
í lithleðslu hans án þess að öll myndin hryndi til grunna.
Hann er Braque sinnar kynslóðar. Auðvitað hallast miklu
fleiri myndlistarmenn en liér hafa verið taldir að liinni
geómetrísku abstraksjón, en rúmsins vegna verð ég að
láta nægja að nefna aðcins þrjá til viðbótar, málarana
Dewasne og Mortenscn (danskur) og danska myndhöggvar-
ann Jakobsen.
Og þá erum við komin að tfzkufyrirbrigðinu, lýrísku
abstraksjóninni eða klessulistinni (tache-ismanum), eins
og hún er uppnefnd hér. Forvígismenn stefnunnar segja:
geómetríska abstraksjónin er farin að ganga sér til húðar,
auk þess cr hún allt of þvingandi, einskorðuð, hún veitir
ekki nægilcgt frjálsræði, en frelsi er fyrir öllu í listum.
Rétt er að geta þess, að eldri menn hafa um langt árabil
unnið í sama anda, og ber þar hæst þýzka málarann Hans
Hartung, sem hcfur eins og margir þeirra cr að framan
getur búið og starfað f Frakklandi í mörg ár. Myndir
hans eru grafískar (svartlistarlegar). l’ensilstrikið og marg-
brotnir mögulcikar þess skipta meginmáli í myndum hans.
í sömu andrá eru oft ncfndir hinn þýzkættaði Schneider,
frakkinn Soulages og rússarnir Poliakoff og Nicolas de
Staél.
Annars virðast þessir málarar ekki hafa haft neina
grundvallarþýðingu fyrir þá ungu menn, sem nú brjótast
harðast um f leit að nýjum leiðum, heldur aðrir lítt
þekktir nema í fámennum hópi áhugamanna: hálfgildings
súrrealistar eins og Wols (dáinn), Fautrier og skáldið Catn-
ille Brycn, sem nú er farinn að mála. Myndir þeirra cru
líkastar keðjusprengingum í litaheimi, óendanlega litlir
litarfletir sem líkt og lyftast og hnfga, byltast og brotna.
Undarlegt umrót. Hér koma bandaríkjamenn til sögunnar
og liafa f fyrsta skipti áhrif á I’arís, sérstaklega einn —
Mark Tobey (nýlátinn) — og nýr orientalismi að vissu
leyti runninn undan rifjum hans, þar sem áhcrzla er lögð
á kalígrafisma eða myndletur kínversk og japönsk. Hann
ntálar tnyndir sfnar með litluin dílum, skriftáknum sem
þýða þó ekkert, en skapa dularfulla ró, er minnir á austur-
lenzkan útskurð. Þá er að nefna hinn fræga Jackson Pol-
lock, sem sagður er mála þannig að hann skvetti úr pensl-
inurn á tnynddúkinn liggjandi á gólfinu. Enginn þessara
manna átti mynd á sýningunni.
Að lokum vildi ég telja upp nokkra unga menn, er
virðast vænlegir til afreka og líklcgastir til að varða veginn
f málaralistinni á næstu árum, þótt fæstir þeirra ættu
mynd á Galleric Charpantier: Istrati, Laubicz, Nallard:
Bozzolini, Dumitresco, Gautier, Enard.
Soulages: Málverk 1954
31