Birtingur - 01.06.1962, Síða 3

Birtingur - 01.06.1962, Síða 3
BJÖRN TH. BJÖRNSSON: ÚR ÍSLENZKRI LISTSÖGU FYRRI ALDA Þau orð hefur einatt mátt heyra, þegar rætt hefur verið um íslenzka myndlist, að hún sé yngst allra listgreina í landinu og raunar litlu eldri hálfri öld. Það mun þó vera nær sanni, að myndlist hafi verið stunduð lengur hér á landi en nokkur önn- ur grein er til lista geti talizt, og að kalla allt frá þeim tíma, er landnámsmenn reistu fyrst bú sín á íslandi. Myndlistin var snar þáttur heiðins átrúnaðar, og því hefur ekki liðið á löngu, þar til menn reistu sér hof og settu þar á stall líkneskjur þeirra goða er þeir kusu að blóta sér til árnaðar í hinu nýja landi. Öndvegissúlur hefur þurft að skera og skreyta, tjalda skála og smíða margt þeirra list- muna sem heyrðu til norrænni híbýlamennt land- námsaldar. Að sjálfsögðu liefur fyrst í' stað verið fylgt trúlega þeirri hefð, sem menn liöfðu 1 veganesti að heim- an. Af þeim sökum verður sjaldnast um það sagt með vissu, hvort jarðfundnar listminjar frá landnámsöld séu frekar gerðar hér eða fluttar inn. Ástæðan fyrir því, hversu fátt hefur fundizt af slíkum minjum, þarf ekki að vera sú, að ís- lendingar hafi verið fátækari að því leyti en aðr- ar þjóðir norrænar, heldur liggja til J)ess þrjár auðsæjar orsakir. Hin fyrsta er sú, að byggð hefur ávallt verið strjál hér á landi, og því mynduðust ekki sameiginlegir greftrunarstaðir f heiðni, sem skila miklum fjölda minja þegar í þá er leitað, eins og raun hefur orðið á norðurlöndum, til dæmis á Bjarkey og í Heiðabæ. Önnur ástæðan er sú, að hér hefur orðið óvenjumikið jarðrask; eldsumbrot, uppblástur og ágangur vatna hafa raskað mörgu, hulið og fært úr stað. Og loks er svo það, að skipulögð leit fornminja er hér enn á bernskuskeiði, en gömul grein með frændþjóð- um okkar. Engar goðamyndir úr hofunum hafa okkur varð- veitzt, fremur en liinum norðurlandaþjóðunum. Hinsvegar eigum við frábæran grip í Þjóðminja- safninu, jarðfundinn norður í Eyjafirði á önd- verðri þessari öld, sem gefur okkur allglögga hugmynd um goðalíkneskin. Það er lítil Þórs- mynd, steypt í eir, og situr guðinn þar á stól með lágu baki, hefur keilulaga hjálm á höfði og virðist styðja hökunni fram á hamar sinn. í myndinni gætir mikillar samþjöppunar líkamsformanna, sem bendir til þess, að hún eigi rót sína í tré- skornum guðamyndum hofanna, þar sem trjábol- urinn hefur takmarkað umfangið. Yfir myndinni er mjög Jningbúinn og traustlegur blær. Þessi litla eirmynd virðist því geta verið fullgild- ur staðgengill þeirra guðamynda sem í' hofunum sátu, og raunar mun engin önnur til á norður- löndum, sem gefi þar gleggri hugmynd. Smáar guðamyndir sem þessi sýnast hafa verið al- gengar í heiðnum sið; menn báru þær á sér og blótuðu til þeirra er þeir voru á ferð fjarri hof- um, eða á laun, eftir að kristinn siður komst á. í Vatnsdælasögu er talað um „Frey af silfri“, og um Hallfreð vandræðaskáld segir, að „hann mun nú liafa vanda sinn og blóta á laun; er það til marks, að hann hefur í pungi sínum líkneski Þórs af tönn gert.“ BIRTINGUR 1

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.